Síða 1 af 2

AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fim 27. Mar 2014 14:35
af Aravil
Ákvað að skella saman á einn stað stuttum leiðbeiningum og spurningum sem fram hafa komið í hinum þræðinum. Bæti við eftir þörfum upplýsingum hérna.

Sækja AUR og setja upp veski

Farið inn á http://claim.auroracoin.org" onclick="window.open(this.href);return false; og skráið kt. og staðfestið gegnum sms eða facebook.
Eftir að búið er að staðfesta er hægt að leggja þessa AUR inná veski og stendur þá valið á milli pappírsveski, veski sem geymt er á tölvunni eða notast við vefsíðu sem heldur utanum aurinn.
Mæli með að geyma AUR á tölvunni ef ætlunin er ekki að breyta honum í bitcoin (og þaðan jafnvel í dollara/evrur).
Sækja veskið hér. Setja það upp og smella á "Receive Coins", copy-a adressuna í claim gluggan fyrir auroracoins.
Einnig er hægt að flytja AUR beint yfir á vefsíðu líkt og http://www.cryptsy.com" onclick="window.open(this.href);return false; þar sem hægt er að selja AUR fyrir bitcoin (nauðsynlegt til að breyta í dollara/evrur). Þá er ekki nauðsynlegt að setja upp veski á tölvunni heldur er notast við adressuna sem cryptsy gefur þér.

Selja AUR á Cryptsy

Eftir að búið er að skrá sig á Cryptsy er farið í Balances, finna Auroracoin í listanum, smella á hann og velja "Deposit / Autosell". Þar þarf að búa til adressu fyrir AUR sem síðan er hægt að leggja inná (úr veski eða setja gjöfina beint þangað inn).
Hægt er að setja autosell reglu en ef þetta er ein færsla er allt eins gott að sjá um það manually. Valið "Go to AUR/BTC Market" og hægra megin er "Sell AUR for BTC" þar er valið magn sem selja skal og fyrir hvaða verð. Hægt er að selja strax með því að velja verðið sem er í "Buy Orders" en hægt er að fá aðeins hærra verð ef maður fer eftir "Sell orders" en þá gerist það ekki strax heldur er beðið eftir einhverjum sem er tilbúin að versla á því verði.

Til hamingju! Bitcoins! Auðveldara er að koma bitcoins í evrur og dollara auk þess sem bitcoin er stabílli en AUR eins og er (ekki það að bitcoin sé stabíll).

Breyta bitcoin í dollara / evrur
Ég hef ekki farið í gegnum það ferli sjálfur og fer því ekki nánar í það. Hinsvegar er búið að benda á síður líkt og http://www.virwox.com" onclick="window.open(this.href);return false; til að skipta í dollara og senda á paypal aðgang og http://www.justcoin.com" onclick="window.open(this.href);return false; til að breyta í evrur/dollara og senda á bankareikning.

Bætt við: Á virwox.com getur maður sett inn bitcoins með því að velja deposit, þeim þarf að skipta í SLL og síðan í dollara. Síðan er hægt að gera withdraw og senda yfir á paypal email. Þetta ferli tók sirka klukkutíma.


FAQ
1. Ná peningum af pappírsveski
Til að koma AUR af pappírsveski og yfir á tölvu þarf að setja upp veski á tölvunni, undir Help > Debug Window og síðan Console er þessi skipun slegin inn "importprivkey AuroraCoinprivkey [label]" án gæsalappa þar sem AuroraCoinprivkey er private lykilinn og label getur verið hvað sem er.

2. Veski ekki í sync - óhætt að millifæra?
Já, óhætt er að millifæra á adressuna í veskinu þrátt fyrir að ekki sé sync. Færslan kemur þó ekki fram fyr en veskið er búið að sync-a.

3. Unconfirmed coins
Millifærslan kemur fyrst fram í unconfirmed þangað til 4-6 (ekki klár á fjölda) staðfestingar eru komnar frá öðrum veskjum á millifærslunni. Getur tekið misjafnlega langan tíma.

