Síða 1 af 2

Steragrýla komin í gagnfræðiskólana

Sent: Fös 04. Apr 2014 12:15
af jonsig
http://www.visir.is/fermingarborn-nota- ... 4140409562" onclick="window.open(this.href);return false;

Alltíeinu eru reykingar unglinga ekki það versta í gangi núna ! Krakkarnir eru farnir að nota stera ! Krakka skrattarnir hangandi fyrir utan hagkaup á nóttunni eru nú ekki lengur aðeins á kannabisi og kókaíni ... núna eru þeir á sterum líka !

Er ekki tími til kominn að lögleiða stera ,til að losna við allt dílera kerfið í kringum þetta ? Byrjaði Arnold ekki að nota stera 15 ára ?

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 12:33
af Bjosep
Ekki gleyma að þetta pakk er keyrandi um á hljóðlátum rafurmagnsvespum! :mad
Skúli Skúlason skrifaði:„Við vitum af því að guttar allt niður í fermingaraldur eru að byrja að þreifa sig áfram í þessu [steranotkun],“ sagði hann og bætti við það væri erfitt að fylgjast með nákvæmri notkun stera á Íslandi.
M.ö.o. er þetta ekki mjög haldbært, bara hans tilfinning frekar en gallhörð staðreynd.

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 12:39
af AntiTrust
Sterar eru löglegir, fyrir þá sem þurfa þá. Ég er handviss um að ef sterar yrðu gerðir löglegir yrði misnotkunin bara mikið, mikið meiri fyrir vikið.

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 12:46
af ManiO
AntiTrust skrifaði:Sterar eru löglegir, fyrir þá sem þurfa þá. Ég er handviss um að ef sterar yrðu gerðir löglegir yrði misnotkunin bara mikið, mikið meiri fyrir vikið.
En á móti kæmi að sterarnir í umferð væru framleiddir undir stöðluðu eftirliti.

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 12:52
af jonsig
AntiTrust skrifaði:Sterar eru löglegir, fyrir þá sem þurfa þá. Ég er handviss um að ef sterar yrðu gerðir löglegir yrði misnotkunin bara mikið, mikið meiri fyrir vikið.
Ég er svo gjörsamlega ósammála þessari alhæfingu . Ég held að þótt þeir séu ólöglegir þá er örugglega erfiðara að panta sér pizzu heldur en stera hérna á klakanum . Það eru alltaf tveir eða þrír gæjar sem lýta draugalega út í ræktinni sem eru að selja og það er nóg að spyrja þá "sæll félagi , þekkiru einhvern sem selur vítamín?"
Sömu gæjar selja 14 ára guttum stera en ég sé það ekki fyrir mér að krakki gæti keypt stera ef þeir væru seldir í apótekum .

Það er flott fyrirkomulag á þessu í UK ! Þar geturu keypt þér mail order steroids óáreittur en ef þú selur sterana einhverjum öðrum (að push´a) þá lendiru í deep shit .

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 13:10
af AntiTrust
jonsig skrifaði:Ég er svo gjörsamlega ósammála þessari alhæfingu . Ég held að þótt þeir séu ólöglegir þá er örugglega erfiðara að panta sér pizzu heldur en stera hérna á klakanum . Það eru alltaf tveir eða þrír gæjar sem lýta draugalega út í ræktinni sem eru að selja og það er nóg að spyrja þá "sæll félagi , þekkiru einhvern sem selur vítamín?"
Sömu gæjar selja 14 ára guttum stera en ég sé það ekki fyrir mér að krakki gæti keypt stera ef þeir væru seldir í apótekum .

Það er flott fyrirkomulag á þessu í UK ! Þar geturu keypt þér mail order steroids óáreittur en ef þú selur sterana einhverjum öðrum (að push´a) þá lendiru í deep shit .
Þetta var engan vegin alhæfing, heldur skoðun. Ef sterar yrðu seldir í apótekum þá sé ég bara fyrir mér sama system og hjá þeim sem eru undir 20 ára og drekka - það er nóg að einn eigi stóran bróðir og þá er allur vinahópurinn kominn með sitt.

