Tölva ræsir sig ekki
Sent: Þri 15. Apr 2014 20:51
Tölvan mín tók upp á því að slökkva á sér síðast liðinn föstudag og hefur ekki viljað kveikja á sér síðan. Fyrst grunaði mig aflgjafan svo ég fór og skipti honum út en allt kom fyrir ekki, því næst var farið í að skipta út móðurborðinu en nei það gekk ekki heldur. Núna er ég einnig búinn að prófa nýtt RAM sem ég fékk hjá félaga mínum og virkaði vel hjá honum en tölvan ræsir sig ekki ennþá.
Lýsir sér þannig að hún reynir í smá stund að kveikja á sér og svo gefst hún upp og endurræsir sig, þetta gerist endalaust. Ég fæ enga mynd á skjáinn og það sama gerist hvort sem ég er með skjákortið í eða ekki. Ef ég tek minnin alfarið úr vélinni þá endurræsir hún sig ekki en það gerist ekkert.
Er búinn að prófa allt sem mér dettur í hug, hef prófað að ræsa með ekkert RAM og það virðist virka að einhverju leiti, hún allavega reboot loopar ekki. Hef líka prófað 3x mismunandi minniskubba en þá reboot loopar hún alltaf án þess að ná að POSTa.
Er opinn fyrir öllum hugmyndum.
Lýsir sér þannig að hún reynir í smá stund að kveikja á sér og svo gefst hún upp og endurræsir sig, þetta gerist endalaust. Ég fæ enga mynd á skjáinn og það sama gerist hvort sem ég er með skjákortið í eða ekki. Ef ég tek minnin alfarið úr vélinni þá endurræsir hún sig ekki en það gerist ekkert.
Er búinn að prófa allt sem mér dettur í hug, hef prófað að ræsa með ekkert RAM og það virðist virka að einhverju leiti, hún allavega reboot loopar ekki. Hef líka prófað 3x mismunandi minniskubba en þá reboot loopar hún alltaf án þess að ná að POSTa.
Er opinn fyrir öllum hugmyndum.