Síða 1 af 1
Vantar ráðleggingar um kaup á tölvu
Sent: Sun 17. Ágú 2014 21:41
af fedora1
Jæja, hér er enn einn þráðurinn um hvaða tölvu ég á að fá mér.
Er með budget ca. 200k. +- 25k ( tölvu + skjá 22"+)
Ég spila ekki mikið af leikjum en væri til í að tölvan mundi ráða við td. EVE Online.
Kostur að vélin sé ekki of hávær
16G í minni (vil geta keyrt linux vél í virtual)
Á maður að skella sér á eitthvað tilboð, raða saman einhverjum pakka hér heima, kaupa að utan, eða kaupa notað hér á vaktinni ?
Re: Vantar ráðleggingar um kaup á tölvu
Sent: Mán 18. Ágú 2014 23:31
af fedora1
Hvað segið þið kappar ?
Kaupa pakka,raða saman íhlutum (innanlands eða utan) eða kaupa notað hér á vaktinni til að fá semi hljóðláta vél ?
Re: Vantar ráðleggingar um kaup á tölvu
Sent: Mið 27. Ágú 2014 14:34
af fedora1
Re: Vantar ráðleggingar um kaup á tölvu
Sent: Mið 27. Ágú 2014 14:46
af Halli25
getur prófað að senda póst á þá og boðið um tilboð í svona pakka
Re: Vantar ráðleggingar um kaup á tölvu
Sent: Mið 27. Ágú 2014 14:52
af jojoharalds
hér er mjög flott tölva fyrir þennan pening.
Re: Vantar ráðleggingar um kaup á tölvu
Sent: Mið 27. Ágú 2014 16:01
af fedora1
jojoharalds skrifaði:hér er mjög flott tölva fyrir þennan pening.
Það er samt ekki skjár inni í þessu, þannig að þegar ég bæti honum við verður þetta tölvert dýrara sýnist mér.
Re: Vantar ráðleggingar um kaup á tölvu
Sent: Mið 27. Ágú 2014 17:02
af svensven
jojoharalds skrifaði:hér er mjög flott tölva fyrir þennan pening.
Þetta er samt svo langt fyrir ofan budget sem hann gaf sem var 200 +/- 25k fyrir tölvu og skjá - Ef við gefum okkur í kringum 25 fyrir skjá þá er þetta 50 kalli yfir max budget.
Spurning um að fara í I5, taka kannski 1 SSD í staðinn fyrir 2, sleppa / geyma H100 - En svo er spurning hvort að þú fáir svipað / betra stöff notað á góðu verði og fáir þá jafnvel meira fyrir peninginn.
Re: Vantar ráðleggingar um kaup á tölvu
Sent: Mið 27. Ágú 2014 17:10
af jojoharalds
Hér er annað setup úr amd línuni.
og kaupa þetta skjákort notað.
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=62143" onclick="window.open(this.href);return false;
þetta er samtals þá 160.000kr
þá ertu með nóg eftir fyrir flottan skjá,og eitthvað meira.
Re: Vantar ráðleggingar um kaup á tölvu
Sent: Mið 27. Ágú 2014 23:01
af fedora1
jojoharalds skrifaði:Hér er annað setup úr amd línuni.
og kaupa þetta skjákort notað.
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=62143" onclick="window.open(this.href);return false;
þetta er samtals þá 160.000kr
þá ertu með nóg eftir fyrir flottan skjá,og eitthvað meira.
samkvæmt myndinni þá er eins og það sé ekki allt til sem þú setur þarna í innkaupalistann, 3 stjörnumerkt.
En mælir þú frekar með AMD en Intel ?
Re: Vantar ráðleggingar um kaup á tölvu
Sent: Mið 27. Ágú 2014 23:02
af fedora1
Skelli mér á þennan pakka á morgun ef engar ábendinar um endurbætur berast

Re: Vantar ráðleggingar um kaup á tölvu
Sent: Mið 27. Ágú 2014 23:55
af I-JohnMatrix-I
fedora1 skrifaði:
Skelli mér á þennan pakka á morgun ef engar ábendinar um endurbætur berast

Myndi alls ekki setja saman tölvu úr tölvulistanum, hún ásamt tölvutek eru dýrustu tölvubúðir landsins.
Hér er ein sem ég setti saman á start.is. Þarna ertu með mun vandaðri kassa, öflugri örgjörva, öflugra skjákort ásamt mun betri gaming skjá fyrir nánast sama pening. Mæli með að þú kíkir á start.is það er mjög hentugt að setja saman vél á síðunni þeirra.
Fractal Design Define R4 Arctic hvítur
Intel Core i7-4790 3.6GHz 8MB Quad-Core LGA 1150
CoolerMaster Hyper 212 Evo
16GB (2x8GB) 1600MHz DDR3
ASRock Fatal1ty B85 Killer, Purity Sound™, 7.1 CH HD Audio, 4x USB 3.0, Killer™ E2200, CrossFireX
600W Corsair CX600 ATX aflgjafi V2 80+ Bronze (+12V 46A)
Nvidia GeForce GTX 760 2GB GDDR5 (þarf 38A á +12V)
250GB Samsung SSD 840 EVO Leshraði: 540MBs Skrifhraði: 520MB/s
1TB Seagate SATA3 7200rpm 64MB NCQ
24” Philips 242G5DJEB 5ms 144Hz (1920x1080) GAMING
274.610.-