4. Encryption og backup á veskið?
Gott er að setja encryption á veskið sitt en það er gert með því að fara í Settings > Encrypt Wallet, skráð eitthvað til að encrypta veskið og smellt á OK.
Til að gera backup af veskinu þarf að slökkva á forritinu, fara í run og skrifa %appdata% finna AuroraCoin möppuna og copy-a wallet.dat og geyma þá skrá á góðum stað.

5. Verðgildi á AUR?
Hægt er að sjá það á http://katla.forritun.org/aurora" onclick="window.open(this.href);return false; - Þakkir fær starionturbo hér á spjallinu. :)

6. Villa! Ekki fundust nógu góðar upplýsingar frá facebook.
Nafnið verður að stemma 100% við nafn í þjóðská, með íslenskum stöfum, millinafni og svo framvegis. Sama gildir um sms-ið, já.is upplýsingar verða að stemma við þjóðskrá fyrir það símanúmer.

Vona að þetta hjálpi einhverjum að þurfa ekki að fletta í gegnum 20bls þráð fyrir svör. Bæti einnig við hérna ef eitthvað vantar uppá.

ATH allar síður sem ég hef rekist á amk taka gjöld af öllum viðskiptum, það auk gengisbreytinga veldur því að ekki er fengin sama upphæð "í lokin" og hugsanlega búist var við í upphafi.

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fim 27. Mar 2014 15:15
af SIKk
Eg fæ alltaf thetta sama hvada stillingar eg hef a facebook
Villa! Ekki fundust nógu góðar upplýsingar frá facebook. Passaðu að gefa upp rétt nafn og afmælisdag á prófílnum þínum.

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fim 27. Mar 2014 15:17
af bjornvil
zjuver skrifaði:Eg fæ alltaf thetta sama hvada stillingar eg hef a facebook
Villa! Ekki fundust nógu góðar upplýsingar frá facebook. Passaðu að gefa upp rétt nafn og afmælisdag á prófílnum þínum.
Lenti í þessu þegar ég var að sækja AURana fyrir konuna mína. Hún var ekki með neina íslenska stafi í nafninu sínu á Facebook. Löguðum það og þá datt þetta strax í gegn.

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fim 27. Mar 2014 15:32
af siggi83
Getur einhver komið mining leiðbeiningar fyrir auroracoin?

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fim 27. Mar 2014 15:37
af HalistaX
siggi83 skrifaði:Getur einhver komið mining leiðbeiningar fyrir auroracoin?
Idiot proof helst, það kemur alltaf 'Failed to resolve' hjá mér

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fim 27. Mar 2014 15:42
af Gislinn
Aravil skrifaði:*snip*
FAQ
1. Ná peningum af pappírsveski
Til að koma AUR af pappírsveski og yfir á tölvu þarf að setja upp veski á tölvunni, undir Help > Debug Window og síðan Console er þessi skipun slegin inn "importprivkey AuroraCoinprivkey [label]" án gæsalappa þar sem label er private lykilinn.
*snip*
Label-inn getur verið hvað sem er, þú átt að setja private lykilinn þar sem stendur AuroraCoinprivkey. Ef einkalykillinn þinn er b5a68BBBBBBAAAAEITTHVAÐBULL og þú vilt að labelinn verði paperwallet þá verður skipunin:

Kóði: Velja allt

importprivkey b5a68BBBBBBAAAAEITTHVAÐBULL paperwallet

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fim 27. Mar 2014 15:52
af Aravil
Gislinn skrifaði:
Aravil skrifaði:*snip*
FAQ
1. Ná peningum af pappírsveski
Til að koma AUR af pappírsveski og yfir á tölvu þarf að setja upp veski á tölvunni, undir Help > Debug Window og síðan Console er þessi skipun slegin inn "importprivkey AuroraCoinprivkey [label]" án gæsalappa þar sem label er private lykilinn.
*snip*
Label-inn getur verið hvað sem er, þú átt að setja private lykilinn þar sem stendur AuroraCoinprivkey. Ef einkalykillinn þinn er b5a68BBBBBBAAAAEITTHVAÐBULL og þú vilt að labelinn verði paperwallet þá verður skipunin:

Kóði: Velja allt

importprivkey b5a68BBBBBBAAAAEITTHVAÐBULL paperwallet
Ahh takk fyrir þetta, laga póstinn.

