Síða 1 af 1

Hjálp með flunkunýja tölvu

Sent: Lau 15. Mar 2014 22:45
af Siggihp
Sælir,

Ég setti saman tölvu í gærkvöldi, ekki í fyrsta skipti, og setti upp windows á henni. Svo í morgun þá vill hún ekki kveikja á sér. Þetta lýsir sér svona: Tengi alla kapla í móðurborðið (power, reset, fjögra pinna og 24 pinna), tengi rafmagnssnúru frá psu í vegg, kveiki á psu, ýti á ON takkan á tölvunni og það kemur svona lítið click hljóð í psu og svo ekkert meir.

Ég er búinn að prófa að rífa hana í sundur, og setja hana aftur saman fyrir utan kassann. Ég prófaði að taka innra batterýið úr til að reseta biosinn, það gekk ekki.

Íhlutir tölvunnar + 4gb ram úr annarri tölvu sem er í fullu fjöri + 500 gb diskur

Er einhver hér með undra lausn eða er þetta glataður pjéningur?

Re: Hjálp með flunkunýja tölvu

Sent: Lau 15. Mar 2014 22:47
af lukkuláki
Er þetta PSU örugglega í lagi? gæti það ekki bara hafa bilað? Ég myndi allavega byrja á að tékka á því.

Re: Hjálp með flunkunýja tölvu

Sent: Lau 15. Mar 2014 23:01
af Thormaster1337
Lenti í sama vandamáli með minn aflgjafa með "click" hljóðið og gat ekki ræst tölvuna,
fór yfir allar tengingar líka
skipti bara um aflgjafa þá var allt í lagi,, og fór með minn gamla Corsair AX1200 niðrí tölvulistann og fékk nýjan
Keyptiru allt glænýtt , aflgjafan og þess háttar?

annars Prufaðu að setja annan aflgjafa í tölvuna.

Re: Hjálp með flunkunýja tölvu

Sent: Lau 15. Mar 2014 23:04
af Siggihp
keypti allt nýtt sem er í íhlutir linknum. Það virkaði allt í gærkvöldi. Ég prófa annan aflgjafa, fer annars með tölvuna á mánudaginn.

Re: Hjálp með flunkunýja tölvu

Sent: Mán 17. Mar 2014 21:36
af Siggihp
Móðurborðið var farið, Kísildalsmenn fundu útúr þessu og voru snöggir að skipta +1 fyrir þá!