Síða 1 af 2

Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittanir

Sent: Fös 18. Júl 2014 18:53
af appel
http://www.dv.is/frettir/2014/7/18/skat ... kvittanir/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittan

Sent: Fös 18. Júl 2014 19:23
af Skari
Á maður eitthvað að þora að tjá sig um þennan mann, lendir maður ekki bara í sama veseni og GuðjónR ? :)

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittan

Sent: Fös 18. Júl 2014 19:56
af rapport
Það er líka verið að biðja um einhverskonar sönnun fyrir greiðslu til hans, s.s. það má senda screenshot af bankamillifærslu, paypal eða hverju sem er.

Umfang þessara svika er líklega töluvert og þeir eru nokkuð vissir í sinni sök fyrst að þeir þora að fara þessa leið til að safna sönnunargögnum.

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittan

Sent: Fös 18. Júl 2014 20:15
af appel
Mjög óvenjulegt mál, það að skattrannsóknarstjóri biður almenning um kvittanir hefur held ég aldrei gerst áður.

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittan

Sent: Fös 18. Júl 2014 21:12
af GuðjónR
Af gefnu tilefni ætla ég hvorki að tjá mig um þetta mál né hafa skoðun á því, enda kemur þetta mér ekki við.
En ég sá ummæli um þetta á FB síðu Vaktarinnar í dag, "plugg plugg"
https://www.facebook.com/groups/1125294 ... 491155522/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittan

Sent: Fös 18. Júl 2014 21:16
af appel
Það mætti kannski bara læsa þessum þræði svona til öryggis :)

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittan

Sent: Lau 19. Júl 2014 00:14
af Sallarólegur
GuðjónR skrifaði: En ég sá ummæli um þetta á FB síðu Vaktarinnar í dag, "plugg plugg"
Það er stór munur á síðu og hópi Guðjón! :mad

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittan

Sent: Lau 19. Júl 2014 17:47
af zedro
Er ekki í fínu að ræða svona hluti? Hafa bara í huga að þetta er náttúrulega meint skattsvik og maðurinn saklaus uns sekt er sönnuð.
Eins lengi og fólk haga sér og ræðir þetta á uppbyggilegan máta. Hafa þarf í huga að GuðjónR lenti í veseni vegna meintra ærumeiðinga
spjallverja á hendur manninum þrátt fyrir engann dóm að baki.

Hættulegast í þessu þykir mér samt að fólk þori ekki að tjá sig um mál, slæm þróun. Fólk þarf bara að hafa það í huga hvernig
hlutirnir eru sagði enda er ekkert sem bannar skoðanir fólks... eða ekki seinast þegar ég vissi, gæti vel verið að nú sé bannað
að hafa skoðun á hlutum tengdum aðilum/samsteypum sem eiga peninga og kunna að misnota kerfið?

En varðandi þetta mál þá virðist þetta vera skref í rétta átt varðandi einstaklinga og fyrirtæki sem fara á bak við kerfið og
misnota þar sem hægt er. Eigandi Buy.is hefur jú verið grunaður um að fara á mis við innflutningslögin og kemur það eflaust
í ljós í framtíðinn hvor sá grunur var að rökum reistur.

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittan

Sent: Fim 31. Júl 2014 01:27
af Stuffz
Það virðist vera tabú í sumum hópum að tala um KENNITÖLUFLAKK! eins og það sé allt í lagi bara ef því sé haldið undir Radarinum.

Held buy.is hafi tekist óbeint að minna all hressilega á þessa brotalöm á siðferði í fyrirtækjarekstri hérlendis, hvort heldur sem það hafi verið viljandi gert eða eigi.

