Síða 1 af 2
Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Fös 29. Ágú 2014 01:12
af Ukar
Hvaða mediaplayer eða streaming græju mæliði með að kaupa?
Okkur vantar eitthvað einfalt og ódýrt til að geta horft á Netflix (og fleira í þeim dúr) á auka sjónvarpi hjá okkur. Vil helst ekki þurfa að breyta stillingum á router, þannig mér sýnist t.d. Chromecast ekki koma til greina (hefði annars viljað eitthvað svoleiðis bara). Erum með netflix á ps3 tölvu og fleiru og notum núna unblock-us til að það virki.
Ég get látið kaupa þetta í USA fyrir mig, þannig hvað sem er sem virkar á Íslandi ætti að koma til greina.
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Fös 29. Ágú 2014 15:05
af Throstur
Ég myndi kaupa Amazon FireTV, kostar ekki nema $84
http://www.amazon.com/Fire-TV-streaming ... B00CX5P8FC" onclick="window.open(this.href);return false;
Virkar með unblock-us fyrir Netflix o.fl.
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Fös 29. Ágú 2014 15:09
af AntiTrust
Amazon FireTV eða AppleTV. Bæði tækin high quality og einföld og góð fjarstýring. Viðmótið í FireTV öllu fallegra þó, en talsvert skemmtilegra að vera með Amazon Prime í því heldur en netflix, þar sem það er rosalega Prime-oriented.
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Fös 29. Ágú 2014 17:03
af tlord
lúkkar ekki Roku vel?
http://en.wikipedia.org/wiki/Comparison ... -top_boxes" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Fös 29. Ágú 2014 20:38
af AntiTrust
Getur ekki stillt DNS á tækinu sjálfu, þarf að gerast á router leveli, mun meira vesen.
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Fös 29. Ágú 2014 22:03
af jonno
Er ekki apple tv 4 að fara að koma út mjög fljótlega
kanski það verði plex í því ?
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Fös 29. Ágú 2014 22:18
af Ukar
Ég var eiginlega ákveðin í að kaupa Roku - þangað til ég áttaði mig á veseninu til að geta horft á netflix...
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Fös 29. Ágú 2014 22:21
af Ukar
jonno skrifaði:Er ekki apple tv 4 að fara að koma út mjög fljótlega
kanski það verði plex í því ?
Þarf að panta þetta í næstu viku í síðasta lagi til að ég komi þessu til Íslands..
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Fös 29. Ágú 2014 23:04
af AntiTrust
AppleTV4 er ekki væntanlegt fyrr en 2015.
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Fös 29. Ágú 2014 23:48
af upg8
Mæli með ódýrri tölvu með Windows 8.x, OEMs fá t.d. Windows ókeypis fyrir mjög litlar spjaldtölvur og þær virka einnig sem Miracast reciever, Plex, Netflix og engin að segja þér hvaða þjónustur eða codec þú getur keyrt á tölvunni. Svo stýrir þú þessu í gegnum símann þinn eða færð ódýra fjarstýringu.
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Lau 30. Ágú 2014 00:37
af AntiTrust
upg8 skrifaði:Mæli með ódýrri tölvu með Windows 8.x, OEMs fá t.d. Windows ókeypis fyrir mjög litlar spjaldtölvur og þær virka einnig sem Miracast reciever, Plex, Netflix og engin að segja þér hvaða þjónustur eða codec þú getur keyrt á tölvunni. Svo stýrir þú þessu í gegnum símann þinn eða færð ódýra fjarstýringu.
Þú gleymir hinsvegar því smáatriði að lítil tölva sem heyrist jafn lítið í og STB box kostar alveg umtalsvert meira + það að slíkar lausnir eru aldrei eins einfaldar í notkun. Ég er búinn að vera með Roku, GoogleTV og nú Chromecast, ásamt því að hafa HTPC. Ég er með Logitech Harmony og Xbox 360 controller tengda við HTPC sem geta stjórnað flestöllu en nota hana nær aldrei nema þegar ég vil spila DTS-HD/TrueHD efni. HTPC's eru bara ekki lengur eins eftirsóttar lausnir eftir að þessi streaming tæki fóru að poppa upp.
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Lau 30. Ágú 2014 01:03
af upg8
Það er alltaf eitthvað sem virkar ekki á þeim, eða þær eru sjúklega háðar lausnum frá einum aðila eins og Google Chrome. Vissulega eru HTPC's ekki lengur í tísku en Windows 8.x er draumur á sjónvarpi. Ég tek þó undir að það gæti kostað þónokkuð meira í upphafi.
