Síða 1 af 1
Hjálp með að reseta bios á Toshiba L50T-A-125
Sent: Mið 23. Júl 2014 19:44
af niCky-
Mig vantar hjálp að reseta bios á Toshiba L50T-A-125, er buin að taka hana i sundur og taka cmos flöguna úr og setja aftur í, en það virðist ekki ganga. Öll hjálp væri vel þegin
Re: Hjálp með að reseta bios á Toshiba L50T-A-125
Sent: Mið 23. Júl 2014 19:47
af KermitTheFrog
Hvað er vandamálið? Færðu enga skjámynd? Kemstu inn í BIOS?
Re: Hjálp með að reseta bios á Toshiba L50T-A-125
Sent: Mið 23. Júl 2014 19:48
af billythemule
Er þessi vél með innbyggðu batteríi, þá meina ég þetta stóra sem er yfirleitt undir og að aftan eða framan? Ég á nauðalíka vél og hún er þannig. Grunar að þú þurfir að aftengja það.
Re: Hjálp með að reseta bios á Toshiba L50T-A-125
Sent: Mið 23. Júl 2014 20:19
af niCky-
billythemule skrifaði:Er þessi vél með innbyggðu batteríi, þá meina ég þetta stóra sem er yfirleitt undir og að aftan eða framan? Ég á nauðalíka vél og hún er þannig. Grunar að þú þurfir að aftengja það.
Já batteryíð er undir inn i tolvuni og thad tharf ad skrúa það af, ég kemst ekki inn í biosinn og fæ aldrei neinn valmöguleika um að komast þangað, það kom alltaf skjamynd sem sagdi press f12 to enter bios, en hun kemur ekki lengur..
Re: Hjálp með að reseta bios á Toshiba L50T-A-125
Sent: Mið 23. Júl 2014 20:26
af billythemule
Prufaðu að halda inni f12 strax og hún kveikir á sér og haltu þangað til bios opnar (nema það mistakist). Mín notar f2 fyrir bios.
Re: Hjálp með að reseta bios á Toshiba L50T-A-125
Sent: Mið 23. Júl 2014 20:29
af niCky-
Er eitthvað annað sem maður þarf að gera til að reseta bios en að taka cmos flöguna úr og setja aftur í á þessum tölvum?
Re: Hjálp með að reseta bios á Toshiba L50T-A-125
Sent: Mið 23. Júl 2014 20:42
af billythemule
Hmm, mér dettur ekkert aukalega í hug. Þegar þú tekur cmos batteríið út þá þarf að bíða smá tíma til þess að allur straumur fer í burtu, þéttar tæmast og minnið þurrkast út. 10 sek hefur alltaf virkað fínt hjá mér en svo hef ég lesið á netinu allt að 5 mín (er enginn expert í þessum málum).
Re: Hjálp með að reseta bios á Toshiba L50T-A-125
Sent: Fim 24. Júl 2014 03:42
af Hargo
billythemule skrifaði:Hmm, mér dettur ekkert aukalega í hug. Þegar þú tekur cmos batteríið út þá þarf að bíða smá tíma til þess að allur straumur fer í burtu, þéttar tæmast og minnið þurrkast út. 10 sek hefur alltaf virkað fínt hjá mér en svo hef ég lesið á netinu allt að 5 mín (er enginn expert í þessum málum).
Ég hef stundum þurft að bíða í töluvert lengri tíma.
Myndi prófa að taka CMOS batteryið úr og halda power takkanum svo inni í nokkrar sekúndur til að tæma alveg allan straum af vélinni. Gott að bíða svo í nokkrar mínútur til viðbótar.
Ég lenti nú einu sinni í töluverðum vandræðum með eina eldri Toshiba fartölvu, virtist hreinlega ekki geta resettað BIOS-inn þar sem CMOS raflhlaðan var ekki removable. En set inn linkinn á þráðinn ef það hjálpar eitthvað, endaði á að þurfa að leiða á milli tveggja póla á móðurborðinu til að resetta BIOS:
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=26&t=32150