Síða 1 af 1

3TB diskur sést bara sem 800GB diskur.

Sent: Lau 05. Júl 2014 18:24
af Tiger
Er með disk sem ég var með í DROBO stæðu og því formataður eftir því. Þetta er 3TB diskur en þegar ég set hann í dokku og ætla að formata og svona þá sýnir hann bara tæp 800GB.

Er búinn að skoða hann í Parted Magic og þar í system information sýnir hann diskin sem 3TB
IMG_1252.jpg
IMG_1252.jpg (235.25 KiB) Skoðað 935 sinnum
En þegar ég ætla að nota sama forrit til að formata og gera partion, þá sér það þetta bara sem 746GB diks. ANY IDEAS????
IMG_1253.JPG
IMG_1253.JPG (353.16 KiB) Skoðað 935 sinnum

Re: 3TB diskur sést bara sem 800GB diskur.

Sent: Lau 05. Júl 2014 18:42
af jojoharalds
þú þarft að setja upp drivera fyrir diska sem eru stærri en 2TB.allar upplysingar eru hægt að finna á Google,youtube,og drivera eru minnir mig bæði á micrososft.com og móðurborðsframleiðandann.
ég vona að þetta vírkar.

Re: 3TB diskur sést bara sem 800GB diskur.

Sent: Lau 05. Júl 2014 18:43
af KermitTheFrog
Myndi skjóta á dokkuna. Eða incompatibility milli controllers og móðurborðs/stýrikerfis. Hef lent í þessu með 3TB diska í dokkum/hýsingum sem koma bara fram sem ~800GB í Mac OS X en koma fínt fram í Windows. En svo komu þeir fram sem 3TB í öðrum dokkum/hýsingum í Mac OS X.

Re: 3TB diskur sést bara sem 800GB diskur.

Sent: Lau 05. Júl 2014 18:55
af Tiger
Já er farinn að gruna dokkuna, þetta er 700-800GB bæði í Windows og OSX nefnilega.

*edit*
Jebb þetta var dokkan. Setti hann í PC hjá guttanum og allt 100%