Síða 1 af 4
Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Fös 07. Mar 2014 02:04
af Olafst
Þetta er alveg með skemmtilegri fyrirlestrum sem ég hef séð.
Hilmar Veigar hjá CCP er að fjalla um íslensku krónuna og hvernig hún hefur haft áhrif á rekstur CCP síðustu árin ásamt því að gagnrýna stefnu ríkisstjórnarinnar í stuðningi(eða skort á) við sprotafyrirtæki.
Það er ekki oft sem svona þurr mál geta orðið skemmtileg, en honum tekst það algjörlega.
Upptakan er hér:
http://livefromiceland.com/iframe/?widt ... start=7126" onclick="window.open(this.href);return false;
Ef einhver var fylgjandi byggingu áburðarverksmiðju þá breytist sú skoðun væntanlega(vonandi) eftir þetta áhorf
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 12:02
af Dagur
Ég var að horfa á þetta og ég er alveg sammála þér. Frábær ræða.
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 12:19
af hkr
Mjög flott ræða hjá honum.
Sérstaklega ánægður með hvernig hann tæklar skoðanir vs. staðreyndir og er ófeiminn að viðurkenna að hans skoðanir eru útfrá hans hagsmunum.
Finnst stundum eins og það ætti að vera "IMO" fyrir framan 90% af því sem ratar á netið, hvort sem það sé hér á vaktinni, facebook, twitter eða annars staðar.
En ef einhverjir eru að lenda í því að livefromiceland sé að stoppa og buffer'a í tíma og ótíma að þá var einhver búinn að henda þessu á youtube:
https://www.youtube.com/watch?v=jN2uloZa75c" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 13:34
af Sallarólegur
Djö er hann góður.
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 14:44
af Frikkasoft
Get verið sammála honum með nánast allt. Hendum þessari krónu og tölum aldrei um hana aftur
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 15:26
af Kristján
Þetta er meistari meistarana, déskotans snillingur.33
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 16:03
af gullielli
Hef aldrei horft á annað eins rúst. Fáránlega flott ræða, hann tæklar málefnið þannig að allir skilja. Glærurnar í lokin eru alveg hreint ótrúlegar.
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 16:18
af GuðjónR
Rauði þráðurinn hjá honum er að það er ekkert plan! Það veit enginn neitt, það gengur ekki að reka þjóðfélagið áfram með hugarfarinu "þetta reddast".
Stjórnvöld vilja ekki dömpa krónunni því þá þurfa þau að sýna ábyrga stjórnun, hingað til hafa þau getað fellt gengið og aukið þannig verðmætin fyrir vini sína í LÍÚ á kostnað almennings, það munu þeir ekki geta ef við fáum alvöru gjaldmiðil. Á sama tíma gengur heldur ekki að reka krónu í skjóli hafta. Þetta kerfi er algjörlega dauðadæmt.
Já þessi ræða var algjört "rúst" hjá honum.
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 16:24
af Garri
Má ég dirfast að spyrja?
Getur verið að ESB glýjan sé að birgja ykkur eitthvað sýn og meðvirknin taki yfir?
Byrjaði á að hlusta og ég bara gapti.. stendur ekki steinn yfir steini í þessu hjá honum.. en kannski lagast þetta þegar lengra er komið?
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 16:29
af Gislinn
Garri skrifaði:Má ég dirfast að spyrja?
Getur verið að ESB glýjan sé að birgja ykkur eitthvað sýn og meðvirknin taki yfir?
Byrjaði á að hlusta og ég bara gapti.. stendur ekki steinn yfir steini í þessu hjá honum.. en kannski lagast þetta þegar lengra er komið?
Óháð ESB-stefnu manna þá hljóta flestir hugsandi menn að sjá að ISK er dauðadæmdur gjaldmiðill sem við hefðum átt að vera löngu búin að losa okkur við.
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 16:32
af Garri
Gislinn skrifaði:Garri skrifaði:Má ég dirfast að spyrja?