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Lau 30. Ágú 2014 10:17
af Ukar
upg8 skrifaði:Það er alltaf eitthvað sem virkar ekki á þeim, eða þær eru sjúklega háðar lausnum frá einum aðila eins og Google Chrome. Vissulega eru HTPC's ekki lengur í tísku en Windows 8.x er draumur á sjónvarpi. Ég tek þó undir að það gæti kostað þónokkuð meira í upphafi.
Ég þarf að finna eitthvað sem allir fjölskyldumeðlimir geta notað - held að þetta sé of flókið og dýrt - sérstaklega þar sem þetta er í raun bara fyrir "auka" sjónvarpið.
En ég held að Amazon Fire Tv sé málið - ætla að skoða það aðeins betur
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Lau 30. Ágú 2014 11:03
af AntiTrust
upg8 skrifaði:Það er alltaf eitthvað sem virkar ekki á þeim, eða þær eru sjúklega háðar lausnum frá einum aðila eins og Google Chrome. Vissulega eru HTPC's ekki lengur í tísku en Windows 8.x er draumur á sjónvarpi. Ég tek þó undir að það gæti kostað þónokkuð meira í upphafi.
Þú ert væntanlega að vísa í Chromecastið. Ég er með Chromecast í öllum herbergjum og nota Chrome nær aldrei til að henda yfir á það. Snjallsímar og tablets sjá alfarið um það og virkar vel. Ef ég væri með börn þá væri ég líklega með FireTV eða AppleTVið, einföld viðmót og einfaldar fjarstýringar.
AmazonFireTVið er með AmazonPrime (duh), Netflix, Hulu, Plex, YouTube, Twitch, RedBullTV, TwitTV, Vimeo.. Það er pretty much allt sem maður þarf í boði. Leitin er líka ótrúlega þægileg, mic í fjarstýringunni, segir nafn á leikara eða mynd/þætti, voilá. Gallinn er bara sá að eins og er virkar leitin bara í Prime þjónustunni.
Fyrir fólk sem fókusar meira á online streaming er þetta tæki líklega það besta í boði. Hraðinn er líka PC-like, það er ekkert lagg í interfaceinu né í apps. Fyrir þá sem fókusa meira á local streaming er líklega þess virði að bíða eftir AndroidTV eða ATV4.
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Lau 30. Ágú 2014 22:41
af slowhands
Ég er mjög nálægt því að fara panta mér AmazonFireTV en er algjör newbie í þessu og væri til í að vita nokkra hluti. Hversu mikið af sjónvarpsefni get ég actually streamað á 50gb gagnamagni ? Getur græjan tengst við heimilistölvuna og spilað allar myndir og tónlist sem eru að finna þar (íslenskt, teiknimyndir og þess háttar) Er þetta bara plug&play fyrir óvita, búa til aðgang að amazon prime eða netflix og allt er ready to go ?
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Lau 30. Ágú 2014 23:07
af AntiTrust
Fyrir 50GB, lítið. Ef miðað er við HD (720p) á Netflix þá erum við að tala um tæpa 17klst af efni, eða rúmlega hálftíma á dag.
Nei, ég myndi ekki ganga svo langt að segja að þetta sé plug and play. Til þess að streyma úr vél heima hjá þér eru nokkrar leiðir, besta leiðin ef þú spyrð mig er Plex og Plex er mjög straight forward.
Fyrir uppsetningu á Netflix, Prime, Hulu etc þarftu að kaupa þér DNS þjónustu til þess að geta blekkt þjónusturnar úti að þú sért í landi sem leyfir þessar þjónustur. Slík þjónusta kostar um 500-1000kr á mánuði, flestar eru nær lægra markinu. Að setja DNS þjónana inn í FireTV er sáraeinfalt. Að búa til aðgangana er oft langdregið, en tiltölulega einfalt. Ef þú ert bókstaflega óviti þegar kemur að tölvum þá er líklega betra að hafa e-rn sem þekkir betur til með þér í þetta, en þegar það er búið að setja þetta upp þá er þetta lítið sem þarf að pæla, annað en að horfa og njóta. Með DNS, Netflix og Amazon Prime áskrift ertu að borga ~3þús kr á mánuði.
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Sun 31. Ágú 2014 00:17
af slowhands
AntiTrust skrifaði:Fyrir 50GB, lítið. Ef miðað er við HD (720p) á Netflix þá erum við að tala um tæpa 17klst af efni, eða rúmlega hálftíma á dag.
