Síða 1 af 1

Xtreamer Multi Console AIO

Sent: Fim 26. Jún 2014 16:57
af Morphy
Er að íhuga kaup á þessu tæki, en vildi fyrst athuga hvort einhver hafi reynslu af því, t.d. hvað varðar Netflix. Held að þetta sé nýlega komið í sölu hér á landi:

Advania

Elko

Xtreamer

Re: Xtreamer Multi Console AIO

Sent: Mið 16. Júl 2014 19:41
af Hjaltiatla
Mjög sniðug græja er sjálfur með þetta heima, Ef þú villt nota Netflix þá þarftu bara að sækja Hola appið í Google play store og þá geturu byrjað að notast við Netflix þjónustuna (þar sem þetta keyrir á Android stýrikerfinu)

Eina sem ég lenti í vandræðum með var að þegar ég keyrði upp Xbmc þá vildi það ekki loadast, hins vegar þegar ég update-aði firmware þá byrjaði XBMC að svínvirka :)

Á reyndar eftir að mynda mér frekari skoðun á græjunni þar sem ég keypti hana í seinustu viku.

Re: Xtreamer Multi Console AIO

Sent: Fös 18. Júl 2014 01:18
af einarhr
Er með Tronsmart Cx-919 sem er með sama Chip og þessi sem þú ert að benda á og verð ég að segja að ég er mjög sáttur við tækið. Chippið er frá Rockship og heitir það MK3188.
http://www.amazon.com/Tronsmart-CX-919- ... B00DQ6UPIW

Er með Plex uppsett og er minsta mál að streyma 5 gb hd bíómyndir yfir WiFi.

Re: Xtreamer Multi Console AIO

Sent: Mið 06. Ágú 2014 13:44
af techseven
Hjaltiatla skrifaði:Mjög sniðug græja er sjálfur með þetta heima, Ef þú villt nota Netflix þá þarftu bara að sækja Hola appið í Google play store og þá geturu byrjað að notast við Netflix þjónustuna (þar sem þetta keyrir á Android stýrikerfinu)

Eina sem ég lenti í vandræðum með var að þegar ég keyrði upp Xbmc þá vildi það ekki loadast, hins vegar þegar ég update-aði firmware þá byrjaði XBMC að svínvirka :)

Á reyndar eftir að mynda mér frekari skoðun á græjunni þar sem ég keypti hana í seinustu viku.

Ég er að spá í að kaupa svona græju, hvernig eru myndgæðin í þessu? Ertu kominn með meiri reynslu af henni?

Kv. Tóti

Re: Xtreamer Multi Console AIO

Sent: Mið 06. Ágú 2014 14:15
af Hjaltiatla
í XBMC eru gæðin mjög fín , afspilun hjá mér á FULL hd myndum er alveg hnökralaus.
Netflix = er ennþá að reyna að finna útúr því hvernig ég næ myndgæðum í toppgæði ( veit ekki hvort málið er að bandvíddin sé furðuleg inná milli vegna þess að ég er að fara í gegnum Hola unblocker , þarf að prófa aðra vpn þjónustu til að staðfesta það) Virðist vera að detta úr góðum myndgæðum yfir í léleg myndgæði (auto stilling ef bandvíddin lækkar í netflix appinu). Youtube appið er t.d að spila allt eðlilega í fullum gæðum.
OZ appið = virðist ekki virka eins og staðan er núna , fékk þá staðfestingu þegar ég sendi póst á support@oz.com.

Er ekki búinn að eyða miklum tíma í að koma græjunni almennilega upp vegna mikilla anna, en vona að þetta hjálpi þér eitthvað.

KV.Hjalti

Re: Xtreamer Multi Console AIO

Sent: Mið 06. Ágú 2014 14:31
af techseven
Hjaltiatla skrifaði:í XBMC eru gæðin mjög fín , afspilun hjá mér á FULL hd myndum er alveg hnökralaus.
Netflix = er ennþá að reyna að finna útúr því hvernig ég næ myndgæðum í toppgæði ( veit ekki hvort málið er að bandvíddin sé furðuleg inná milli vegna þess að ég er að fara í gegnum Hola unblocker , þarf að prófa aðra vpn þjónustu til að staðfesta það) Virðist vera að detta úr góðum myndgæðum yfir í léleg myndgæði (auto stilling ef bandvíddin lækkar í netflix appinu). Youtube appið er t.d að spila allt eðlilega í fullum gæðum.
OZ appið = virðist ekki virka eins og staðan er núna , fékk þá staðfestingu þegar ég sendi póst á support@oz.com.

Er ekki búinn að eyða miklum tíma í að koma græjunni almennilega upp vegna mikilla anna, en vona að þetta hjálpi þér eitthvað.

KV.Hjalti
Þetta er flott, nú þarf ég bara að sannfæra frúnna á heimilinu fyrir þessum (smá-) fjárútlátum!

Re: Xtreamer Multi Console AIO

Sent: Mið 06. Ágú 2014 14:45
af Hjaltiatla
Gangi þér vel :happy