Getur verið að ESB glýjan sé að birgja ykkur eitthvað sýn og meðvirknin taki yfir?
Byrjaði á að hlusta og ég bara gapti.. stendur ekki steinn yfir steini í þessu hjá honum.. en kannski lagast þetta þegar lengra er komið?
Óháð ESB-stefnu manna þá hljóta flestir hugsandi menn að sjá að ISK er dauðadæmdur gjaldmiðill sem við hefðum átt að vera löngu búin að losa okkur við.
Alls ekki.
Krónan er ekkert öðruvísi en hver annar gjaldmiðill. Hún er í raun aðeins nafn. Hefur ekkert blóð, engan heila, ekkert hjarta, þarf ekki einu sinni að vera eiginlegur hlutur, aðeins konsept.
Hvernig það er hægt að kenna krónu um lélega efnahagsstjórn hefur mér alltaf verið mikið umhugsunarefni. Aldrei skilið þá áráttu.
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 16:40
af rango
Garri skrifaði:
Hvernig það er hægt að kenna krónu um lélega efnahagsstjórn hefur mér alltaf verið mikið umhugsunarefni. Aldrei skilið þá áráttu.
Ef við erum með gjaldmiðil sem "ESB" á, þá getum við væntanlega ekki skemt fyirr okkur sjálfum?
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 16:42
af Gislinn
Garri skrifaði:Alls ekki.
Krónan er ekkert öðruvísi en hver annar gjaldmiðill. Hún er í raun aðeins nafn. Hefur ekkert blóð, engan heila, ekkert hjarta, þarf ekki einu sinni að vera eiginlegur hlutur, aðeins konsept.
Hvernig það er hægt að kenna krónu um lélega efnahagsstjórn hefur mér alltaf verið mikið umhugsunarefni. Aldrei skilið þá áráttu.
Ó plís. Krónan hefur verið notuð sem verkfæri stjórnmálamanna á Íslandi til að komast undan því að stjórna landinu almennilega. Gengisfelling krónunar hefur verið notuð ítrekað til að "bjarga málunum" sem hefur oftar en ekki skelfilegar afleiðingar fyrir íslendinga til lengri tíma (sjáum bara fyrri og núverandi gjaldeyrishöft sem dæmi).
Það er ekki léleg efnahagsstjórn á Íslandi
vegna þess að við erum með krónu (þótt hún er vissulega tól lélegra efnahagsstjórnar og hefur gefið góð tækifæri fyrir lélega efnahagsstjórn til að blómstra á Íslandi), hinsvegar er Íslenska krónan dauðadæmd útaf lélegri efnahagsstjórn og hvernig hún hefur verið notað undanfarin ár. Stjórnmálamenn (og þessar handónýtu eftirlitsstofnanir sem eru á Íslandi) gætu ekki hagað sér eins og þeir gera ef við værum með almennilegan gjaldmiðil.
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 16:43
af halldorjonz
Er ekki búinn að horfa á þetta, en eg hef alltaf viljað fá annað en þessa krónu, þetta er svo handónýtt fyrirbæri, svo einangrað drasl..
ég meina hver vill fá íslenska krónu? Hvað er málið með að þurfa alltaf að vera með allt alveg sér, þetta er alltaf þessi hugsun"já við erum sko sjálfstæð þjóð !! enginn stjórnar okkur!!" blah
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 16:43
af GuðjónR
Garri skrifaði:Krónan er ekkert öðruvísi en hver annar gjaldmiðill. Hún er í raun aðeins nafn. Hefur ekkert blóð, engan heila, ekkert hjarta, þarf ekki einu sinni að vera eiginlegur hlutur, aðeins konsept.
Hvernig það er hægt að kenna krónu um lélega efnahagsstjórn hefur mér alltaf verið mikið umhugsunarefni. Aldrei skilið þá áráttu.
Alveg rétt, krónan er bara ávísun á verðmæti ekkert annað.