Finnst eiginlega að eigendur buy.is ættu að stofna síðu með opinberan lista yfir tja bara alla Kennitöluflakkara á landinu (stærri hópur), s.s tilvalið tækifæri og líka atvinnuskapandi fyrir Ríkisskattstjóraembættið.. sagði eitthver aukafjárveiting? :fly

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittan

Sent: Fim 31. Júl 2014 12:17
af GuðjónR
Stuffz skrifaði:Held buy.is hafi tekist óbeint að minna all hressilega á þessa brotalöm á siðferði í fyrirtækjarekstri hérlendis, hvort heldur sem það hafi verið viljandi gert eða eigi.
Það er alveg hárrétt hjá þér, kaldhæðnin í þessu öllu saman er sú að "ríkið" sjálft er stærsti kennitöluflakkarinn.
Landsbanki Íslands fékk nýtt nafn og kennitölu; Nýji Landsbanki Íslands.
Í staðin fyrir að láta þetta gjaldþrota fyrirtæki fara á hausinn var ákveðið að fara í "smá" kennitöluflakk, hirða eignir og lánasöfn og láta kröfuhafa/innistæðueigendur(icesave) borga.
Ef horft er til baka á það sem gerst hefur undanfarin ár þá er buy.is bara sandkorn í fjöru.

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittan

Sent: Fim 31. Júl 2014 12:20
af krat
GuðjónR skrifaði:
Stuffz skrifaði:Held buy.is hafi tekist óbeint að minna all hressilega á þessa brotalöm á siðferði í fyrirtækjarekstri hérlendis, hvort heldur sem það hafi verið viljandi gert eða eigi.
Það er alveg hárrétt hjá þér, kaldhæðnin í þessu öllu saman er sú að "ríkið" sjálft er stærsti kennitöluflakkarinn.
Landsbanki Íslands fékk nýtt nafn og kennitölu; Nýji Landsbanki Íslands.
Í staðin fyrir að láta þetta gjaldþrota fyrirtæki fara á hausinn var ákveðið að fara í "smá" kennitöluflakk, hirða eignir og lánasöfn og láta kröfuhafa/innistæðueigendur(icesave) borga.
Ef horft er til baka á það sem gerst hefur undanfarin ár þá er buy.is bara sandkorn í fjöru.
Djöfull er ég sammála þér. En gerir verknaðinn samt ekkert betri fyrir vikið.

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittan

Sent: Fim 31. Júl 2014 12:38
af GuðjónR
krat skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Stuffz skrifaði:Held buy.is hafi tekist óbeint að minna all hressilega á þessa brotalöm á siðferði í fyrirtækjarekstri hérlendis, hvort heldur sem það hafi verið viljandi gert eða eigi.
Það er alveg hárrétt hjá þér, kaldhæðnin í þessu öllu saman er sú að "ríkið" sjálft er stærsti kennitöluflakkarinn.
Landsbanki Íslands fékk nýtt nafn og kennitölu; Nýji Landsbanki Íslands.
Í staðin fyrir að láta þetta gjaldþrota fyrirtæki fara á hausinn var ákveðið að fara í "smá" kennitöluflakk, hirða eignir og lánasöfn og láta kröfuhafa/innistæðueigendur(icesave) borga.
Ef horft er til baka á það sem gerst hefur undanfarin ár þá er buy.is bara sandkorn í fjöru.
Djöfull er ég sammála þér. En gerir verknaðinn samt ekkert betri fyrir vikið.
Nei alls ekki, enda er ekki ætlunin að réttlæta eitt eða neitt.
buy.is er bara svo oft nefnt í þessu samhengi eins og það sé það allra versta.
Engin minnist t.d. á Magnús Kristinsson:

http://www.dv.is/frettir/2014/7/26/risa ... -audmanns/" onclick="window.open(this.href);return false;
dv.is skrifaði:Núna í maí bárust fregnir af því að félag Magnúsar Kristinssonar, skattakóngs Íslands í fyrra, hafi hlaupið á 67 milljörðum króna. Engar eignir fundust í félaginu.
Þrátt fyrir allt þetta er Magnús ekki á flæðiskeri staddur, ef marka má upplýsingar úr bókum skattstjóra. Þar kemur fram að hann hafi haft 2,4 milljónir króna í tekjur á mánuði.

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittan

Sent: Fim 31. Júl 2014 12:40
af urban
GuðjónR skrifaði:
Stuffz skrifaði:Held buy.is hafi tekist óbeint að minna all hressilega á þessa brotalöm á siðferði í fyrirtækjarekstri hérlendis, hvort heldur sem það hafi verið viljandi gert eða eigi.
Það er alveg hárrétt hjá þér, kaldhæðnin í þessu öllu saman er sú að "ríkið" sjálft er stærsti kennitöluflakkarinn.
Landsbanki Íslands fékk nýtt nafn og kennitölu; Nýji Landsbanki Íslands.
Í staðin fyrir að láta þetta gjaldþrota fyrirtæki fara á hausinn var ákveðið að fara í "smá" kennitöluflakk, hirða eignir og lánasöfn og láta kröfuhafa/innistæðueigendur(icesave) borga.
Ef horft er til baka á það sem gerst hefur undanfarin ár þá er buy.is bara sandkorn í fjöru.

