Nú er ég mikill Beef Jerky áhugamaður, og finnst fátt betra að narta í en góðann jerky.
Það er nú afskaplega lítið framboð á þessum vörum hérna heima og er að velta fyrir mér að panta að utan, frá bretlandi eða bandaríkjunum.
En hvernig er með toll á svona vörum?
Og er eitthvað vesen að panta svona matarvörur til landsins?
Væri fínt að hafa þetta á hreinu svo jerkyinn skili sér heim að dyrum
Re: Beef Jerky
Sent: Fim 15. Maí 2014 20:31
af Sallarólegur
Prufaði eitthvað Jerky í Nettó um daginn, það var mjög fínt. Veit ekki hvort þeir séu ennþá með það, en þetta er til hérna heima.
Síðast þegar ég vissi var ekki vesen að flytja inn eldað kjöt frá EES.
Re: Beef Jerky
Sent: Fim 15. Maí 2014 20:34
af Moldvarpan
Já, Nettó kom með nokkra poka af Jack Links.
Einnig til eh af Wild West tegundinni í sumum verslunum.
Hef ekki séð þetta til í Kosti mjög lengi.
En ætli það sé eitthvað vesen að panta frá usa?
Re: Beef Jerky
Sent: Fim 15. Maí 2014 20:35
af lukkuláki
Hef verið að sjá þetta í Nóatúnsbúðum en kannski er þetta fáránlega dýrt þar
Re: Beef Jerky
Sent: Fim 15. Maí 2014 20:51
af upg8
Ég hef mikla ánægju af því að prófa nýjar tegundir af Beef Jerky og það verður gaman að heyra hvernig þér gengur. Annað sem ég mæli með þó það sé ekki beef jerky, það eru sænsku þurrpylsurnar og þá sérstaklega bjórpylsurnar... það sem er eftir í búðum er heldur gamalt fyrir minn smekk en um leið og það kemur ný sending þá er ljóst að ég fæ mér slatta af þeim...
Re: Beef Jerky
Sent: Fim 15. Maí 2014 21:06
af JohnnyRingo
Þeir eru með eitthvað í krónunni, svona incase þú vissir ekki af því.
Re: Beef Jerky
Sent: Fös 16. Maí 2014 02:01
af Tesy
Keypti einu sinni eitthvað í Hagkaup (Holtagörðum), man ekki nafnið. Það var líka gott en kostaði freaking handlegg.
Re: Beef Jerky
Sent: Fös 16. Maí 2014 08:46
af robakri
Kæmi mér ekki á óvart ef það væri eitthvað vesen með að flytja inn kjötvöru sem einstaklingur.
Held málið sé bara að þú finnir þér uppskrift og hendir í stóran skammt sjálfur, sennilega ódýrast og mögulega best líka
Re: Beef Jerky
Sent: Fös 16. Maí 2014 10:53
af dori
robakri skrifaði:Kæmi mér ekki á óvart ef það væri eitthvað vesen með að flytja inn kjötvöru sem einstaklingur.
Held málið sé bara að þú finnir þér uppskrift og hendir í stóran skammt sjálfur, sennilega ódýrast og mögulega best líka
Svona?
Re: Beef Jerky
Sent: Fös 16. Maí 2014 11:06
af HalistaX
dori skrifaði:
robakri skrifaði:Kæmi mér ekki á óvart ef það væri eitthvað vesen með að flytja inn kjötvöru sem einstaklingur.
Held málið sé bara að þú finnir þér uppskrift og hendir í stóran skammt sjálfur, sennilega ódýrast og mögulega best líka
Svona?
Akkúrat svona, nema þú veist...... fyndið..
Anywho, Móðir mín á svona líka þennan frábæra þurkofn sem hún notar oft til þess að þurrka ávexti og grænmeti og hún hefur einmitt prufað að gera beef jerky. Mæli eindregið með því að menn prufi að gera svona sjálfir, þá er hægt að prufa mismunandi kryddlegi og svona.
Re: Beef Jerky
Sent: Fös 16. Maí 2014 11:12
af blitz
Keyptu þér bara gott kjöt og gerðu þetta sjálfur.
Ódýrt, einfalt og eflaust miklu betra!
Re: Beef Jerky
Sent: Fös 16. Maí 2014 11:14
af robakri
Jámm, þarft ekkert spes ofn heldur, getur sett bakarofn á lágan hita og haft opna rifu á honum, það er auðvelt að finna leiðbeiningar og documenteraðar tilraunir að notkun bakarofna í þessu. Kannski ekki mest efficient notkun á rafmagni en þú veist spilum bara íslensk græn orka spilinu til réttlætingar.
Re: Beef Jerky
Sent: Fös 16. Maí 2014 13:45
af Vaski
Er Pylsumeistarinn að Hrísateigi 47 ekki með neitt BeefJerky? Mig minnir að ég hafði sé eitthvað þannig hjá þeim þegar ég var að versla mér pylsu, en get svo sem ekki svarið fyrir það þar sem ég var ekkert sérstaklega að skoða það.
Mér þykir þetta jerky mun betra en Jack Links eða Wild West persónulega, mjög hrifinn að því.
Re: Beef Jerky
Sent: Mán 03. Sep 2018 16:55
af littli-Jake
Fékk jerky úr Costco um daginn. Var í hvítum poka. Það var fínt
Re: Beef Jerky
Sent: Mán 03. Sep 2018 19:42
af braudrist
Hah! Íslenskt beef jerky. Hvað kostar pokinn af þessu — 5000 kall ?
Re: Beef Jerky
Sent: Þri 04. Sep 2018 08:57
af Jón Ragnar
littli-Jake skrifaði:Fékk jerky úr Costco um daginn. Var í hvítum poka. Það var fínt
Já er líka hlutfallslega ódýrara en annað
Re: Beef Jerky
Sent: Þri 04. Sep 2018 13:15
af DJOli
Á beef jerky nokkuð að gefa manni þá tilfinningu að maður sé að tyggja belti?
Re: Beef Jerky
Sent: Þri 04. Sep 2018 13:21
af CendenZ
Ég keypti frábært beef jerky í Costco í sumar, fór með það á hreindýraveiðar og var mjög vinsælt. Var svona ,,þrír pakkar" í einum hvítum renning.
Keypti svo núna í vikunni eitthvað ,,steak strips" sem var mikið þykkara og sætara, ekki alveg jerky en rosa gott uppí bústað með ostum og rauðvíni.