Vantar ráðleggingar varðandi nýja vél
Sent: Fim 21. Ágú 2014 23:15
Bróðir minn er að fara að uppfæra vélina sína og mig vantar ráðleggingar um hvað ég á að ráðleggja honum 
Budget er ca. 50þús.
Vélin verður fyrst og fremst notuð til leikjaspilunar, en ekki endilega gerð krafa um að geta spilað alla nýjustu leikina í langbestu gæðum, enda leyfir budgetið það ekki.
Honum vantar pottþétt örgjörva, RAM og móðurborð, hann á HD 7700 skjákort sem er talsvert nýrra en restin af gömlu tölvunni, en spurning hvort það sé orðið gamalt og úrelt líka? Hann á fínan Antec P180 kassa og aflgjafinn er Gigabyte Odin 800w þannig að þó þetta dót sé orðið 7 ára þá ætti það alveg að duga eitthvað áfram.
Hann var búinn að púsla einhverju saman sjálfur en ég er viss um að það er hægt að gera betur:
Móðurborð - ASRock FM2A88X Extreme4+
Örgjörvi - AMD Richland A8-6600K
Vinnsluminni - 8GB Crucial Ballistix Sport 2x4GB 1600Mhz
Þetta gerir ráð fyrir því að hann noti HD 7700 skjákortið, draumurinn var að bæta við öðru svoleiðis korti en ég veit ekki hvort það er sniðugt.
Við þetta ætlaði hann svo að bæta 1tb hörðum disk sem kostar 8700 þannig að verðið var komið í rúmlega 50 þús.
Hverju mælið þið með að hann kaupi?

Budget er ca. 50þús.
Vélin verður fyrst og fremst notuð til leikjaspilunar, en ekki endilega gerð krafa um að geta spilað alla nýjustu leikina í langbestu gæðum, enda leyfir budgetið það ekki.
Honum vantar pottþétt örgjörva, RAM og móðurborð, hann á HD 7700 skjákort sem er talsvert nýrra en restin af gömlu tölvunni, en spurning hvort það sé orðið gamalt og úrelt líka? Hann á fínan Antec P180 kassa og aflgjafinn er Gigabyte Odin 800w þannig að þó þetta dót sé orðið 7 ára þá ætti það alveg að duga eitthvað áfram.
Hann var búinn að púsla einhverju saman sjálfur en ég er viss um að það er hægt að gera betur:
Móðurborð - ASRock FM2A88X Extreme4+
Örgjörvi - AMD Richland A8-6600K
Vinnsluminni - 8GB Crucial Ballistix Sport 2x4GB 1600Mhz
Þetta gerir ráð fyrir því að hann noti HD 7700 skjákortið, draumurinn var að bæta við öðru svoleiðis korti en ég veit ekki hvort það er sniðugt.
Við þetta ætlaði hann svo að bæta 1tb hörðum disk sem kostar 8700 þannig að verðið var komið í rúmlega 50 þús.
Hverju mælið þið með að hann kaupi?