Munurinn er nú fyrst og fremst að í öðru tilvikinu er ríkið að reyna að bjarga einhverju (burt séð frá því hvort að það hafi verð rétt ákvörðun eða ekki)

í hinu tilfellinu virðist (miðað við mína ásýn og skoðun á þessu máli) voðalega lítið annað að baki en einbeittur vilji til þess að svíkjast undan gjöldum

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittan

Sent: Fim 31. Júl 2014 13:57
af brain
GuðjónR skrifaði:
krat skrifaði:
GuðjónR skrifaði:
Stuffz skrifaði:Held buy.is hafi tekist óbeint að minna all hressilega á þessa brotalöm á siðferði í fyrirtækjarekstri hérlendis, hvort heldur sem það hafi verið viljandi gert eða eigi.
Það er alveg hárrétt hjá þér, kaldhæðnin í þessu öllu saman er sú að "ríkið" sjálft er stærsti kennitöluflakkarinn.
Landsbanki Íslands fékk nýtt nafn og kennitölu; Nýji Landsbanki Íslands.
Í staðin fyrir að láta þetta gjaldþrota fyrirtæki fara á hausinn var ákveðið að fara í "smá" kennitöluflakk, hirða eignir og lánasöfn og láta kröfuhafa/innistæðueigendur(icesave) borga.
Ef horft er til baka á það sem gerst hefur undanfarin ár þá er buy.is bara sandkorn í fjöru.
Djöfull er ég sammála þér. En gerir verknaðinn samt ekkert betri fyrir vikið.
Nei alls ekki, enda er ekki ætlunin að réttlæta eitt eða neitt.
buy.is er bara svo oft nefnt í þessu samhengi eins og það sé það allra versta.
Engin minnist t.d. á Magnús Kristinsson:

http://www.dv.is/frettir/2014/7/26/risa ... -audmanns/" onclick="window.open(this.href);return false;



dv.is skrifaði:Núna í maí bárust fregnir af því að félag Magnúsar Kristinssonar, skattakóngs Íslands í fyrra, hafi hlaupið á 67 milljörðum króna. Engar eignir fundust í félaginu.
Þrátt fyrir allt þetta er Magnús ekki á flæðiskeri staddur, ef marka má upplýsingar úr bókum skattstjóra. Þar kemur fram að hann hafi haft 2,4 milljónir króna í tekjur á mánuði.
Alveg rétt Guðjón.

Það er alltaf verið að elta uppi smásvindlara, einsog buy.is, en þeir stóru t.d. Magnús Kristjánsson, Jón Ásgier og co sleppa af því þeir ráða her lögmanna til að málin taki mörg ár og fyrnist svo.

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittan

Sent: Fim 31. Júl 2014 14:55
af Stuffz
Ég heyrði einu sinni sögu sem mér finnst að sumu leiti eiga við.

Hún gerðist í Brussel og var eitthvað á þessa leið:

Það var rannssóknarblaðamaður í Brussel sem heyrði orðróm um vinnusvik hjá háttsettum embættismönnum og fór á stúfana

Hann komst að því að það var komin ákveðin hefð fyrir því meðal sumra embættismanna að stimpla sig inn á morgnana og fara svo útí bæ og láta ekki sjá sig fyrr en seint á kvöldin til að stimpla sig út aftur.

Hann náttúrulega gerði sér mat úr þessum upplýsingum eins og hver annar blaðamaður og eftir birtinguna þá varð upp fótur og fys hjá viðkomandi stofnun sem embættismennirnir störfuðu hjá, og að lokum var komist að niðurstöðu um að taka á vandamálinu.

Blaðamaðurinn sætti gagnrýni fyrir að misnota heimild til aðgangs að svæðum stofnunarinnar og í framhaldinu var lokað fyrir aðgengi fjölmiðlafólks að þeim svæðum sem embættismenn stofnunarinnar notuðust við til inn og útstimplunar, og þar með tekið fyrir að svona misnotkun komi aftur fram.. á síðum dagblaðanna.



