Síða 1 af 1

Skila týndum Iphone..

Sent: Fös 18. Júl 2014 11:25
af Hnykill
Ég fann Iphone á götunni áðan sem er password læstur svo ég get ekki flett upp eiganda né neinu öðru.. hvernig á ég að koma þessum síma til skila eiginlega ? hafa kveikt á honum bara og bíða eftir að einhver hringi ?

Re: Skila týndum Iphone..

Sent: Fös 18. Júl 2014 11:27
af AntiTrust
Best að koma símanum bara á lögreglustöð, og hafa símann í gangi eins lengi og hægt er. Aftan á símanum er IMEI númer sem þú getur látið verslanir fletta upp og ath. hvort síminn sé keyptur þar á kennitölu, ef þú vilt fara the extra mile.

Re: Skila týndum Iphone..

Sent: Fös 18. Júl 2014 12:20
af Sallarólegur
Getur kíkt á símakortið og komið honum í símfyrirtækið - þeir geta flett um númerinu á kortinu.

Annars er það lögreglan.

Re: Skila týndum Iphone..

Sent: Fös 18. Júl 2014 13:22
af Hnykill
Símakortið er frá Verizon.. einhver útlendingur sem á þetta greinilega

Re: Skila týndum Iphone..

Sent: Fös 18. Júl 2014 14:14
af Aravil
Þá er það bara lögreglustöðin :)

Re: Skila týndum Iphone..

Sent: Mán 21. Júl 2014 21:58
af Sallarólegur
http://www.visir.is/fekk-tyndan-sima-af ... 4140729836" onclick="window.open(this.href);return false;

http://www.reddit.com/r/travel/comments ... e_walk/%20" onclick="window.open(this.href);return false;

Hver var hér á ferð?

Re: Skila týndum Iphone..

Sent: Þri 22. Júl 2014 00:21
af CendenZ
Geturu ekki tengt hann við pc og fengið einhverjar info ?

Re: Skila týndum Iphone..

Sent: Þri 22. Júl 2014 10:20
af Hnykill
Nei það er víst ekkert hægt að gera í þessu ef síminn er password læstur.. það er hægt að tengja hann við tölvu og gera "restore" og setja nýtt sim kort í til að gera hann virkan á ný. en þá fara allar upplýsingar og myndir og allt frá fyrri notanda í ruslið. :/

Var búinn að skoða á Youtube helling hvernig á að komast framhjá Password með einhverjum trickum og rugli, en ekkert af því virkaði. svo ég fór bara uppá löggustöð :klessa