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 14:34
af hkr
AntiTrust skrifaði:
jonsig skrifaði:Ég er svo gjörsamlega ósammála þessari alhæfingu . Ég held að þótt þeir séu ólöglegir þá er örugglega erfiðara að panta sér pizzu heldur en stera hérna á klakanum . Það eru alltaf tveir eða þrír gæjar sem lýta draugalega út í ræktinni sem eru að selja og það er nóg að spyrja þá "sæll félagi , þekkiru einhvern sem selur vítamín?"
Sömu gæjar selja 14 ára guttum stera en ég sé það ekki fyrir mér að krakki gæti keypt stera ef þeir væru seldir í apótekum .

Það er flott fyrirkomulag á þessu í UK ! Þar geturu keypt þér mail order steroids óáreittur en ef þú selur sterana einhverjum öðrum (að push´a) þá lendiru í deep shit .
Þetta var engan vegin alhæfing, heldur skoðun. Ef sterar yrðu seldir í apótekum þá sé ég bara fyrir mér sama system og hjá þeim sem eru undir 20 ára og drekka - það er nóg að einn eigi stóran bróðir og þá er allur vinahópurinn kominn með sitt.
Sem sagt, þetta væri nákvæmlega eins og í dag nema að sterarnir sem væru keyptir af stóra bróðir væru ekki eitthvað sem einhver væri möglega búinn að þynna með einhverjum viðbjóði og undir almennilegu eftirliti.

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 14:53
af Sallarólegur
hkr skrifaði:
AntiTrust skrifaði:
jonsig skrifaði:Ég er svo gjörsamlega ósammála þessari alhæfingu . Ég held að þótt þeir séu ólöglegir þá er örugglega erfiðara að panta sér pizzu heldur en stera hérna á klakanum . Það eru alltaf tveir eða þrír gæjar sem lýta draugalega út í ræktinni sem eru að selja og það er nóg að spyrja þá "sæll félagi , þekkiru einhvern sem selur vítamín?"
Sömu gæjar selja 14 ára guttum stera en ég sé það ekki fyrir mér að krakki gæti keypt stera ef þeir væru seldir í apótekum .

Það er flott fyrirkomulag á þessu í UK ! Þar geturu keypt þér mail order steroids óáreittur en ef þú selur sterana einhverjum öðrum (að push´a) þá lendiru í deep shit .
Þetta var engan vegin alhæfing, heldur skoðun. Ef sterar yrðu seldir í apótekum þá sé ég bara fyrir mér sama system og hjá þeim sem eru undir 20 ára og drekka - það er nóg að einn eigi stóran bróðir og þá er allur vinahópurinn kominn með sitt.
Sem sagt, þetta væri nákvæmlega eins og í dag nema að sterarnir sem væru keyptir af stóra bróðir væru ekki eitthvað sem einhver væri möglega búinn að þynna með einhverjum viðbjóði og undir almennilegu eftirliti.
Word.

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 15:30
af jonsig
Fyrir utan það að styrkja og efla undirheimana , og eyða peningum á þróun á nýjum smygl aðferðum . Í stað þess að ríkið fái fyrir sinn snúð .

Eitt gramm af forvörn er eins og tonn af meðferð . Það væri viturlegra að hafa bara forvarnaáfanga í grunn og menntaskólum í stað þess að fá einhvern trúð frá ÍSÍ sem gargar yfir salinn að sterar séu slæmir og drepi börnin manns .

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 16:01
af AntiTrust
hkr skrifaði: Sem sagt, þetta væri nákvæmlega eins og í dag nema að sterarnir sem væru keyptir af stóra bróðir væru ekki eitthvað sem einhver væri möglega búinn að þynna með einhverjum viðbjóði og undir almennilegu eftirliti.
Nei, þetta væri varla nákvæmlega eins og í dag. Viltu meina að það sé jafnauðvelt fyrir unglinga að verða sér úti um stera og áfengi? Ég veit ekki í hvaða vinahópum þið eruð í, en það er svo sannarlega ekki tilfellið hjá mér.

Og hvaða eftirlit áttu við? Að apótekarinn væri að fara að hringja í viðskiptavini og athuga hvort það sé ekki allt í góðu?

Ég er alveg sammála því að það væri kostur að hafa "hreinni" efni í umferð, en væri ekki hægt að taka nákvæmlega sömu rök með því að leyfa flest annað dóp gegn afhendingu í apóteki og "undir eftirliti" ?