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fim 27. Mar 2014 15:58
af Xberg
HalistaX skrifaði:
siggi83 skrifaði:Getur einhver komið mining leiðbeiningar fyrir auroracoin?
Idiot proof helst, það kemur alltaf 'Failed to resolve' hjá mér
Hérna eru góðar byrjanda leiðbeiningar. :baby

http://doges.org/index.php?topic=592.0 < GPU + CPU

http://mincointalk.com/index.php?topic=9.0 < GPU AMD

https://en.bitcoin.it/wiki/Mining_Hardware_Comparison < GPU + CPU + ASIC minign listi

Svo er bara að finna sér Pool síðu til að mina á.

Ég nota http://www.Multipool.us sem er með bæði SHA-256 & Scrypt mining og skiptir á milli bestu coin-in til að mina.

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fim 27. Mar 2014 17:33
af capteinninn
Þarf ég ekki að selja neinum BTC á virvow heldur sér síðan um þetta fyrir mann ?

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fim 27. Mar 2014 18:56
af Orri
870 dollarar komnir á PayPal reikninginn minn! Takk fyrir leiðbeiningarnar! :)

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fim 27. Mar 2014 21:48
af jonolafur
Hefur einhver reynslu af USB Minerum og hvort þeir virki á Aur?


http://buyahash.com/shop/blue-fury-usb- ... 2-2-7-ghs/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.amazon.com/ASICMiner-Block-E ... =usb+miner" onclick="window.open(this.href);return false;
https://products.butterflylabs.com/home ... miner.html" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.amazon.com/BITMAIN-ANTMINER- ... y_pc_img_z" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fim 27. Mar 2014 22:12
af Tiger
jonolafur skrifaði:Hefur einhver reynslu af USB Minerum og hvort þeir virki á Aur?


http://buyahash.com/shop/blue-fury-usb- ... 2-2-7-ghs/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.amazon.com/ASICMiner-Block-E ... =usb+miner" onclick="window.open(this.href);return false;
https://products.butterflylabs.com/home ... miner.html" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.amazon.com/BITMAIN-ANTMINER- ... y_pc_img_z" onclick="window.open(this.href);return false;
Neibb, annars staðall

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fim 27. Mar 2014 22:15
af jonolafur
Tiger skrifaði:
jonolafur skrifaði:Hefur einhver reynslu af USB Minerum og hvort þeir virki á Aur?


http://buyahash.com/shop/blue-fury-usb- ... 2-2-7-ghs/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.amazon.com/ASICMiner-Block-E ... =usb+miner" onclick="window.open(this.href);return false;
https://products.butterflylabs.com/home ... miner.html" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.amazon.com/BITMAIN-ANTMINER- ... y_pc_img_z" onclick="window.open(this.href);return false;
Neibb, annars staðall
En eru þeir að virka á aðra gjaldmiðla? BTC, LTC?

Edit: Ættla að ummorða, Er það að ganga vel að nota USB Minera á aðra gjaldmiðla?

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fim 27. Mar 2014 22:35
af dori
Þessir USB minerar eru gerðir fyrir Bitcoin held ég.

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fim 27. Mar 2014 23:19
af Tiger
jonolafur skrifaði:
Tiger skrifaði:
jonolafur skrifaði:Hefur einhver reynslu af USB Minerum og hvort þeir virki á Aur?


http://buyahash.com/shop/blue-fury-usb- ... 2-2-7-ghs/" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.amazon.com/ASICMiner-Block-E ... =usb+miner" onclick="window.open(this.href);return false;
https://products.butterflylabs.com/home ... miner.html" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.amazon.com/BITMAIN-ANTMINER- ... y_pc_img_z" onclick="window.open(this.href);return false;
Neibb, annars staðall
En eru þeir að virka á aðra gjaldmiðla? BTC, LTC?

