Síða 1 af 1

Hvaða síma á maður að fá sér

Sent: Mið 05. Mar 2014 00:43
af tomas52
sælir piltar ég er búinn að vera skoða síma er með iphone 4 og hann er algjörlega úrelt hræ þannig ég var að spá hvað maður ætti að fá sér næst, líst vel á LG G2 en svo veit maður ekki hvort að ég ætti að fara skoða samsung eða er eitthvað annað sem ég ætti að skoða hvað mæliði með hvað er besti síminn fyrir ca 80-100 þúsund

Re: Hvaða síma á maður að fá sér

Sent: Mið 05. Mar 2014 00:45
af halli7
iphone 5s

Re: Hvaða síma á maður að fá sér

Sent: Mið 05. Mar 2014 00:51
af eriksnaer
HTC One

Re: Hvaða síma á maður að fá sér

Sent: Mið 05. Mar 2014 00:56
af jonsig
Samsung galaxy sII . 50þúsund. Minn fer að ganga í fjórða ár bráðum og hann hefur aldrei bilað.

Re: Hvaða síma á maður að fá sér

Sent: Mið 05. Mar 2014 01:08
af Leetxor
Ég færi án efa í Nexus 5, HTC One eða LG G2. Fer líka allt eftir hvað þú vilt í síma.

Re: Hvaða síma á maður að fá sér

Sent: Mið 05. Mar 2014 01:24
af tomas52
þarf engin trúarbrögð í þennan þráð :) af hverju htc one og mér langar ekki í annan iphone :) en samkvæmt þessu http://gadgets.ndtv.com/htc-one-37-vs-l ... xus-5-1115" onclick="window.open(this.href);return false; er lgg2 að koma best út af þessum 3
þú segir hvað ég vil í síma .. gott batterý góð myndavél og stór skjár semsagt allir nýjir símar í dag þannig komið endilega með rök :)

Re: Hvaða síma á maður að fá sér

Sent: Mið 05. Mar 2014 02:12
af grimurkolbeins
Ég er búin að eiga alla þessa síma og er í dag með LG G2, gæti ekki hugsað mér að skipta hann er klárlega lang besti síminn á markaðnum, geðveikur IPS skjár, geðveik myndavél og geðveikt power, virkilega þéttur sími mæli með honum.

Re: Hvaða síma á maður að fá sér

Sent: Mið 05. Mar 2014 02:42
af Leetxor
tomas52 skrifaði:þarf engin trúarbrögð í þennan þráð :) af hverju htc one og mér langar ekki í annan iphone :) en samkvæmt þessu http://gadgets.ndtv.com/htc-one-37-vs-l ... xus-5-1115" onclick="window.open(this.href);return false; er lgg2 að koma best út af þessum 3
þú segir hvað ég vil í síma .. gott batterý góð myndavél og stór skjár semsagt allir nýjir símar í dag þannig komið endilega með rök :)

Get ekki sagt að ég mæli með samsung alla vegana. TouchWiz er mesta sorp sem ég hef notað. Heyrist á þér að þú ert búinn að ákveða að kaupa G2 og vildir bara fá komment á það til að vera viss. Ég segi LG G2 ef hann uppfyllir allar þínar kröfur.

Re: Hvaða síma á maður að fá sér

Sent: Mið 05. Mar 2014 08:54
af audiophile
LG G2 er frábær sími. S4 er frábær sími á nýlega lækkuðu verði. HTC One er flottur sími en með lélega myndavél (gúgglaðu htc one purple camera).

Annars er ekki svo langt í að Samsung S5 og Sony Z2 komi í sölu.

Re: Hvaða síma á maður að fá sér

Sent: Mið 05. Mar 2014 11:02
af vesley
audiophile skrifaði:LG G2 er frábær sími. S4 er frábær sími á nýlega lækkuðu verði. HTC One er flottur sími en með lélega myndavél (gúgglaðu htc one purple camera).

Annars er ekki svo langt í að Samsung S5 og Sony Z2 komi í sölu.

Stór meirihluti hrósar myndavélinni í HTC One fyrir góðar myndir og hvað þá í low light aðstæðum, þetta purple camera effect hrjáir ekki nema minnihluta símanna, þekki engann sem hefur lent persónulega í þessu.

G2 er flottur sími, það sem mér finnst plaga S4 er plastið, rosalega rispugjarnt og cheap fílíngur þó að síminn sjálfur sé frábær.

Re: Hvaða síma á maður að fá sér

Sent: Mið 05. Mar 2014 11:54
af mercury
finnst einmitt myndavélin í mínum ONE vera alveg frábær..