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 16:06
af I-JohnMatrix-I
AntiTrust skrifaði:
hkr skrifaði: Sem sagt, þetta væri nákvæmlega eins og í dag nema að sterarnir sem væru keyptir af stóra bróðir væru ekki eitthvað sem einhver væri möglega búinn að þynna með einhverjum viðbjóði og undir almennilegu eftirliti.
Nei, þetta væri varla nákvæmlega eins og í dag. Viltu meina að það sé jafnauðvelt fyrir unglinga að verða sér úti um stera og áfengi? Ég veit ekki í hvaða vinahópum þið eruð í, en það er svo sannarlega ekki tilfellið hjá mér.

Og hvaða eftirlit áttu við? Að apótekarinn væri að fara að hringja í viðskiptavini og athuga hvort það sé ekki allt í góðu?

Ég er alveg sammála því að það væri kostur að hafa "hreinni" efni í umferð, en væri ekki hægt að taka nákvæmlega sömu rök með því að leyfa flest annað dóp gegn afhendingu í apóteki og "undir eftirliti" ?
Held að hann sé að meina að efnið sé þá framleitt undir eftirliti og ákveðnum stöðlum en ekki að það verði fylgst með fólkinu. Ég er hlynntur því að leyfa eiturlyf fyrir þá sem vilja. Allir græða nema glæpamenn, ríkið fær meiri pening í kassann eiturlyfjanotendur fá sín eiturlyf hrein og án aukaefna. Fólk á að vera frjálst og fá að taka sínar eigin ákvarðanir.

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 16:10
af AntiTrust
I-JohnMatrix-I skrifaði: Held að hann sé að meina að efnið sé þá framleitt undir eftirliti og ákveðnum stöðlum en ekki að það verði fylgst með fólkinu. Ég er hlynntur því að leyfa eiturlyf fyrir þá sem vilja. Allir græða nema glæpamenn, ríkið fær meiri pening í kassann eiturlyfjanotendur fá sín eiturlyf hrein og án aukaefna. Fólk á að vera frjálst og fá að taka sínar eigin ákvarðanir.
Ég skal samþykkja það að leyfa eiturlyf fyrir alla sem hafa aldur og vilja til, með því skilyrði að þetta sama fólk fyrirgeri sér öllum rétti til læknis- og fjárhagsaðstoðar frá hinu opinbera.

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 16:15
af I-JohnMatrix-I
AntiTrust skrifaði:
I-JohnMatrix-I skrifaði: Held að hann sé að meina að efnið sé þá framleitt undir eftirliti og ákveðnum stöðlum en ekki að það verði fylgst með fólkinu. Ég er hlynntur því að leyfa eiturlyf fyrir þá sem vilja. Allir græða nema glæpamenn, ríkið fær meiri pening í kassann eiturlyfjanotendur fá sín eiturlyf hrein og án aukaefna. Fólk á að vera frjálst og fá að taka sínar eigin ákvarðanir.
Ég skal samþykkja það að leyfa eiturlyf fyrir alla sem hafa aldur og vilja til, með því skilyrði að þetta sama fólk fyrirgeri sér öllum rétti til læknis- og fjárhagsaðstoðar frá hinu opinbera.
Þá þyrfti sú regla líka að ganga yfir fólk sem borðar óhollan mat, reyki og drekki áfengi. Sem að væri auðvitað fráleitt því það borga fáir jafn mikið í ríkiskassann eins og fíklar. Eins og einhver sagði hérna áður þá er maður sem hefur reykt og drukkið í 40 ár búinn að borga margfallt upp sína meðferð og það sama ætti við um eiturlyfjafíkla ef að það væri svipað fyrirkomulag eins og er á áfenginu.

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 16:17
af jonsig
AntiTrust skrifaði:
I-JohnMatrix-I skrifaði: Held að hann sé að meina að efnið sé þá framleitt undir eftirliti og ákveðnum stöðlum en ekki að það verði fylgst með fólkinu. Ég er hlynntur því að leyfa eiturlyf fyrir þá sem vilja. Allir græða nema glæpamenn, ríkið fær meiri pening í kassann eiturlyfjanotendur fá sín eiturlyf hrein og án aukaefna. Fólk á að vera frjálst og fá að taka sínar eigin ákvarðanir.
Ég skal samþykkja það að leyfa eiturlyf fyrir alla sem hafa aldur og vilja til, með því skilyrði að þetta sama fólk fyrirgeri sér öllum rétti til læknis- og fjárhagsaðstoðar frá hinu opinbera.
Þá fer fólk aftur í feluleik með neysluna sína . Þetta þarf að vera vandamál sjúkrakerfisins ekki lögreglunnar .