Edit: Ættla að ummorða, Er það að ganga vel að nota USB Minera á aðra gjaldmiðla?
Bitcoin já, ekki lightcoin (sem eru sami staðall og AUR).

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fös 28. Mar 2014 13:01
af Arnarmar96
voru aurarnir hjá ykkur lengi að koma inn á Cryptsy líka? búinn að bíða í 10 min nuna

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fös 28. Mar 2014 13:04
af dori
Arnarmar96 skrifaði:voru aurarnir hjá ykkur lengi að koma inn á Cryptsy líka? búinn að bíða í 10 min nuna
Ef þú myndir skoða hinn þráðinn fengirðu svar við því. Já. Það getur tekið frá (hugsanlega undir) klukkustund og upp í 24 klukkustundir fyrir þig að geta notað þetta á Cryptsy.

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fös 28. Mar 2014 13:06
af Arnarmar96
dori skrifaði:
Arnarmar96 skrifaði:voru aurarnir hjá ykkur lengi að koma inn á Cryptsy líka? búinn að bíða í 10 min nuna
Ef þú myndir skoða hinn þráðinn fengirðu svar við því. Já. Það getur tekið frá (hugsanlega undir) klukkustund og upp í 24 klukkustundir fyrir þig að geta notað þetta á Cryptsy.
okeiii, takk :D

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fös 28. Mar 2014 14:25
af Embee
Hvernig er þetta með bankaupplýsingar inn á justcoin, á að nota IBAM eða International?
Það virkaði ekki að nota IBAM hjá mér, hvað á maður að setja í Account Number gluggann undir International? Á ekki að setja alla rununa Banki-HB-Reikningsnr?

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fös 28. Mar 2014 18:04
af mercury
fæ bara wallet "out of sync" er alveg ekki að átta mig á þessu öllu saman..

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fös 28. Mar 2014 18:39
af Oak
Held að það ætti frekar að sleppa þessum þræði...þið gerið bara gjaldmiðilinn gjörsamlega verðlausann með því að selja allt saman...

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fös 28. Mar 2014 18:44
af halldorjonz
Oak skrifaði:Held að það ætti frekar að sleppa þessum þræði...þið gerið bara gjaldmiðilinn gjörsamlega verðlausann með því að selja allt saman...
Nkl. Hef aldrei skilið afhverju allir voru að segja öllum hvernig maður ætti að selja aurinn sinn fyrir íslenskar krónur í endan...
Var ekki ástæðan fyrir þessum coin að reyna vera eitthverss virði og vera í stað þessar handónýtu krónu...
En það er búið að kenna fólki frá upphafi að það eigi instanly að selja þetta því þetta er þá frír peningur..

En mér er svo sem sama þannig lagað.. Eitthverstaðar hættir þetta og þá verður þetta vonandi stabílt.

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fös 28. Mar 2014 19:21
af Sultukrukka
Þetta er win-win fyrir báða aðila.

Þeir sem vilja selja og fá cash, þeir selja og fá cash.

Þeir sem vilja halda hafa tækifæri til að sanka að sér cheap AUR.

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fös 28. Mar 2014 20:31
af Oak
Þetta er pottþétt líka að hafa áhrif á btc...ekki lækkað svona mikið í þó nokkurn tíma... :(

Re: AUR - Stuttar leiðbeiningar & FAQ

Sent: Fös 28. Mar 2014 20:35
af halldorjonz
Nei, við erum peð í þessu bitcoin, þú þarft að selja ótrúlega mikið bitcoin til að geta breytt verðinu.

Og það kom rumour út í gær eða fyrradag um að Kína væri að fara setja refsilög á banka sem taka við eitthverju tengt bitcoin eða eitthvað, basicly gaf þeim frest til 15 apríl.
Þetta var er mjög stórt ef satt er og þess vegna kom mikið panic, kína er stórpartur af markðinum og ég vona innilega ða þetta sé feik!!