Krónan ekki orsök slæmrar efnahagstjórnunna en staða hennar er afleiðing slæmrar efnahagsstjórnunar.
Með öðrum orðum þá er hún er fínt tæki fyrir skussana að breiða yfir skítinn sinn.
Ef gengi hennar væri fest við annan miðil, t.d. NK eða DK þá strax væri búið að klippa á þann möguleika að misnota hana eins og gert hefur verið frá upphafi.
Þegar við tókum íslensku krónuna í notkun þá var gengi hennar það sama og gengi dönsku krónunnar.
Verðgildi hennar hefur rýrnað um 99.97% frá því að hún var tekin upp.
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 16:51
af Garri
GuðjónR skrifaði:Garri skrifaði:Krónan er ekkert öðruvísi en hver annar gjaldmiðill. Hún er í raun aðeins nafn. Hefur ekkert blóð, engan heila, ekkert hjarta, þarf ekki einu sinni að vera eiginlegur hlutur, aðeins konsept.
Hvernig það er hægt að kenna krónu um lélega efnahagsstjórn hefur mér alltaf verið mikið umhugsunarefni. Aldrei skilið þá áráttu.
Alveg rétt, krónan er bara ávísun á verðmæti ekkert annað.
Krónan ekki orsök slæmrar efnahagstjórnunna en staða hennar er afleiðing slæmrar efnahagsstjórnunar.
Með öðrum orðum þá er hún er fínt tæki fyrir skussana að breiða yfir skítinn sinn.
Ef gengi hennar væri fest við annan miðil, t.d. NK eða DK þá strax væri búið að klippa á þann möguleika að misnota hana eins og gert hefur verið frá upphafi.
Þegar við tókum íslensku krónuna í notkun þá var gengi hennar það sama og gengi dönsku krónunnar.
Verðgildi hennar hefur rýrnað um 99.97% frá því að hún var tekin upp.
Rétt hjá þér. Krónan er ekki léleg. Ekki hægt að kenna krónunni um eitt eða neitt. Slæm efnahagsstjórn mun hinsvegar birtast m.a. í gengissigi krónunnar, en ekki bara.
Tökum aðeins það sem kemur framanlega fram þarna í þessu myndbandi.
Þessi maður skilur ekki hvað gengi krónu er og hvernig það stýrist. Hann heldur undir einhverju bleiku skýi að innkaup á flatskjám hafi styrkt gengið árið 2005. Auðvitað er það ekki svo. Ef landinn kaupir mikið erlendis frá, þá veikist gengið. Þver öfugt á við það sem hann heldur.
En auðvitað lætur svona jaxl slík smáatriði ekki stoppa sig og heldur áfram og næst sýnir hann línurit þar sem hann grenjar undan styrkingu krónunnar.
Aftur kennir hann krónunni um. En hvað. Hvað skyldi það vera sem styrkti krónuna?
Ööööhhhh.. jú, erlend lán frá ESB. Bankar, fyrirtæki, útrásin, borg og sveitarfélög tóku þúsundir miljarða að láni frá ESB bönkum. Þetta var hægt af því að við gengum í EES 1997 og eftir að hafa galopna fjármagnsmarkaðinn, þá flæddi inn erlend lán.. með þeirri augljósu niðurstöðu að krónan styrktist.
Ok.. þessi maður botnar eflaust ekkert í þessu enda rýmar það ekki við önnur tilfinningarök hjá honum. Það að það var upptaka okkar í EES sem olli því að hægt var að skuldsetja landið og styrkja krónuna er alltof óþægilegt og í raun bannorð hér á landi.
Hvað gerðist svo haustið 2008? Jú, krónan féll því við hættum að moka inn erlendum lánum frá ESB
Og hvar er græna svæðið á þessu línuriti sem sýnir alla þá miljarða sem það gengisfall hefur búið til handa CCP?
