Síða 1 af 1

HDD að stríða mér

Sent: Fim 06. Mar 2014 11:21
af oskar9
Sælir Vaktarar

Ég er með einn SSD disk í vélinni minn og svo er ég með 1TB HDD í hot swap drifi framan á kassanum mínum, inná honum eru bara bíómyndir og þættir og ég tek hann oftast úr sambandi ef ég er ekki að horfa á neitt því víbringurinn og vinnsluhljóðin í hörðum diskum fer allveg rosalega í taugarnar á mér þegar maður er að keyra hljóðlátt kerfi.

Ég formattaði vélinni minn fyrir nokkrum vikum síðan og núna er HDD diskurinn farinn að vera með leiðindi. Hann er ekki í gangi alltaf þegar hann er í sambandi heldur virðist hann fara í einhverskonar "sleep" ef ég er ekki að gera eitthvað inná honum, sem er svosem gott og blessað, þá er hann ekki að víbra á meðan.

En það sem þetta veldur er að hann þarf alltaf að ræsa sig aftur áður en ég geri eitthvað í vélinni, ég er t.d með photoshop, steam, og fullt af forritum og leikjum sem hafa ekkert með HDD diskinn að gera heldur eru þau bara uppsett á SSD diskinn og það er frekar böggandi að vera með SSD disk og opna PS og forritið opnast ekki fyrr en HDD er búinn að keyra sig aftur í gang eftir þetta sleep mode.

Er einhvern veginn hægt að komast hjá þessu eða þarf hann alltaf að fara í gang ef maður opnar einhver forrit í vélinni ?

Re: HDD að stríða mér

Sent: Fim 06. Mar 2014 16:36
af svanur08
Já.... Ef þú ert með windows 7 farðu þá í control panel, power options, change plan settings, chance advanced power settings, hard disk, turn off hard disk after---breitir því í never. :happy

Re: HDD að stríða mér

Sent: Fim 06. Mar 2014 16:58
af oskar9
Þetta var akkúrat stillt á 20 mínútur, setti þetta á Never. Takk kærlega fyrir þetta :happy :megasmile