Síða 1 af 1

Uppfærsla á 3 ára gamalli tölvu..

Sent: Sun 20. Apr 2014 16:55
af jörundur85
Sælt veri fólkið.
Ég keypti tilbúinn turn hjá @tt fyrir rúmum 3 árum síðan, og var að íhuga að uppfæra hjá mér. Var svona að spá hvort einhver gæti bent mér á góða kosti..

Vélin:
Turn: Cooler Master Elite 335U
Móðurborð: msi 870a-g54
Örgjörvi:AMD Phenom(tm) II X6 1055T , 2,8 GHz
Skjákort: GeForce GTX 550 Ti
Vinnsluminni: Corsair Memory — 4GB Dual Channel DDR3, 1333MHz
Aflgjafi: FSP500 60APN 85+ 500W
Microsoft Windows 7 Home Premium Edition 64-bit

Ég var að spá hvar flöskuhálsinn gæti verið hjá mér. Ég var sjálfur að spá í uppfærslu á vinnsluminni uppí 8 GB RAM og skjárkort uppí 600-700 GTX seríuna hjá GeForce. Fengi ég eitthvað betra út úr því, eða þyrfti ég að skipta út móðurboðinu og örgjörvanum líka?
Vélin er hugsuð sem leikjavél, FPS og 4x strategy leiki.
Budget: 60-80 þús. kr.

Re: Uppfærsla á 3 ára gamalli tölvu..

Sent: Sun 20. Apr 2014 18:08
af Elisviktor
jörundur85 skrifaði:Sælt veri fólkið.
Ég keypti tilbúinn turn hjá @tt fyrir rúmum 3 árum síðan, og var að íhuga að uppfæra hjá mér. Var svona að spá hvort einhver gæti bent mér á góða kosti..

Vélin:
Turn: Cooler Master Elite 335U
Móðurborð: msi 870a-g54
Örgjörvi:AMD Phenom(tm) II X6 1055T , 2,8 GHz
Skjákort: GeForce GTX 550 Ti
Vinnsluminni: Corsair Memory — 4GB Dual Channel DDR3, 1333MHz
Aflgjafi: FSP500 60APN 85+ 500W
Microsoft Windows 7 Home Premium Edition 64-bit

Ég var að spá hvar flöskuhálsinn gæti verið hjá mér. Ég var sjálfur að spá í uppfærslu á vinnsluminni uppí 8 GB RAM og skjárkort uppí 600-700 GTX seríuna hjá GeForce. Fengi ég eitthvað betra út úr því, eða þyrfti ég að skipta út móðurboðinu og örgjörvanum líka?
Vélin er hugsuð sem leikjavél, FPS og 4x strategy leiki.
Budget: 60-80 þús. kr.

Sæll! ég er með alveg mjööög svipað setup og þú. er með phenom II x4 3,2ghz og sama móðurborð. Jafn stórt minni á sama hraða og jafn stórann aflgjafa. Er svo með ati radeon hd 7850 (var að uppfæra fyrir 2 dögum úr hd 5850).

Ég mæli rosalega með því að þú byrjir á að fá þér ssd disk. Gerði það fyrir sirka 8 mánuðum síðan og það er rooosalegur munur. Annars nota ég soldið windows experience index. (veit vel að það er ekki nákvæmt! en það sýnir oftar en ekki hvar flöskuhálsinn er, sýnir samt ekki móðurborð). Þú hægrismellir á my computer og ferð í properties, svo ýtiru á windows experience index og þá sérðu hvað er lélegast hjá þér. Bara við að færa í ssd fór ég úr 5,9 í 7,3. Núna er örgjörvinn með lægstu töluna (7,3).

Tek aftur fram að ég veit að windows experience index er ekki nákvæmt mælitæki, en það er þæginlegt!

Held þú sért nokkuð góður í smá tíma ef þú færir þig í ssd. Ég fór í 120gb og er með 2tb harða diska sem geymslu fyrir download ofl. Bara með stýrikerfið og leiki inná ssd. 120gb er alveg nóg ef þú ert með geymslu.

Re: Uppfærsla á 3 ára gamalli tölvu..

Sent: Sun 20. Apr 2014 18:18
af danniornsmarason
myndi ekki uppfæra ssd diskin nema ef þér finnst gott að geta opnað leikina fljótar og skipta um möpp og alskonar þannig
ef þú ert meira með að spila leiki í hærri upplausn, betri gæðum eða bara nýja leiki þá myndi ég byrja með að upgrade'a skjákortið og mögulega cpu síðan ef þú ert með meiri pening eftir það þá myndi ég líka upgrade'a ramið í 8, leikjaspilun þarf ekki meira en 8 ram ef ég man rétt,
ssd diskurin gerir leikinn ekki hraðari í spilun heldur loadast allt hraðar :happy
held að það sé samt smekks atriði hvort fólk tímir að kaupa ssd disk

Re: Uppfærsla á 3 ára gamalli tölvu..

Sent: Sun 20. Apr 2014 18:59
af Hnykill
klárlega nýtt skjákort sem gefur þér betri afköst fyrir þessa vél.. alveg þess virði að kaupa eingöngu skjákort uppá 60 þús kall og nota það svo í næstu vél sem þú setur saman.

Re: Uppfærsla á 3 ára gamalli tölvu..