Síðan má spyrja sig. Hvernig heldur þessi jaxl að staða þessi fyrirtækis væri ef Ísland væri með fastgengi og miðað við árið 2000 sem dæmi?
More to come..
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 16:55
af Stutturdreki
Garri skrifaði:Hann heldur undir einhverju bleiku skýi að innkaup á flatskjám hafi styrkt gengið árið 2005. Auðvitað er það ekki svo. Ef landinn kaupir mikið erlendis frá, þá veikist gengið. Þver öfugt á við það sem hann heldur.
Þetta með flatskjáina er skot á, að mig minnir, Björgúlf (eða Björgólf.. man aldrei hvað hann heitir) sem vildi kenna almenningi sem keyptu flatskjái um bankahrunið.
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 17:03
af Garri
Stutturdreki skrifaði:Garri skrifaði:Hann heldur undir einhverju bleiku skýi að innkaup á flatskjám hafi styrkt gengið árið 2005. Auðvitað er það ekki svo. Ef landinn kaupir mikið erlendis frá, þá veikist gengið. Þver öfugt á við það sem hann heldur.
Þetta með flatskjáina er skot á, að mig minnir, Björgúlf (eða Björgólf.. man aldrei hvað hann heitir) sem vildi kenna almenningi sem keyptu flatskjái um bankahrunið.
Nei. Hann segir fyrst að það hafa gerst vegna spákaupmennsku sem er líka algjört bull. En fer síðan út í þessa mjög svo barnalegu útskýringu sem þar auki er gargandi röng. Erlend innkaup veikja krónuna. Erlend lántaka styrkir hana.
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 17:05
af dori
Þú gerir þér grein fyrir því að Hilmar var með "tounge in cheek" komment allt í gengnum ræðuna. Þetta flatskjárkomment var eitt slíkt.
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 17:08
af Garri
dori skrifaði:Þú gerir þér grein fyrir því að Hilmar var með "tounge in cheek" komment allt í gengnum ræðuna. Þetta flatskjárkomment var eitt slíkt.
Það er virkilega dapurt að byggja svona fyrirlestur á grunni uppstands, gríni og glettni og allt án þess að hafa skilið sjálfur eina einustu staðreynd eða raun forsendu.
Var til dæmis að hlusta á þetta með að borga starfsfólki í Evrum. Þóttist greiða þeim hærra kaup með því að miða við 120kr./Evruna en staðreyndin er auðvitað að hann er að borga þeim mun lægra þar sem Evran er um 160kr
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 17:13
af GuðjónR
Það sem er verst við okkar kerfi er útfærslan á því.
Flestir eru með launin sín í krónum en skuldbindingar, þ.e. húsnæðislánin í verðtryggðum krónum.
Þetta er sitthvort gjaldmiðillinn.
Síðan gerist það að skuldahliðin hækkar út af verðtryggingunni, það orsakar þörf fyrir hærri laun sem aftur hækkar verðtryggðu krónurnar.
Þetta verður að hringavitleysu þar sem allt hækkar nema kaupmáttur. Bankanir græða svo á öllu saman þar sem þeir búa til peningana og hafa hag af verðtryggingunni. Það getur fólk séð með því að skoða hagnaðartölur bankanna og bera þær saman við verðbólgu og peningamagn í umferð.
Það sem þyrfti að gera er:
- Færa peningamyndun af einkabönkunum yfir til Seðlabankans.
- Afnema verðtryggingu til neytenda (þetta er afleiða sem á bara að standa fyrirtækjum til boða).
- Festa fengi krónunnar við gengi þess ríkis sem við stundum mest viðskipti við eða taka upp annan gjaldmiðil.
- Lækka vexti verulega, seðlabankavextir eiga ekki að vera tuttugufaldir vextir evrópska seðlabankans.
- Aflétta gjaldeyrishöftum, hægt með því að vera tímabundið með tvo gjaldmiðla eins og Þjóðverjar gerðu eða setja 98%skatt á snjóhengjuna.
