Síða 1 af 1

3 x HDD hvernig er best að geyma

Sent: Sun 31. Ágú 2014 13:14
af tomas52
sorry með lélegan titil en datt ekkert annað í hug

ég er að spá þar sem ég er að selja tölvuna mína og ég er með 3 diska í henni sem ég ætla ekki að selja með þá er spurningin hvernig er best að geyma þessa diska er málið að fá sér 3 hýsingar eða eina stóra sem allir 3 passa í (sem mér finnst mjög dýrt reyndar sem ég hef séð) eða bara tölvu sem ég nota bara í þetta og hafa hana shareaða úr geymslunni..
ég er að spá í þetta af því ég ætla bara að fá mér fartölvu en vill samt komast í gögnin.. hvað er best að gera í stöðunni

Re: 3 x HDD hvernig er best að geyma

Sent: Sun 31. Ágú 2014 13:55
af AntiTrust
Myndi hiklaust segja NAS eða ódýra vél sem fileserver. Ef þú ert ekki með neinn annan server myndi ég setja upp fileserver vél frekar en NAS til að geta haft möguleikana á Plex, FTP etc.

Re: 3 x HDD hvernig er best að geyma

Sent: Sun 31. Ágú 2014 22:54
af tomas52
Okei segjum að ég fengi mér file server á ég þá bara að kaupa eitthvað hræ og raða diskunum í hana hafa tengt við netið..
hvað þarf að vera gott á svona file server ef ég ætla að downloada öllu efni inná hann hafa backup af myndum og komast í það án þess að vesenast idiot-proof(af því kellingin þarf líka að kunna á þetta)
Hvaða stýrikerfi ætti ég að hafa á græjunni.. er með Windows 8.1 á fartölvunni og svo er ég með ps3 og WDTV box til að streama í sjónvarpið

eitthvað sem ég þarf að vita og hvað er þetta plex og FTP, er algjör nýgræðingur í svona dóti :baby

Re: 3 x HDD hvernig er best að geyma

Sent: Mið 05. Nóv 2014 22:10
af tomas52
sælir nú er ég kominn með borðtölvu nema það er smá vesen það er bara 4 sata tengi á móðurborðinu og ég er að spá í svona sata-pci svona sata fjöltengi nema spurning til ykkar það stendur alltaf raid á nafninu á svona stykkjum þýðir það ekki að það verði að vera alveg eins harðir diskar sem eru tengdir við þetta pci kort..

og annað ég er einnig bara með 2 sata rafmagnssnúrur og ég er búinn að skoða svona molex-sata breyti hvað er hægt að fá með mörgum endum semsagt 1x molex í hvað mörg sata ....

og já ég gleymdi að ég er kominn með 7 hdd

Re: 3 x HDD hvernig er best að geyma

Sent: Mið 05. Nóv 2014 22:43
af odinnn
Raid í nafninu segjir að kortið getur séð um að búa til raid stæðu eitt og sér (hardware raid) en þau ráða alltaf (að ég held) við að hafa diskana bara sér eða JBOD (just a bunch of disks).

Plex er forrit sem gerir þér kleyft að streyma vídeó og annað marmiðlunarefni frá hauslausri tölvu (server) yfir í önnur tæki (tölvur, sjónvarp, síma...).

FTP er file transfare protocol ef ég man rétt og ein einfaldasta og besta leiðin til að sækja og senda gögn milli tölvu og servers yfir netið (ekki innanhúss).

Með rafmagnið, passaðu að aflgjafinn ráði við svona marga diska, þeir geta notað lúmskt mikin straum.