Síða 1 af 1

Acer X222W - 2sek í svart - Ruslamatur?

Sent: Þri 22. Apr 2014 12:15
af C2H5OH
Skjárinn hjá mér tók upp á því að "deyja"
Vandamálið lýsir sér þannig að hann kveikir eðlilega á sér í 2 sek og svo slokknar á baklýsingunni(ennþá kveikt á skjánum), ef ég slekk á skjánum og kveiki aftur þá kemur upp eðlileg mynd í 2 sek og svo slekkur hann aftur á baklýsningunni.

Búinn að vera að googla mikið og þetta er víst nokkuð algengt (http://www.badcaps.net/forum/showthread.php?t=10419" onclick="window.open(this.href);return false;) en hef því miður ekki kunnáttu til að laga þetta.

Þessi skjár er alveg kominn til ára sinna(8 ára), borgar sig að gera við hann eða er þetta ruslamatur?

Re: Acer X222W - 2sek í svart - Ruslamatur?

Sent: Þri 22. Apr 2014 12:21
af Legolas
Henda honum

Re: Acer X222W - 2sek í svart - Ruslamatur?

Sent: Þri 22. Apr 2014 12:26
af beggi90
Borgar sig að gera við hann sjálfur en held það borgi sig ekki að fara með hann í viðgerð.

Ef þú hefur áhuga á að gera við þetta sjálfur þá er vandamálið líklegast sprungnir þéttar sem lítið mál er að gera við.

Annars gætir þú líklega fengið 500-1000kr fyrir hann hérna í stað þess að henda honum.

Re: Acer X222W - 2sek í svart - Ruslamatur?

Sent: Mið 23. Apr 2014 12:38
af playman
Að fara með hann í viðgerð er allaveganna 15þ kall.
Ef þú gerir við hann sjálfur er þetta um 1000-1500kr ef mig minnir rétt, færð varahlutina á mbr.is

Þarft að hafa lóðbolta, tin, tinsugu og Ohm mæli.
Ef það eru c5707 transar í skjánum þá eru þeir án efa farnir, eins þarf að endur tina alla transformerana því annars gerist þetta bara strax aftur.
Einnig er möguleiki á að þetta sé bara þéttir sem er sprunginn/bólginn eða farin að leka, það þarf ekki alltaf að sjást
á þéttunum að þeir séu ónýtir, þeir geta verið alveg eins og nýir en samt ónýtir.

Um að gera að reyna að gera við hann sjálfur ef þú ætlar að henda honum, kostar ekki það mikið.

Re: Acer X222W - 2sek í svart - Ruslamatur?

Sent: Mán 09. Jún 2014 19:06
af gr00ve
ég
777-0991
elerepair@gmail.com