- Til að hægt sé að hrinda liðum A-E í framkvæmd þurfum við að uppræta spillingu og breyta stjórnkerfinu.
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 17:21
af Garri
GuðjónR skrifaði:Það sem er verst við okkar kerfi er útfærslan á því.
Flestir eru með launin sín í krónum en skuldbindingar, þ.e. húsnæðislánin í verðtryggðum krónum.
Þetta er sitthvort gjaldmiðillinn.
Síðan gerist það að skuldahliðin hækkar út af verðtryggingunni, það orsakar þörf fyrir hærri laun sem aftur hækkar verðtryggðu krónurnar.
Þetta verður að hringavitleysu þar sem allt hækkar nema kaupmáttur. Bankanir græða svo á öllu saman þar sem þeir búa til peningana og hafa hag af verðtryggingunni. Það getur fólk séð með því að skoða hagnaðartölur bankanna og bera þær saman við verðbólgu og peningamagn í umferð.
Það sem þyrfti að gera er:
- Færa peningamyndun af einkabönkunum yfir til Seðlabankans.
- Afnema verðtryggingu til neytenda (þetta er afleiða sem á bara að standa fyrirtækjum til boða).
- Festa fengi krónunnar við gengi þess ríkis sem við stundum mest viðskipti við eða taka upp annan gjaldmiðil.
- Lækka vexti verulega, seðlabankavextir eiga ekki að vera tuttugufaldir vextir evrópska seðlabankans.
- Aflétta gjaldeyrishöftum, hægt með því að vera tímabundið með tvo gjaldmiðla eins og Þjóðverjar gerðu eða setja 98%skatt á snjóhengjuna.
- Til að hægt sé að hrinda liðum A-E í framkvæmd þurfum við að uppræta spillingu og breyta stjórnkerfinu.
Flott. Á allt þetta hef ég ítrekað bent og ritað þúsundir greina um.
Gagnrýndi peningaprentun eins og óður hundur öll árin fyrir hrun.
Gagnrýndi verðtrygginguna mörgum sinnum og geri enn.
Fastgengi er hinsvegar varhugavert vegna samkeppnishæfi okkar. Til dæmis, þá er dýrara fyrir launþega að búa á Íslandi en flestum stöðum öðrum út í heimi. Margir þættir sem spilar þar inn í. Við erum langt úr alfaraleið, þurfum að flytja aðföng og útflutning langar leiðir sem kostar. Við erum mjög fámenn. Við búum á svæði sem er harðbýlt og kallar á sterk og hlý hús sem kostar okkur mun meir að byggja þar sem við verðum að flytja stóran hluta af byggingarefni inn, osfv. osfv. osfv.
Vextir munu lækka ef við afnemum peningaprentun hlutabréfakerfa og fjármálastofnana.
Gjaldeyrishöft munu sjálfkrafa verða óþörf þegar við höfum náð skilningi á því hvað það er sem býr til raunverulegan kaupmátt lítils lands sem jafn lítt sjálfbært og Ísland. Það er, við verðum að efla gjaldeyristekjur og eða spara gjaldeyrisútgjöld. Erlend lántaka sem er ein af töfralausnum Þorsteins Páls og lykilatriðum plúsmegin hjá honum við inngöngu í ESB, er bannorð fyrir okkur... ja, nema við nauðsynlega þurfum.
Efast um að þessi jaxl þarna skilji eitt einasta af þessum atriðum sem þú taldir þarna upp. Það eina sem hann japlar á, er hversu krónan sé ónýt, aftur og aftur og aftur.
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 17:31
af Garri
rango skrifaði:Garri skrifaði:
Hvernig það er hægt að kenna krónu um lélega efnahagsstjórn hefur mér alltaf verið mikið umhugsunarefni. Aldrei skilið þá áráttu.
Ef við erum með gjaldmiðil sem "ESB" á, þá getum við væntanlega ekki skemt fyirr okkur sjálfum?
Ööööhh.. jú.