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 16:26
af AntiTrust
I-JohnMatrix-I skrifaði:Þá þyrfti sú regla líka að ganga yfir fólk sem borðar óhollan mat, reyki og drekki áfengi. Sem að væri auðvitað fráleitt því það borga fáir jafn mikið í ríkiskassann eins og fíklar. Eins og einhver sagði hérna áður þá er maður sem hefur reykt og drukkið í 40 ár búinn að borga margfallt upp sína meðferð og það sama ætti við um eiturlyfjafíkla ef að það væri svipað fyrirkomulag eins og er á áfenginu.
Þetta er samt í rauninni pointið mitt líka. Það verður aldrei hægt að draga skynsamleg mörk í þessum málum. Mér finnst reyndar að fólk sem étur sig, reykir sig eða drekkur sig í óvinnuhæft ástand ætti ekki að fá að skrá sig bara á félags- eða örkorkubætur og lifa þannig á ríkisframfærslu, eða með öðrum orðum - á minni framfærslu. Svo er það annað mál að offeit eða hjartveik manneskja er ekki beint sama ógn í samfélaginu og eiturlyfjaneytandi. Hvað helduru að umferðarslysum myndi fjölga mikið ef allir sem vildu hefðu ótakmarkaðan aðgang í eiturlyf svo lengi sem fjárhagur leyfði? Líkamsárásum? Morðum? Landið yrði ein stór viðbjóðsleg Kristjanía.

Það er ekkert nema og algjör óskhyggja að láta sér það detta í hug að manneskjan hafi þá sjálfsstjórn sem þarf til að þessi dystópía/útópía (fer eftir því hvernig er horft er á málið..) myndi nokkurntímann ganga upp.
jonsig skrifaði: Þá fer fólk aftur í feluleik með neysluna sína . Þetta þarf að vera vandamál sjúkrakerfisins ekki lögreglunnar .
Bara svo ég skilji þig rétt - þú vilt búa í landi þar sem þú getur notað og/eða misnotað þau lyf og efni sem þér sýnist og samt búist við svotil frírri heilbrigðisþjónustu?

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 17:16
af jonsig
Ef þú bara vissir hvað margir eru í þessum skrifuðu orðum eru að rúlla um bæinn á bílnum sínum á allskonar þríhyrningskokteilum ...

Líkamsásir.. held að fólk byrji ekki að drepa mann og annan strax ,sterkara heilbrigðiskerfi fjármagnað með ríkisstyrkjum af fíkniefnasölunni væri búið að "flagga" einstaklinginn áður og passað uppá að þetta gerðist ekki . Til væri gagnagrunnur yfir áætlaða neyslu hvers og eins og vita með vissu nokkurmvegin hversu " sjúkur" einstaklingurinn væri.


Heildar hugmyndin væri að gera skipulagða glæpastarfsemi litla sem enga og jafnvel hlægilega , í stað þess sem við sjáum í dag , sem dæmi áhuga glæpagengja frá litháen á íslandi.

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 18:08
af ManiO
AntiTrust skrifaði:
I-JohnMatrix-I skrifaði: Held að hann sé að meina að efnið sé þá framleitt undir eftirliti og ákveðnum stöðlum en ekki að það verði fylgst með fólkinu. Ég er hlynntur því að leyfa eiturlyf fyrir þá sem vilja. Allir græða nema glæpamenn, ríkið fær meiri pening í kassann eiturlyfjanotendur fá sín eiturlyf hrein og án aukaefna. Fólk á að vera frjálst og fá að taka sínar eigin ákvarðanir.
Ég skal samþykkja það að leyfa eiturlyf fyrir alla sem hafa aldur og vilja til, með því skilyrði að þetta sama fólk fyrirgeri sér öllum rétti til læknis- og fjárhagsaðstoðar frá hinu opinbera.

Hvað um fólk sem að stundar íþróttir? Stígur út fyrir hússins dyr þá daga sem svifryksmengun er yfir hættumörkum? Fólk sem stundar skyndikynni án smokks?

Er þetta fólk ekki líka að setja sig í óþarflega hættu?

Edit: Áfengi líka, skil ekki hvernig ég gleymdi því.

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 18:27
af AntiTrust
jonsig skrifaði:Ef þú bara vissir hvað margir eru í þessum skrifuðu orðum eru að rúlla um bæinn á bílnum sínum á allskonar þríhyrningskokteilum ...