Nei, ég myndi ekki ganga svo langt að segja að þetta sé plug and play. Til þess að streyma úr vél heima hjá þér eru nokkrar leiðir, besta leiðin ef þú spyrð mig er Plex og Plex er mjög straight forward.
Fyrir uppsetningu á Netflix, Prime, Hulu etc þarftu að kaupa þér DNS þjónustu til þess að geta blekkt þjónusturnar úti að þú sért í landi sem leyfir þessar þjónustur. Slík þjónusta kostar um 500-1000kr á mánuði, flestar eru nær lægra markinu. Að setja DNS þjónana inn í FireTV er sáraeinfalt. Að búa til aðgangana er oft langdregið, en tiltölulega einfalt. Ef þú ert bókstaflega óviti þegar kemur að tölvum þá er líklega betra að hafa e-rn sem þekkir betur til með þér í þetta, en þegar það er búið að setja þetta upp þá er þetta lítið sem þarf að pæla, annað en að horfa og njóta. Með DNS, Netflix og Amazon Prime áskrift ertu að borga ~3þús kr á mánuði.
Takk fyrir þetta meistari! Ég treysti mér í allt þetta ofangreinda, er kominn með DNS þjónustuna og tengdur við Netflix í gegnum MacBook tölvu nú þegar, nota reyndar bara DNS frá flix.is en er það ekki það sama og að kaupa af playmo.tv ? Að heyra að það sé sáraeinfalt að setja DNS þjónana inn í FireTV hjálpar mér mjög mikið í að ákveða hvort ég taki hann eða einhvern annan, eina sem ég hef þá áhyggjur af er straumbreytirinn, einhverjar ráðleggingar í þeim efnum(linkar á lausnir)? Og ég spyr að lokum, hvar eru menn að taka internetið hjá sér, bjóða einhverjir ótakmarkað niðurhal? Sjálfur er ég hjá Tal með ljósleiðara og 50gb niðurhal, en þeirra stæðsti pakki er 200gb niðurhal og ég fæ hann á hálfvirði held ég því ég er með allan pakkann hjá þeim.
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Sun 31. Ágú 2014 00:50
af AntiTrust
Lítið mál - Eina sem þú þarft er breytistykki fyrir straumbreytinn.
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Sun 31. Ágú 2014 07:37
af rattlehead
Hef verið áskrifandi af bæði Netflix og Hulu í þó nokkurn tíma og stærsta niðurhalspakka sem símafyrirtæki hefur að bjóða. Sé ekki eftir þeim aur, því ég nýti mánaðargjöldin betur á þennann hátt. Hef verið með appletv3 um hríð sem ég hef nýtt undir Hulu, Netflix og útvarp. Hafði sett upp plexconnect sem datt út þegar ég skipti um símafyrirtæki og fékk nýjann router. Hef ekki gert tilraunir í að laga það, þar sem ég er með Chromecast. Enn Netflix virkar hjá mér á chromecast lykilinn og plex svínvirkar. Er svo með firetv sem bíður á pósthúsinu, sem leysir væntanlega appletv af hólmi. Hef ekki ennþá farið framyfir kvótann. því ég sé ekki þörf að streyma allt í HD. Enn firetv verður það sem mest verður notað. eitt streymibox fyrir Netflix,Hulu,Youtube,Plex og Xbmc og von er á Spotify á firetv. Held að ekkert geti toppað það í bili.
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Sun 31. Ágú 2014 13:59
af Ukar
rattlehead skrifaði:Hef verið áskrifandi af bæði Netflix og Hulu í þó nokkurn tíma og stærsta niðurhalspakka sem símafyrirtæki hefur að bjóða. Sé ekki eftir þeim aur, því ég nýti mánaðargjöldin betur á þennann hátt. Hef verið með appletv3 um hríð sem ég hef nýtt undir Hulu, Netflix og útvarp. Hafði sett upp plexconnect sem datt út þegar ég skipti um símafyrirtæki og fékk nýjann router. Hef ekki gert tilraunir í að laga það, þar sem ég er með Chromecast. Enn Netflix virkar hjá mér á chromecast lykilinn og plex svínvirkar. Er svo með firetv sem bíður á pósthúsinu, sem leysir væntanlega appletv af hólmi. Hef ekki ennþá farið framyfir kvótann. því ég sé ekki þörf að streyma allt í HD. Enn firetv verður það sem mest verður notað. eitt streymibox fyrir Netflix,Hulu,Youtube,Plex og Xbmc og von er á Spotify á firetv. Held að ekkert geti toppað það í bili.
