Síða 1 af 1

ídráttur

Sent: Mán 25. Ágú 2014 17:15
af BugsyB
Sælir vaktarar ég er að leyta að byssu sem á að vera til sem skítur bandi í rör til að draga í, vitið þið hvað svona heitir á ensku eða hvar þetta fæst og hvað þetta kostar?

Re: ídráttur

Sent: Mán 25. Ágú 2014 17:25
af tdog
Notaðu bara ryksugu til þess að draga bandið í gegn. Þessi byssa mun ekki drífa í kring um beygjur á rörinu.

Re: ídráttur

Sent: Mán 25. Ágú 2014 18:30
af arons4
bindir lítið plast eins og úr plastpoka eða annað álíka á bandið(nógu þétt til þess að loftið sleppi ekki allt framhjá en ekki of þétt, fer allt eftir loftþrýstingnum), og notar svo loftpressu til að skjóta því í gegn, eða ryksugu hinumegin frá.

Re: ídráttur

Sent: Mán 25. Ágú 2014 22:06
af Oak
virkar líka að binda bara nokkra hnúta og nota ryksugu.

Re: ídráttur

Sent: Mán 25. Ágú 2014 22:55
af jonsig
byko útá fiskislóð selur snilldar girni í þetta verk , töluvert fínna heldur en þetta gamla góða appelsínugula og kostar 500kr ef ég man rétt sem er jók

Re: ídráttur

Sent: Þri 26. Ágú 2014 18:25
af BugsyB
Ég þekki ryksugu aðferðina en ég stunda það að vera draga í og ef nenni ekki að burðast með ryksugu í öll verk eða fá alltaf lánaða ryksugu í þetta, hef skemmt 2 ryksugur víð þetta að reyna koma girni í gegnum stífluð rör, ég veit að það er til byssa sem gerir þetta og er mun einfaldara og þægilegra að vera með öll tól

Re: ídráttur

Sent: Þri 26. Ágú 2014 18:26
af BugsyB
Og fjöðrin er tímafrek og leiðinleg, en hefur e-h hérna prufað essa fiber fjaðrir, eru þær e-h betri

Re: ídráttur

Sent: Þri 26. Ágú 2014 21:06
af arons4
BugsyB skrifaði:Ég þekki ryksugu aðferðina en ég stunda það að vera draga í og ef nenni ekki að burðast með ryksugu í öll verk eða fá alltaf lánaða ryksugu í þetta, hef skemmt 2 ryksugur víð þetta að reyna koma girni í gegnum stífluð rör, ég veit að það er til byssa sem gerir þetta og er mun einfaldara og þægilegra að vera með öll tól
bara nett loftpressa og eitthvað svona á endann.
Mynd

Re: ídráttur

Sent: Þri 26. Ágú 2014 23:32
af tdog
Viltu ekki bara fá þér fjöður, fjöðrin er laaaaaangbesta tólið í þetta.

Re: ídráttur

Sent: Þri 26. Ágú 2014 23:37
af Oak
Ef að lagnaleiðin er í lagi þá er lang best að vera bara með venjulega ídráttar fjöður.

Re: ídráttur

Sent: Mið 27. Ágú 2014 10:38
af biturk
Fíber fjaðrir eru lang bestar i þetta

Re: ídráttur

Sent: Mið 27. Ágú 2014 17:28
af BugsyB
ég er samt að pæla hvar ég get fengið svona byssu því það tekur enga stund að draga í með henni og fljótar en fjöðrin og hún getur oft verið stíf og leiðinleg en ég nota hana mest

Re: ídráttur

Sent: Fim 28. Ágú 2014 00:39
af chebkhaled
Tékkaðu á Rafport á Nýbýlavegi þeir eru með svona vél

https://www.youtube.com/watch?v=dRyEW355ZHk" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: ídráttur

Sent: Mán 01. Sep 2014 20:21
af skonrokk
Þegar menn lögðu í borgarfjarðbrúna 50mmrör, tóku þeir mínk bundu band í skotið á honum, setu hann i rörið og öskruðu svo í rörið þangað að til að hann kom út hinumeigin