Síða 1 af 1

Vantar straumbreyti fyrir USA rafmagn

Sent: Fim 12. Jún 2014 21:04
af Stubbur13
Eins og kemur fram í topic-inu þá vantar mig straumbreyti fyrir hleðslutæki sem gengur bara fyrir 110 rafmagn, er eitthvað sem að þið mælið með frekar en annað?

Re: Vantar straumbreyti fyrir USA rafmagn

Sent: Fim 12. Jún 2014 21:59
af arons4
Stendur sennilega á hleðslutækinu hvað það dregur mikinn straum(sjá mynd). Þarft svo bara að kaupa þér spennir sem þolir að lámarki þann straum. Þeir ættu að geta reddað þér í íhlutum eða miðbæjarradíó ef þú sýnir þeim hleðslutækið.

Sérð á myndinni stendur fyrir aftan INPUT --- 0.15 A, þyrftir þá að fá þér spenni sem breytir 110V í 220V sem þolir 0.15A á eftirvafinu. Þarft almennt ekki að spá í tíðninni þegar um er að ræða svona búnað.
Mynd

Re: Vantar straumbreyti fyrir USA rafmagn

Sent: Mið 25. Jún 2014 08:33
af kizi86
arons4 skrifaði:Stendur sennilega á hleðslutækinu hvað það dregur mikinn straum(sjá mynd). Þarft svo bara að kaupa þér spennir sem þolir að lámarki þann straum. Þeir ættu að geta reddað þér í íhlutum eða miðbæjarradíó ef þú sýnir þeim hleðslutækið.

Sérð á myndinni stendur fyrir aftan INPUT --- 0.15 A, þyrftir þá að fá þér spenni sem breytir 110V í 220V sem þolir 0.15A á eftirvafinu. Þarft almennt ekki að spá í tíðninni þegar um er að ræða svona búnað.
Mynd
raaaaaaaaaaangt!!!! samkvæmt þessari mynd sem þú settir inn, þá þarf bara millistykki, þe til að breyta úr bandarískri kló yfir í evrópska, þarf ekki straumbreyti, þar sem þetta sem þú póstaðir styður frá 100 til 240v

hinsvegar ef stendur bara input: 100-120v þá þarftu spennubreyti

Re: Vantar straumbreyti fyrir USA rafmagn

Sent: Mið 25. Jún 2014 09:19
af hagur
Held nú að aron hafi bara verið að nota þessa mynd sem dæmi til að sýna hvernig er hægt að lesa hve mörg amper tækið dregur :-)

Re: Vantar straumbreyti fyrir USA rafmagn

Sent: Mið 25. Jún 2014 17:56
af roadwarrior
Svo heitir þetta sem þú ert að óska eftir spennubreytir ekki straumbreytir.
Spenna er td 110-220v :fly