Síða 1 af 1
Auðveld leið til þess að samnýta prentara?
Sent: Sun 18. Maí 2014 19:43
af Sallarólegur
Hver er auðveldasta leiðin til þess að öll tæki geti tengst prentara heimilisins? Windows, Mac, iPad, iPhone, Android tæki þeas.
Er það WIFI prentari? Hverjar eru ódýrustu lausnirnar?
Hef reynt að USB tengja prentara við router en það er basl. Það fer víst eflaust eftir því hvernig router þú ert með, er til einhver almennari leið?
Re: Auðveld leið til þess að samnýta prentara?
Sent: Sun 18. Maí 2014 19:47
af Tiger
WiFi prentara með Airprint stuðningin. Er með Canon MG 6250 bara inní geymslu hjá mér, tengist þráðlausa og allir geta prentað, mac, pc, iphone, ipad and name it.
Ert að fá glænýjan MG 5550 á 21þú í nýherja t.d.
http://www.netverslun.is/verslun/product/Fj" onclick="window.open(this.href);return false;ölnotatæki-Canon-PIXMA-MG5550,19450,611.aspx
Re: Auðveld leið til þess að samnýta prentara?
Sent: Sun 18. Maí 2014 19:58
af Sallarólegur
Takk fyrir það.
Er til einhver ódýr leið til þess að nýta prentara sem eru ekki nettengdir? USB print server er eitthvað sem ég hef Googlað, finn þetta ekki í netverslunum hér heima nema eitthvað sem kostar handlegg.
Re: Auðveld leið til þess að samnýta prentara?
Sent: Sun 18. Maí 2014 20:03
af arons4
Getur sett upp prentþjón, eitthvað eins og þetta
https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur ... +T+TEWMFP1" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Auðveld leið til þess að samnýta prentara?
Sent: Sun 18. Maí 2014 20:07
af Lexxinn
Frá því að Epson XP-305 kom á heimilið er allt orðið auðveldara, áttaði mig ekki á því hve mikla ást er hægt að bera til prentara frá því hann kom. Var reyndar með algjört hræ þar áður...
Re: Auðveld leið til þess að samnýta prentara?
Sent: Sun 18. Maí 2014 21:07
af Gislinn
Sallarólegur skrifaði:Takk fyrir það.
Er til einhver ódýr leið til þess að nýta prentara sem eru ekki nettengdir? USB print server er eitthvað sem ég hef Googlað, finn þetta ekki í netverslunum hér heima nema eitthvað sem kostar handlegg.
Getur búið til þinn eigin prentþjón með Raspberry Pi ef þig langar í smá project í leiðinni. Annars mæli ég með WiFi prentara, mjög þægileg lausn.