Síða 1 af 1

af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Þri 04. Mar 2014 19:26
af hakkarin
Veit að þetta er gömul frétt en þetta á ekkert mikið minna við núna: http://www.ruv.is/frett/afengisskattar-aldrei-haerri" onclick="window.open(this.href);return false;

Samkvæmt þessu að þá kostar 1 flaska af tinvoda (vodki) 6.200kr, en að raunverð vörunar sé bara 500 kr. Síðan er afgangurinn bara áfengisskattur og vsk...

verð: 500kr
áfengisgjald: 3.800kr
Vsk: 1.260kr

Þetta er bara svo mikið fokking kjaftæði að þetta er ekki fyndið :thumbsd

Og verst er að núverandi stjórn virðist ekki hafa áhuga á að laga þetta þrátt fyrir að hafa gagnrýnt þetta bull eitthvað á meðan vinstristjórnin var.

Þá segja sumir: "en þetta hjálpar með því að auka skatttekjur ríkisins og þá kostar ekki eins mikið að reka spítala og svona!". Vandamálið er að þetta er kjaftæði. Sala á áfengi skreppur bara saman við svona öfga-skattlagninu og þá er ríkið væntanlega ekki að græða meira. Ef að þessi gjöld væru lærri að þá myndi gróði ríkisins fyrir eina staka sölu ekki vera eins mikil, en heildargróði samt væntanlega meiri það sem að fólk gæti leyft sér meira og myndi kaupa meira.

Eruð þið ánægðir með áfengisgjaldið?

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Þri 04. Mar 2014 20:11
af svanur08
Hver er ánægður að þurfa að borga meira?

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Þri 04. Mar 2014 21:03
af Gislinn
hakkarin skrifaði:Ef að þessi gjöld væru lærri að þá myndi gróði ríkisins fyrir eina staka sölu ekki vera eins mikil, en heildargróði samt væntanlega meiri það sem að fólk gæti leyft sér meira og myndi kaupa meira.
Sem gæti ollið hærri kostnaði á heilbrigðisþjónustu.

Ég myndi segja að skattar vegna áfengisgjald mættu vera háir svo lengi sem að þeim er beint á rétta staði (þ.e. stór hluti þeirra skatta renni í forvarnir gegn vímu- og áfengisvandamálum ásamt rekstri heilbrigðisþjónustu). Ég tel háa skatta á Íslandi ekki endilega vera vandamál, það sem ég sé frekar sem vandamál er ógagnsætt fjármálakerfi sem hefur mjög rangar áherslur á úthlutun fjármagns.

EDIT: Óbeint tengt þessu þá tel ég fáranlegt að ríkið hafi einkarétt á að selja áfengi, ég skil ekki afhverju Hagkaup má ekki selja vín og bjór hjá sér. Ég bjó erlendis þar sem vín var selt i matvöruverslunum og það var mjög hentugt að geta verslað þetta um leið og maður keypti í matinn.

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Þri 04. Mar 2014 21:10
af hakkarin
Gislinn skrifaði: Sem gæti ollið hærri kostnaði á heilbrigðisþjónustu.
Hvernig þá? Ef að færri kaupa áfengi að þá minkar kanski kosnaður tengdur áfengi, en ef salan á áfengi minkar að þá lækka líka tekjur ríkisins...semsagt ríkið sparar ekkert.

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Þri 04. Mar 2014 21:23
af Hnykill
áfengi og tóbak t.d er munaðarvara.. s.s ekki lífsnauðsynlegt til að lifa af.. fólk ákveður hvort það vill reykja eða drekka sem viðbót við lífið sjálft.. rétt eins og það ákveður hvort það sé peningana virði þegar það tekur þá ákvörðun.. er kippa af bjór 5000 kr virði ? sumum finnst það og fjárfestir þá í bjór. aðrir ekki.

finnst það ekki vera flóknara en það :Þ ...og þetta á að vera dýrt.. svo fólk geri ekki of mikið af þessu eða eitthvað
.

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Þri 04. Mar 2014 21:30
af Gislinn
hakkarin skrifaði:
Gislinn skrifaði: Sem gæti ollið hærri kostnaði á heilbrigðisþjónustu.
Hvernig þá? Ef að færri kaupa áfengi að þá minkar kanski kosnaður tengdur áfengi, en ef salan á áfengi minkar að þá lækka líka tekjur ríkisins...semsagt ríkið sparar ekkert.
Aukin ofneysla á áfengi hefur í för með sér aukið álag á heilbrigðiskerfið í formi lifrasjúkdóma o.þ.h. Ofneysla áfengis er tengd áfengisverði, aðgengi að áfengi og forvörnum.
Hnykill skrifaði:áfengi og tóbak t.d er munaðarvara.. *snip*
Svo er það þetta. Ég tel fullkomlega réttlætanlegt að auka skatta á skaðlegum vímugjöfum í formi munaðarvöru-argumentsins.

