Síða 1 af 1

Tölvan mín á það til að krassa í tíma og ótíma

Sent: Fös 22. Ágú 2014 15:53
af HalistaX
Keypti mér R9 290 kort í sumar og var því installað hjá Tölvuvirkni.
Eftir að það fór í tölvuna mína á hún til að krassa og gefa mér upp bláann skjá með einhverjum texta sem hverfur svo áður en ég næ að lesa hvað stendur.
Vitiði hvað gæti verið að? Það var reyndar eitthvað helvítis forrit að nafni Raptr sem kom með kortinu, var að uninstala því, sjáum hvort hún haldi áfram að krassa.
Enn og aftur, getiði komið með einhverjar uppástungur um hvað gæti verið að og hvað ég gæti gert til þess að koma í veg fyrir þetta?

Re: Tölvan mín á það til að krassa í tíma og ótíma

Sent: Fös 22. Ágú 2014 16:08
af kizi86
http://www.nirsoft.net/utils/blue_screen_view.html" onclick="window.open(this.href);return false;
notar bluescreenview til að sjá hvað það er nákvæmlega sem er að valda BsOD hjá þér, ef kannt ekki að lesa út úr því, þá bara pósta hér screenshots úr forritinu :)

P.S : hvernig eru hitatölurnar hjá þér? bæði á skjákorti og örgjörva?

Re: Tölvan mín á það til að krassa í tíma og ótíma

Sent: Fös 22. Ágú 2014 16:47
af HalistaX
Á ég þá bara að hafa kveikt á þessu bluescreen viewer þegar blái skjárinn kemur?
Annars er kortið í 47-49° núna, skal ræsa Battlefield og sjá hvað hann segir þá..
Sé ekki örgjörva tölurnar í þessu forriti mínu, geturu linkað á eitthvað svoleiðis forrit?

Re: Tölvan mín á það til að krassa í tíma og ótíma

Sent: Fös 22. Ágú 2014 17:12
af vesi

Re: Tölvan mín á það til að krassa í tíma og ótíma

Sent: Fös 22. Ágú 2014 17:12
af kizi86
coretemp er mjög gott, svo HWmonitor, bluescreenview ætti að sýna þér upplýsingar um öll bluescreen sem tölvan hefur loggað..

Re: Tölvan mín á það til að krassa í tíma og ótíma

Sent: Fös 22. Ágú 2014 17:24
af HalistaX
Hah, Bluescreenview sýnir bara ekki neitt :S
Annars tók ég screen af speccy:

Mynd

Re: Tölvan mín á það til að krassa í tíma og ótíma

Sent: Fös 22. Ágú 2014 18:22
af kizi86
ef ert með windows 7: klikkar á start og hægrismellir á Computer og velur Properties, og velur svo "Advanced System properties" vinstra megin í glugganum, svo í þeim glugga velurðu settings undir Startup and recovery, í þeim glugga hafðu hakað í: Write an event to the system log, og taktu hakið af Automaticly restart, og i flettiglugganum undir Write debugging information, að hafa kernel memory dump

þá ætti windowsið að skrá upplýsingarnar um hvað sé að gerast þegar/ef hún bluescreenar aftur

Re: Tölvan mín á það til að krassa í tíma og ótíma

Sent: Fös 22. Ágú 2014 19:00
af HalistaX
kizi86 skrifaði:ef ert með windows 7: klikkar á start og hægrismellir á Computer og velur Properties, og velur svo "Advanced System properties" vinstra megin í glugganum, svo í þeim glugga velurðu settings undir Startup and recovery, í þeim glugga hafðu hakað í: Write an event to the system log, og taktu hakið af Automaticly restart, og i flettiglugganum undir Write debugging information, að hafa kernel memory dump

þá ætti windowsið að skrá upplýsingarnar um hvað sé að gerast þegar/ef hún bluescreenar aftur
Æði, takk kærlega fyrir, læt ykkur vita hvað kemur næst þegar hún krassar :)