Líkamsásir.. held að fólk byrji ekki að drepa mann og annan strax ,sterkara heilbrigðiskerfi fjármagnað með ríkisstyrkjum af fíkniefnasölunni væri búið að "flagga" einstaklinginn áður og passað uppá að þetta gerðist ekki . Til væri gagnagrunnur yfir áætlaða neyslu hvers og eins og vita með vissu nokkurmvegin hversu " sjúkur" einstaklingurinn væri.


Heildar hugmyndin væri að gera skipulagða glæpastarfsemi litla sem enga og jafnvel hlægilega , í stað þess sem við sjáum í dag , sem dæmi áhuga glæpagengja frá litháen á íslandi.
Ef ég man rétt er áætlað að um 3-5% ökumanna í umferðinni hverju sinni sé undir áhrifum vímugjafa. Gefur manni e-ð til að hugsa um þegar maður leggur af stað í umferðina.

Mér finnst samt skondið að þú viljir algjört persónufrelsi, en samt sem áður viltu koma í veg fyrir líkamsárásir og morð með því að fylgjast nægilega vel með fíklum að það geti ekki gerst. Það er ekkert smá fjármagn sem þú áætlar úr þessum skattflokki þar sem það þarf annaðhvort að fjármagna hönnun á Minority-Report-like kerfi eða borga laun fyrir bodyguard á hvern einasta fíkil. Annaðhvort af því ásamt þessari gígantísku skráningu á hvern einasta fíkniefnaneytanda skilur lítið eftir af þessu "persónufrelsi".

Þótt þessi hugmynd þín hljómi hugsanlega vel á blaði (fyrir sumum) þá er hún bara jafn óraunhæf og LOTR mynd.

ManiO skrifaði: Hvað um fólk sem að stundar íþróttir? Stígur út fyrir hússins dyr þá daga sem svifryksmengun er yfir hættumörkum? Fólk sem stundar skyndikynni án smokks?

Er þetta fólk ekki líka að setja sig í óþarflega hættu?

Edit: Áfengi líka, skil ekki hvernig ég gleymdi því.
Er það nú alltíeinu á e-rn hátt sambærilegt? Fólk sem stundar íþróttir til þess að stuðla að betra og lengra lífi komið á sama pall og offitusjúklingar, eiturlyfjafíklar og alkahólistar? Absúrd samlíking, þá getum við allteins sett akstur, göngur innan umferðargatna, innanlandsflug, siglingar og fleira inní þessa klausu.

En ég talaði um áfengið hér að ofan. Ef alki drekkur sig atvinnulausan og óvinnufæran þá myndi ég vilja hafa þann háttinn á að slíkt fólk fengi alla þá aðstoð sem það þyrfti, meðferð, ráðgjöf, framfærslu - í ákveðinn tíma. Ef aðilanum tekst ekki að koma sér í stand á því X tímabili er hann algjörlega á eigin spýtur. Sama myndi ég vilja sjá gilda um í raun alla aðra fíkla, hvort sem það er matur, áfengi eða dóp.

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 18:32
af I-JohnMatrix-I
AntiTrust skrifaði:
I-JohnMatrix-I skrifaði:Þá þyrfti sú regla líka að ganga yfir fólk sem borðar óhollan mat, reyki og drekki áfengi. Sem að væri auðvitað fráleitt því það borga fáir jafn mikið í ríkiskassann eins og fíklar. Eins og einhver sagði hérna áður þá er maður sem hefur reykt og drukkið í 40 ár búinn að borga margfallt upp sína meðferð og það sama ætti við um eiturlyfjafíkla ef að það væri svipað fyrirkomulag eins og er á áfenginu.
Þetta er samt í rauninni pointið mitt líka. Það verður aldrei hægt að draga skynsamleg mörk í þessum málum. Mér finnst reyndar að fólk sem étur sig, reykir sig eða drekkur sig í óvinnuhæft ástand ætti ekki að fá að skrá sig bara á félags- eða örkorkubætur og lifa þannig á ríkisframfærslu, eða með öðrum orðum - á minni framfærslu. Svo er það annað mál að offeit eða hjartveik manneskja er ekki beint sama ógn í samfélaginu og eiturlyfjaneytandi. Hvað helduru að umferðarslysum myndi fjölga mikið ef allir sem vildu hefðu ótakmarkaðan aðgang í eiturlyf svo lengi sem fjárhagur leyfði? Líkamsárásum? Morðum? Landið yrði ein stór viðbjóðsleg Kristjanía.

