Síða 1 af 1

Fartölvukaup

Sent: Fös 11. Júl 2014 10:34
af Regnen
Góðan og blessaðan daginn! :)

Ég veit voðalega fátt þegar viðkemur tölvum, en mig er farið að langa í nýja fartölvu þar sem það er ekki langt í að þetta grey gefi upp öndina. Er með Dell Inspiron 1545 núna, langar í eitthverja nettari samt :)
Hvað á ég að horfa á þegar ég kaupi tölvu? Vill ekki láta selja mér eitthvað sem ég hef svo ekkert við að gera. Ég spila lítið sem ekkert af tölvuleikjum, nema Sims einstaka sinnum. Svo ég er ekki að leita að neinni rosalegri leikjavél.
Hvað á ég að skoða og hvað skiptir ekki máli?

Með von um skjót svör
Regnen