Sent: Sun 20. Apr 2014 19:38
af MrSparklez
Hnykill skrifaði:klárlega nýtt skjákort sem gefur þér betri afköst fyrir þessa vél.. alveg þess virði að kaupa eingöngu skjákort uppá 60 þús kall og nota það svo í næstu vél sem þú setur saman.
Sammála, ég mæli með þessum. http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=81" onclick="window.open(this.href);return false; http://www.start.is/index.php?route=pro ... uct_id=426" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Uppfærsla á 3 ára gamalli tölvu..

Sent: Sun 20. Apr 2014 19:41
af danniornsmarason
MrSparklez skrifaði:
Hnykill skrifaði:klárlega nýtt skjákort sem gefur þér betri afköst fyrir þessa vél.. alveg þess virði að kaupa eingöngu skjákort uppá 60 þús kall og nota það svo í næstu vél sem þú setur saman.
Sammála, ég mæli með þessum. http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=81" onclick="window.open(this.href);return false; http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=81" onclick="window.open(this.href);return false;
er þetta ekki sama skjákortið? Þarf hann ekki síðan að upgrade'a aflgjafann fyrir þetta skjákort?

Re: Uppfærsla á 3 ára gamalli tölvu..

Sent: Sun 20. Apr 2014 21:08
af Henjo
Er ekki 770 svoldið overkill fyrir þennan CPU

myndi halda að best væir að uppfæra móðurborð, örgjörva og skjákort.

Kaupa kannski frekar AMD Fx6300 örgjörva, eithvað fallegt nýtt móðurborð fyrir hann og síðan GPU Nvidia 660

Re: Uppfærsla á 3 ára gamalli tölvu..

Sent: Sun 20. Apr 2014 21:14
af MrSparklez
danniornsmarason skrifaði:
MrSparklez skrifaði:
Hnykill skrifaði:klárlega nýtt skjákort sem gefur þér betri afköst fyrir þessa vél.. alveg þess virði að kaupa eingöngu skjákort uppá 60 þús kall og nota það svo í næstu vél sem þú setur saman.
Sammála, ég mæli með þessum. http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=81" onclick="window.open(this.href);return false; http://www.start.is/index.php?route=pro ... duct_id=81" onclick="window.open(this.href);return false;
er þetta ekki sama skjákortið? Þarf hann ekki síðan að upgrade'a aflgjafann fyrir þetta skjákort?
Búinn að breyta. Nei alls ekki, maður þarf ekki 600W eða 700W aflgjafa fyrir þetta.
Henjo skrifaði:Er ekki 770 svoldið overkill fyrir þennan CPU

myndi halda að best væir að uppfæra móðurborð, örgjörva og skjákort.

Taka fx6300*, eithvað fallegt móðurborð og síðan nvidia 660?
Munar ekki svo miklu á 1055t og Fx6300, hann mun fá miklu meira á því að uppfæra skjákortið...

Re: Uppfærsla á 3 ára gamalli tölvu..

Sent: Sun 20. Apr 2014 23:05
af CendenZ
Græðir mest á því að uppfæra skjákortið, algjörlega.

Re: Uppfærsla á 3 ára gamalli tölvu..

Sent: Sun 20. Apr 2014 23:13
af Hnykill
Skjákortið já.. var líka að sjá að þú ert bara með 500W aflgjafa. ef þú fengir þér þokkalega öflugt skjákort þyrftiru að skoða hvort það dugi þér.

Re: Uppfærsla á 3 ára gamalli tölvu..

Sent: Mán 21. Apr 2014 00:05
af jörundur85
Þakka viðbrögðin :)
Þegar ég hef keyrt "Can you Run It", þá hefur það einmitt helst verið skjákortið, og síðan vinnsluminnið sem hefur verið að falla á prófinu, en það var þá helsta pælingin hjá mér hvort það væri í raun eitthvað "limit" hvaða uppfærslur móðurborðið gæti tekið á móti. Ég geri síðan ráð fyrir því jú, að aflgjafinn verði að fylgja á eftir þegar skjákortið er uppfært.
nýliði-question: Er of öflugur aflgjafi ekkert að fara að grilla restina af íhlutunum hjá mér??

Re: Uppfærsla á 3 ára gamalli tölvu..

Sent: Mán 21. Apr 2014 01:27
af MrSparklez
jörundur85 skrifaði:Þakka viðbrögðin :)
Þegar ég hef keyrt "Can you Run It", þá hefur það einmitt helst verið skjákortið, og síðan vinnsluminnið sem hefur verið að falla á prófinu, en það var þá helsta pælingin hjá mér hvort það væri í raun eitthvað "limit" hvaða uppfærslur móðurborðið gæti tekið á móti. Ég geri síðan ráð fyrir því jú, að aflgjafinn verði að fylgja á eftir þegar skjákortið er uppfært.
nýliði-question: Er of öflugur aflgjafi ekkert að fara að grilla restina af íhlutunum hjá mér??
Mér finnst fæstar spurningar vera nýliði-questions, haha maður verður að byrja einhverstaðar. En nei það myndi ekki grilla restina af íhlutunum sem þú ert með. Það sem ég held að væri best fyrir þig að gera er að kaupa nýtt skjákort, einhvern góðann 600W aflgjafa og svo að uppfæra í 8 gb vinsluminni ef að budget leyfir. Það ætti að duga þér í dágóðann tíma áður en þú þarft að uppfæra örgjörvann og móðurborðið. :)