Þurftirðu ekkert að stilla routerinn til að geta horft á netflix á chromecast?
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Sun 31. Ágú 2014 14:06
af Ukar
slowhands skrifaði:
Takk fyrir þetta meistari! Ég treysti mér í allt þetta ofangreinda, er kominn með DNS þjónustuna og tengdur við Netflix í gegnum MacBook tölvu nú þegar, nota reyndar bara DNS frá flix.is en er það ekki það sama og að kaupa af playmo.tv ? Að heyra að það sé sáraeinfalt að setja DNS þjónana inn í FireTV hjálpar mér mjög mikið í að ákveða hvort ég taki hann eða einhvern annan, eina sem ég hef þá áhyggjur af er straumbreytirinn, einhverjar ráðleggingar í þeim efnum(linkar á lausnir)? Og ég spyr að lokum, hvar eru menn að taka internetið hjá sér, bjóða einhverjir ótakmarkað niðurhal? Sjálfur er ég hjá Tal með ljósleiðara og 50gb niðurhal, en þeirra stæðsti pakki er 200gb niðurhal og ég fæ hann á hálfvirði held ég því ég er með allan pakkann hjá þeim.
Ég er með ljósnetið hjá símanum. Hef verið að nota netflix, en ekkert voðalega mikið - aðallega teiknimyndir í spjaldtölvunni. En ég er með Skjá einn og ætla að hætta með hann og fara að nota netflix (og mögulega hulu/amazon prime) meira og þá mun notkunin án efa aukast. Ég hef bara verið með 100 gb áskrift og ekki farið upp fyrir það. Hún er að breytast í 300 gb (þegar farið verður að telja allt gagnamagn) og það mun koma sér vel fyrir mig, en mögulega breyti ég í næstu fyrir ofan sem verður þá 600 gb - ætla samt að sjá hvort ég þurfi þess fyrst.
Ég er með netflixið stillt þannig að það sé ekki í bestu gæðum, finnst það vera fínt svona og það sparar gagnamagn.
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Sun 31. Ágú 2014 18:32
af rattlehead
Ukar skrifaði:rattlehead skrifaði:Hef verið áskrifandi af bæði Netflix og Hulu í þó nokkurn tíma og stærsta niðurhalspakka sem símafyrirtæki hefur að bjóða. Sé ekki eftir þeim aur, því ég nýti mánaðargjöldin betur á þennann hátt. Hef verið með appletv3 um hríð sem ég hef nýtt undir Hulu, Netflix og útvarp. Hafði sett upp plexconnect sem datt út þegar ég skipti um símafyrirtæki og fékk nýjann router. Hef ekki gert tilraunir í að laga það, þar sem ég er með Chromecast. Enn Netflix virkar hjá mér á chromecast lykilinn og plex svínvirkar. Er svo með firetv sem bíður á pósthúsinu, sem leysir væntanlega appletv af hólmi. Hef ekki ennþá farið framyfir kvótann. því ég sé ekki þörf að streyma allt í HD. Enn firetv verður það sem mest verður notað. eitt streymibox fyrir Netflix,Hulu,Youtube,Plex og Xbmc og von er á Spotify á firetv. Held að ekkert geti toppað það í bili.
Þurftirðu ekkert að stilla routerinn til að geta horft á netflix á chromecast?
Nei, annars er llitid mal ad fa ser vbn a simann. var med netid fra vodafone og er nu hja tali, held ad luxusnetid se ekki virkt hja mer. annars a thad ekki ad breyta fyrir chromcast lykilinn. get ekki horft a hulu gegnum lykilinn thvi thad kemur ad landid sem eg er staddur a stydji ekki hulu enn netflix virkar fint.
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Sun 31. Ágú 2014 20:03
af elri99
Eru menn ekki að nota Hola?
https://hola.org/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Sun 31. Ágú 2014 20:13
af Ukar
elri99 skrifaði:Eru menn ekki að nota Hola?
https://hola.org/" onclick="window.open(this.href);return false;
Jú, en ég nenni nú ekki að horfa á allt í gegnum vafrann í tölvunni..
Nota s.s. Hola í vafranum, en til að horfa á Netflix í gegnum PS3 tölvuna og spjaldtölvuna nota ég unblock.us..
Re: Hvaða mediaplayer/streaming græja?
Sent: Sun 31. Ágú 2014 20:23
af elri99
En er Google Cast og PlayTo for Chromecast að virka?