Þegar yfirvöld eru ekki nógu sterk að taka á spillingu innandyra þá hneigjast hlutirnir til þess á endanum að sendiboðinn sem kemur auga á spillinguna eða málar hana meðvitað/ómeðvitað í sýnilegum litum er þaggaður niður/skotinn.

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittan

Sent: Fim 31. Júl 2014 15:42
af GuðjónR
Stuffz skrifaði:Ég heyrði einu sinni sögu sem mér finnst að sumu leiti eiga við.

Hún gerðist í Brussel og var eitthvað á þessa leið:

Það var rannssóknarblaðamaður í Brussel sem heyrði orðróm um vinnusvik hjá háttsettum embættismönnum og fór á stúfana

Hann komst að því að það var komin ákveðin hefð fyrir því meðal sumra embættismanna að stimpla sig inn á morgnana og fara svo útí bæ og láta ekki sjá sig fyrr en seint á kvöldin til að stimpla sig út aftur.

Hann náttúrulega gerði sér mat úr þessum upplýsingum eins og hver annar blaðamaður og eftir birtinguna þá varð upp fótur og fys hjá viðkomandi stofnun sem embættismennirnir störfuðu hjá, og að lokum var komist að niðurstöðu um að taka á vandamálinu.

Blaðamaðurinn sætti gagnrýni fyrir að misnota heimild til aðgangs að svæðum stofnunarinnar og í framhaldinu var lokað fyrir aðgengi fjölmiðlafólks að þeim svæðum sem embættismenn stofnunarinnar notuðust við til inn og útstimplunar, og þar með tekið fyrir að svona misnotkun komi aftur fram.. á síðum dagblaðanna.



Þegar yfirvöld eru ekki nógu sterk að taka á spillingu innandyra þá hneigjast hlutirnir til þess á endanum að sendiboðinn sem kemur auga á spillinguna eða málar hana meðvitað/ómeðvitað í sýnilegum litum er þaggaður niður/skotinn.
Þú gætir verið að tala um Hönnu Birnu / Stefán Eirkíks og DV.

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittan

Sent: Fös 01. Ágú 2014 21:54
af Stuffz
GuðjónR skrifaði:
Stuffz skrifaði:Ég heyrði einu sinni sögu sem mér finnst að sumu leiti eiga við.

Hún gerðist í Brussel og var eitthvað á þessa leið:

Það var rannssóknarblaðamaður í Brussel sem heyrði orðróm um vinnusvik hjá háttsettum embættismönnum og fór á stúfana

Hann komst að því að það var komin ákveðin hefð fyrir því meðal sumra embættismanna að stimpla sig inn á morgnana og fara svo útí bæ og láta ekki sjá sig fyrr en seint á kvöldin til að stimpla sig út aftur.

Hann náttúrulega gerði sér mat úr þessum upplýsingum eins og hver annar blaðamaður og eftir birtinguna þá varð upp fótur og fys hjá viðkomandi stofnun sem embættismennirnir störfuðu hjá, og að lokum var komist að niðurstöðu um að taka á vandamálinu.

Blaðamaðurinn sætti gagnrýni fyrir að misnota heimild til aðgangs að svæðum stofnunarinnar og í framhaldinu var lokað fyrir aðgengi fjölmiðlafólks að þeim svæðum sem embættismenn stofnunarinnar notuðust við til inn og útstimplunar, og þar með tekið fyrir að svona misnotkun komi aftur fram.. á síðum dagblaðanna.



Þegar yfirvöld eru ekki nógu sterk að taka á spillingu innandyra þá hneigjast hlutirnir til þess á endanum að sendiboðinn sem kemur auga á spillinguna eða málar hana meðvitað/ómeðvitað í sýnilegum litum er þaggaður niður/skotinn.
Þú gætir verið að tala um Hönnu Birnu / Stefán Eirkíks og DV.
Getur átt við margt.