Það er ekkert nema og algjör óskhyggja að láta sér það detta í hug að manneskjan hafi þá sjálfsstjórn sem þarf til að þessi dystópía/útópía (fer eftir því hvernig er horft er á málið..) myndi nokkurntímann ganga upp.
jonsig skrifaði: Þá fer fólk aftur í feluleik með neysluna sína . Þetta þarf að vera vandamál sjúkrakerfisins ekki lögreglunnar .
Bara svo ég skilji þig rétt - þú vilt búa í landi þar sem þú getur notað og/eða misnotað þau lyf og efni sem þér sýnist og samt búist við svotil frírri heilbrigðisþjónustu?
Meikar akkúrat engan sens, fíklar hafa alveg jafn mikið ótakmarkaðan aðgang að eiturlyfjum meðan fjármagn leyfir núna eins og ef að eiturlyf yrðu lögleg. Eini munurinn er sá að fíklarnir vita hvað þeir eru að taka inn og ríkið fær peninga í ríkiskassann í staðin fyrir glæpamenn fá öll viðskiptin.

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 18:48
af AntiTrust
I-JohnMatrix-I skrifaði:
Meikar akkúrat engan sens, fíklar hafa alveg jafn mikið ótakmarkaðan aðgang að eiturlyfjum meðan fjármagn leyfir núna eins og ef að eiturlyf yrðu lögleg. Eini munurinn er sá að fíklarnir vita hvað þeir eru að taka inn og ríkið fær peninga í ríkiskassann í staðin fyrir glæpamenn fá öll viðskiptin.
Ég er reyndar ósammala því að aðgengið sé jafn auðvelt í dag, en ég þekki lítið inn í heim fíkla og ætla því ekkert að taka neina afgerandi afstöðu til þess. Það þarf bara að horfa á miklu stærri mynd en bara ríkiskassann. Lögleiðing á fíkniefnum myndi gjörbreyta samfélaginu.

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 19:06
af I-JohnMatrix-I
Ég er einmitt á þeirri skoðun að það myndi breytja því til hins góða. Þeir sem hafa áhuga á að prufa eða nota fíkni/vímuefni geta auðveldlega nálgast þau, Það er álíka auðvelt að skaffa eiturlyf eins og áfengi. Þarft ekki nema að þekkja einhvern sem þekkir einhvern. Það er auðvitað ekki hægt að segja með vissu hvort að það yrði aukning á notkun vímefna ef þau yrðu lögleidd en eins og þetta er í amsterdam þá nota þeir eiturlyf sem vilja og hinir sleppa því svipað eins og þetta er hér nema þú ert ekki að brjóta nein lög úti.

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana .

Sent: Fös 04. Apr 2014 19:47
af ManiO
AntiTrust skrifaði:
ManiO skrifaði: Hvað um fólk sem að stundar íþróttir? Stígur út fyrir hússins dyr þá daga sem svifryksmengun er yfir hættumörkum? Fólk sem stundar skyndikynni án smokks?

Er þetta fólk ekki líka að setja sig í óþarflega hættu?

Edit: Áfengi líka, skil ekki hvernig ég gleymdi því.
Er það nú alltíeinu á e-rn hátt sambærilegt? Fólk sem stundar íþróttir til þess að stuðla að betra og lengra lífi komið á sama pall og offitusjúklingar, eiturlyfjafíklar og alkahólistar? Absúrd samlíking, þá getum við allteins sett akstur, göngur innan umferðargatna, innanlandsflug, siglingar og fleira inní þessa klausu.

En ég talaði um áfengið hér að ofan. Ef alki drekkur sig atvinnulausan og óvinnufæran þá myndi ég vilja hafa þann háttinn á að slíkt fólk fengi alla þá aðstoð sem það þyrfti, meðferð, ráðgjöf, framfærslu - í ákveðinn tíma. Ef aðilanum tekst ekki að koma sér í stand á því X tímabili er hann algjörlega á eigin spýtur. Sama myndi ég vilja sjá gilda um í raun alla aðra fíkla, hvort sem það er matur, áfengi eða dóp.
Langlífi hefur haft sín neikvæðu áhrif á efnahaginn. Fólk þarf heldur ekki að stunda íþróttir og eiga í hættu á að slasast eða meiðast sem að kostar sitt í heilbrigðiskerfinu. En þú snertir einmitt inn á það sem ég var að reyna að sýna fram á. Ef þú byrjar að takmarka aðgengi fólks að heilbrigðiskerfinu út frá einu sjónarmiði þá ertu búinn að opna dyrnar fyrir því að takmarka aðgengi enn meir út frá öðrum.

