Síða 1 af 1
Er AGP dautt?
Sent: Þri 02. Nóv 2004 17:22
af zedro
Jæja núna er verið að íhuga kaup á leikjavél.

En nokkrar sp. hafa komið upp varðandi hvaða móðurborð mar eigi að skella sér á.
Beint út er AGP(8x) dautt og er PCIe(16x) að koma í staðinn.
Ég hef heirt hér og þar að það eigi að hætta með AGP og taka PCIe í
staðinn en ég hef einnig heirt að það það komi bráðum út AGP(16x)
veit einhver hér eitthvað um málið?
Einnig hvort mælið þið með að kaupa móðurborð með AGP eða PCIe slott? :disastreus
Ef þig vitið um góð kaup endilega posta link eða upls.
(miða við móðurborð: AMD64 3500+, Dual DDR support)
Alla upls. vel teknar, því ég er kominn með bombandi hausverk
utaf öllum umsagnunum sem ég hef lesi á netinu.
Sent: Þri 02. Nóv 2004 19:02
af Pandemic
AGP er ekkert að fara að falla í gleymsku það er enþá á miklum meirihluta á móbóum og flest skjákort eru AGP.
Það hefur sýnt sig að PciE kortin eru ekkert hraðari en AGP
Sent: Þri 02. Nóv 2004 19:26
af Birkir
Það mun aldrei rísa upp úr skugga PCIe úr því sem komið er en það er hinsvegar ekki dautt. Ég ákvað að sitja hjá

Sent: Þri 02. Nóv 2004 19:28
af einarsig
Pandemic skrifaði:
Það hefur sýnt sig að PciE kortin eru ekkert hraðari en AGP
ennþá !

uppá framtíðina myndi ég versla mér móðurborð sem styður pci-x útaf að geta uppfært seinna meir þegar AGP kortin ráða ekki öllu
annars er ég að fá mér 6800 ultra agp og hef ekki hug á að uppfæra næstu 2 árin sennilega
Sent: Þri 02. Nóv 2004 19:58
af MezzUp
einarsig skrifaði:Pandemic skrifaði:
Það hefur sýnt sig að PciE kortin eru ekkert hraðari en AGP
ennþá !

uppá framtíðina myndi ég versla mér móðurborð sem styður
pci-x útaf að geta uppfært seinna meir þegar AGP kortin ráða ekki öllu
annars er ég að fá mér 6800 ultra agp og hef ekki hug á að uppfæra næstu 2 árin sennilega
Einsog mig minnir að hafi verið bent á, er
PCI-X ekki það sama og PCI-Express (oft kallað PCI-E og PCIe)
Leyfi ykkur að Googla muninum
Sent: Mið 03. Nóv 2004 00:17
af gnarr
16x agp mun aldrei koma. það er hraðamunur á PCIe og agp. en hann er ekki mikill sem stendur.
Sent: Mið 03. Nóv 2004 00:27
af llMasterlBll
held að annar kostur við PCIe (16x) móðurborðin séu hinar PCIe raufarnar sem eru þá oftast líka...minnir mig...darn...er ég kannski bara að bulla?...googla aðeins...seinna...sofa núna!
Sent: Mið 03. Nóv 2004 09:40
af hahallur
Hvernig getur APG verið dautt ef nánast allir nota það í dag

Kannski dautt eftir 2 ár hver veit.
Sent: Mið 03. Nóv 2004 19:04
af kristjanm
Ég myndi frekar versla mér PCI-Express móðurborð/skjákort vegna þess að þá er auðveldara að uppfæra í framtíðinni, t.d. ef þú myndir kaupa þér nýtt skjákort, hljóðkort, lankort eða whatever sem væri gert fyrir PCI-Express.
Annars er lítill sem enginn hraðamunur, stundum er AGP aðeins hraðvirkara og stundum PCIe. Annars hef ég tekið eftir á review síðum að Aquamark skorar alveg 2000stigum hærra ef það er á mjög hraðvirku PCIe skjákorti. Þar segir hærri bandvíddin til sín.
Sent: Fim 04. Nóv 2004 10:58
af wICE_man
AGP X4 er ennþá að halda í við AGP X8 svo að það var ekki minnsti tilgagnur í að herða á þessu frekar en það var tilgangur með því að hækka frá ATA100 upp í ATA133, fæstir harðir diskar ná einu sinni að metta ATA66!
En AGP verður dautt eftir eitt eða tvö ár, þar sem allir eru að færa sig yfir í PCIe. Það er hentugt að hafa sama protocal fyrir öll aukakort í tölvunni, og það er akkurat það sem að PCIe tæknin gerir kleyft.
Sent: Þri 30. Nóv 2004 13:55
af ganjha
Þetta móðurborð segir kannski hversvegna PCI express mun verða ofaná í framtíðinni...
Svo gæti það allt breyst aftur á morgun.
Sent: Þri 30. Nóv 2004 14:53
af gnarr
PCIe mun ekki verða oná þegar næsti standard er búinn að vera í 2 ár..
auðvitað er PCIe það sem að mun vera í framtíðinni.
þetta er svona álíka og að segja: "sko! 2005 kemur á eftir 2004!"