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittanir

Sent: Fös 11. Nóv 2016 15:30
af Fumbler
Svo kemur þetta hér Friðjón ákærður fyrir 102 milljóna skattabrot
http://www.dv.is/frettir/2016/11/7/frid ... kattabrot/ <-- hvað er eiginlega kattabrot :sleezyjoe
Friðjón Björgvin Gunnarsson, fyrrverandi eigandi vefverslunarinnar Buy.is, hefur ásamt eiginkonu sinni verið ákærður af embætti héraðssaksóknara vegna skattsvika upp á 102 milljónir króna. Samkvæmt ákæru embættisins er bæði um að ræða stórfelld undanskot á virðisaukaskattgreiðslum og að Friðjón hafi ekki gefið upp 41,2 milljóna króna tekjur sínar á árunum 2011 til 2013 og þannig komist undan því að greiða 16,5 milljónir í tekjuskatt.

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittanir

Sent: Fim 06. Apr 2017 17:05
af Moldvarpan
http://ruv.is/frett/kennitoluflakkarinn ... g-halft-ar

Hann er hér dæmdur í 2 og hálft ár, og auka ár ef hann getur ekki borgað 300 millur tilbaka.

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittanir

Sent: Fim 06. Apr 2017 17:18
af lukkuláki
Moldvarpan skrifaði:http://ruv.is/frett/kennitoluflakkarinn ... g-halft-ar

Hann er hér dæmdur í 2 og hálft ár, og auka ár ef hann getur ekki borgað 300 millur tilbaka.

Ef hann borgar ekki 300 milljónir hvað verður þá um þá skuld?
Ég myndi sitja inni í eitt ár fyrir 300 milljónir það eru ljómandi góð árslaun.

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittanir

Sent: Fim 06. Apr 2017 20:16
af zobbah
Þetta var allan tímann svo augljóst og undirstrikar hversu fáránleg meiðyrðakæran var..

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittanir

Sent: Fim 06. Apr 2017 21:18
af appel
Áhugaverð niðurstaða.

Nú er spurning hvort maður megi tjá sig hérna um dæmda menn, er því óhætt? Er Guðjón pottþéttur að fá ekki á sig dómsmál? Hver veit, fangar hafa víst einhver réttindi og geta víst beitt sverði sínu úr fangaklefa, kært menn og aðra vegna "frivilous" ásakanna, við erum svo mannúðlegt land að hér fara siðlausir morðingjar í bæjarferðir í klippingar, og aðrir glæpamenn fá víst "frí" úr fangelsinu.

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittanir

Sent: Fim 06. Apr 2017 21:21
af vesi
appel skrifaði:Áhugaverð niðurstaða.

Nú er spurning hvort maður megi tjá sig hérna um dæmda menn, er því óhætt? Er Guðjón pottþéttur að fá ekki á sig dómsmál? Hver veit, fangar hafa víst einhver réttindi og geta víst beitt sverði sínu úr fangaklefa, kært menn og aðra vegna "frivilous" ásakanna, við erum svo mannúðlegt land að hér fara siðlausir morðingjar í bæjarferðir í klippingar, og aðrir glæpamenn fá víst "frí" úr fangelsinu.

Held að menn ættu að fara varlega því svona einstaklingar eru til alls líklegir, Hafa engu að tapa og geta að því virðist kært mann og annan fyrir allskonar rugl

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittanir

Sent: Fim 06. Apr 2017 22:05
af mind
Mér finnst svakalegt hvað þetta nær hárri upphæð en lágum tíma. Ef bara þessar 98m.kr eru ekki greiddar þá erum við að tala um að einstaklingur þyrfti að vinna í nokkra tugi ára, jafnvel allt sitt líf til að núlla hana út með greiddum sköttum. Og þá erum við að sleppa fullt af öðrum kostnaði eins og hvað kostar að hafa manneskju í fangelsi.

Eins og lukkuláki bendir á þá held ég margir myndu sætta sig við að sitja fangelsi í einhvern tíma fyrir 2.7m.kr mánaðarlaun.

Re: Skattrannsk.stjóri biður viðskiptavini Buy.is um kvittanir

Sent: Fim 06. Apr 2017 22:15
af urban
mind skrifaði: Eins og lukkuláki bendir á þá held ég margir myndu sætta sig við að sitja fangelsi í einhvern tíma fyrir 2.7m.kr mánaðarlaun.
8,2 millur í mánaðarlaun

Ca 11.200 kall á tímann, alla tímana í heilt ár.