Jafn auðvelt og með krónu.
Það sem gerist og hefur gerst í nánast öllum jaðarsvæðum ESB samfara lélegri efnahagsstjórn og eða lélegu samkeppnishæfi, er að skuldir vaxa og vaxa og tekjurnar hætta að duga fyrir innflutningi, afborgunum af skuldum og þeirra vöxtum.
Slík lönd geta vissulega ekki fellt gengið, mikið rétt. En í staðin verða þau að skera niður og skera niður og skera niður.
Í dag er atvinnuleysi á sumum þessara svæða í ESB álíka eða jafnvel meira en atvinnuleysið var í Bandaríkjunum 1929, þegar kreppan var sem mest.
Því miður hefur krónan nákvæmlega ekkert með efnahagsstjórn að gera.
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 17:47
af Frikkasoft
Garri skrifaði:dori skrifaði:Þú gerir þér grein fyrir því að Hilmar var með "tounge in cheek" komment allt í gengnum ræðuna. Þetta flatskjárkomment var eitt slíkt.
Það er virkilega dapurt að byggja svona fyrirlestur á grunni uppstands, gríni og glettni og allt án þess að hafa skilið sjálfur eina einustu staðreynd eða raun forsendu.
Var til dæmis að hlusta á þetta með að borga starfsfólki í Evrum. Þóttist greiða þeim hærra kaup með því að miða við 120kr./Evruna en staðreyndin er auðvitað að hann er að borga þeim mun lægra þar sem Evran er um 160kr
Ohh, þú ert alveg að misskilja, þetta er ákkúrat öfugt.
CCP eru að borga þeim hærri laun í evrum því þeir miða við lágt evru gengi í krónum talið. T.d ef af starfsmaður var með 700.000kr í laun fyrir breytingu þá fær hann aðeins 4375 evrur ef það er miðað við 160k en 5833 ef það er miðað við 120kr. Semsagt þeim lægri gengu sem þeir miða við, þeim betra fyrir starfsmenn
Re: Hilmar Veigar (CCP) með fyrirlestur á Iðnþingi
Sent: Lau 08. Mar 2014 17:49
af Garri
Frikkasoft skrifaði:Garri skrifaði:dori skrifaði:Þú gerir þér grein fyrir því að Hilmar var með "tounge in cheek" komment allt í gengnum ræðuna. Þetta flatskjárkomment var eitt slíkt.
Það er virkilega dapurt að byggja svona fyrirlestur á grunni uppstands, gríni og glettni og allt án þess að hafa skilið sjálfur eina einustu staðreynd eða raun forsendu.
Var til dæmis að hlusta á þetta með að borga starfsfólki í Evrum. Þóttist greiða þeim hærra kaup með því að miða við 120kr./Evruna en staðreyndin er auðvitað að hann er að borga þeim mun lægra þar sem Evran er um 160kr
Ohh, þú ert alveg að misskilja, þetta er ákkúrat öfugt.
CCP eru að borga þeim hærri laun í evrum því þeir miða við lágt evru gengi í krónum talið. T.d ef af starfsmaður var með 700.000kr í laun fyrir breytingu þá fær hann aðeins 4375 evrur ef það er miðað við 160k en 5833 ef það er miðað við 120kr. Semsagt þeim lægri gengu sem þeir miða við, þeim betra fyrir starfsmenn
Hef þá misskilið hann.. fannst hann vera að segja að hann borgi í Evrum og sé að borga jafn hátt kaup og menn þar voru með fyrir hrun.
Viðbót: Tekjur CCP eru að langmestu leyti í erlendri mynt og Evru tekjur eru ekki 120kr/evran, heldur 160kr/evran.. þess vegna ætti CCP að greiða sínum starfsmönnum sömu laun í evrun og fyrir hrun, það er, næstum tvöfalt hærri laun í krónum. Þetta gæti CCP gert og það auðveldlega þar sem tekjur þess eru í erlendri mynt að mestu.