Þú virðist líka ekki gera greinar mun á þeim sem að neyta fíkniefna og fíkla. Af sömu rökum eru þá ekki allir þeir sem að drekka áfengi að staðaldri alkar?

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana

Sent: Fös 04. Apr 2014 23:07
af jonsig
Það virðist vera útbreidd hugmynd að lögleiðing fíkniefna muni auka aðgang að fíkniefnum sem er bara fyndið .

Ég hugsa að fyrstu skref langleidds dópista hafi verið þau að í sakleysi sínu ætlaði hann sér að kaupa sér kannabis útaf cool strákarnir í bekknum voru að fikta við það , korter seinna sem tók hann að fá samband við dópsala er fyrsti fíkniefnadíllinn innsiglaður og við móttöku efnisins fær hann þessa FRÁBÆRU ábendingu frá salanum um það að næst ætti hann kannski að prufa spíttara og lætur hann til leiðast einn daginn því um "sérstakt" tilefni er að ræða og kannabisið hafði kannski ekki þessi frábæru áhrif sem hann hafði hugsað sér í byrjun ....

ég mundi ekki sjá fyrir mér að apóteksstarfmaður telji sig hafa hagnað af því að kynna hann fyrir sterkari efnum og redda honum djobbum til að verða sér um quick cash .em dæmi .

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana

Sent: Þri 29. Apr 2014 12:50
af paze
I ain't even mad. Þessir krakkar fá þetta í karmað þegar þeir verða spikfeitir, afmyndaðir og asnalegir. Vorkenni þeim smá.

Re: Steragrýla komin í gagnfræðiskólana

Sent: Þri 29. Apr 2014 17:55
af snaeji
Það er mjög erfitt að réttlæta það að sá sem vilji nota hörðustu fíkniefnin geti gert það óáreittur.

Í stærri hluta tilvika þá eru það ekki hinir almennu heilbrigðu einstaklingar sem leita á þessar slóðir og oft er þessi leið flótti frá einhverju vandamáli
Tökum sem dæmi að einstaklingur, úr hrikalegum aðstæðum og jafnvel hefur lítið sem ekkert að lifa fyrir, geti löglega rölt og náð sér í einn skammt af heróíni.
Það er ástæða fyrir því að fíkn kemur fyrir í heitinu. Einstaklingur sem fellur í þessa gryfju verður með tímanum skaðlegur umhverfi sínu og missir í raun alla rökhugsun og félagslega hugsun þar sem fíknin tekur yfir eftir að falla í neyslu.

Hins vegar ef að þetta yrði gert löglegt eða réttara sagt ekki saknæmt, þá gæti hið opinbera haldið úti miklu eftirliti niðri í bæ og haldið úti database'i sem væri aðgengilegt almenningi yfir einstaklinga sem hafa fundist á efni niðri í bæ eða teknir undir áhrifum. Ef þetta á að vera löglegt og fallegt og uppi á yfirborðinu þá væri réttast að allir ættu að fá að vita það hvað þú ert að gera. Þetta myndi líklegast hvetja fólk til þess að halda sig frá þessu og vinnuveitandi getur tekið upplýstari ákvörðun um það hvernig starfsmann hann er að ráða í vinnu.

Ábyrgðinni varðandi stera ætti að koma meira yfir á líkamsræktarstöðvarnar með skyldu um forvarnir og jafnvel sektir falli einkaþjálfarar á lyfjaprófum sem væri hægt að fara fram á í samningum. Ég gæti svarið það ef að allt starfsfólk og verktakar líkamsræktarstöðva værið skikkað í eitthvað álíka myndi notkun á þessu og þá sérstaklega hjá yngri hópum hríðfalla.

En í raun er eina lausnin heildstæð ímyndarbreyting á fíkniefnum og sterum. Sem gerist ekki á meðan þetta er glamúrað allt frá hollywood yfir í tónlist. Þannig ég held þetta sé frekar vonlaust.