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Þri 04. Mar 2014 21:56
af GuðjónR
Hnykill skrifaði:áfengi og tóbak t.d er munaðarvara.. s.s ekki lífsnauðsynlegt til að lifa af.. fólk ákveður hvort það vill reykja eða drekka sem viðbót við lífið sjálft.. rétt eins og það ákveður hvort það sé peningana virði þegar það tekur þá ákvörðun.. er kippa af bjór 5000 kr virði ? sumum finnst það og fjárfestir þá í bjór. aðrir ekki.

finnst það ekki vera flóknara en það :Þ ...og þetta á að vera dýrt.. svo fólk geri ekki of mikið af þessu eða eitthvað
.
Er þetta ekki of mikil forræðuishyggja, þ.e. að skattleggja hluti upp úr öllu ef þeir eru ekki "lífsnauðsynlegir" ?
Það er bara endalaust markt sem er ekki lífnauðsynlegt, gæti talið upp fullt af hlutum en nenni því ekki, getið horft 100 ár aftur í tímann og tekið út alla afþreyjingum eins og sjónvarp, útvarp, bíó internet etc...fólk lifði án þess að hafa þessa "lífsnauðsynlegu" hluti.

Áfengi og bjór á ekki að vera munaðarvara sem bara þeir efnameiri geta leyft sér, skrælingjarnir eiga að sætta sig við landa og síaðan spíra.
Þetta er rangt hugarfar.

p.s. Harpan kostaði tugi milljarað að skattfé, það kostar milljarða að reka hana á ári og á bara eftir að aukast eftir því sem hún eldist og viðhald eykst, ríkið borgar 85% með hverju einasta snobbhænsninu sem kaupir sér miða á Sinfó, varla er það lífsnauðsynlegt?

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Þri 04. Mar 2014 21:58
af htdoc
hakkarin skrifaði:Veit að þetta er gömul frétt en þetta á ekkert mikið minna við núna: http://www.ruv.is/frett/afengisskattar-aldrei-haerri" onclick="window.open(this.href);return false;

Samkvæmt þessu að þá kostar 1 flaska af tinvoda (vodki) 6.200kr, en að raunverð vörunar sé bara 500 kr. Síðan er afgangurinn bara áfengisskattur og vsk...

verð: 500kr
áfengisgjald: 3.800kr
Vsk: 1.260kr

Þetta er bara svo mikið fokking kjaftæði að þetta er ekki fyndið :thumbsd

Og verst er að núverandi stjórn virðist ekki hafa áhuga á að laga þetta þrátt fyrir að hafa gagnrýnt þetta bull eitthvað á meðan vinstristjórnin var.

Þá segja sumir: "en þetta hjálpar með því að auka skatttekjur ríkisins og þá kostar ekki eins mikið að reka spítala og svona!". Vandamálið er að þetta er kjaftæði. Sala á áfengi skreppur bara saman við svona öfga-skattlagninu og þá er ríkið væntanlega ekki að græða meira. Ef að þessi gjöld væru lærri að þá myndi gróði ríkisins fyrir eina staka sölu ekki vera eins mikil, en heildargróði samt væntanlega meiri það sem að fólk gæti leyft sér meira og myndi kaupa meira.

Eruð þið ánægðir með áfengisgjaldið?
Ég er ekki ánægður að borga svona mikið, ég kaup áfengi og finnst þetta vera rán, en ég þekki smá til starfsemi átvr, það er ágætt að byrja að fara yfir markmið átvr og pæla í þeim fyrst.
Áfengisálagning fer eftir hversu mikið áfeng varan er, því er t.d. sterkt vín svona hrikalega dýrt miðað við bjóra, um þetta má deila.
Sé áfengið ódýrara þá er hætta á óhófsamari drykkju, vandamálum tengt því, meira líkur á að alkólisti inní sumum kvikni meir o.s.frv. þetta snýst um það að pæla í hvað er þjóðhagslega hagstæðast. Það eru starfsmenn sem sjá um það að reyna reikna það út, rauninni hálfgerð bestun á þessum þætti fyrir þjóðina. Þeir hafa áhrif á þetta og telja þetta vera besta leiðin, þeir hafa enga aðra hagsmuni að gæta nema það sem er best fyrir þjóðina, þeir kaupa líka áfengi eins og við hin o.s.frv. en auðvitað má deila um hvernig áfengisálagning skal vera reiknuð milli tegunda en það er sannalega ástæða fyrir svona háu verði og það er ENGAN VEGIN til að fá meiri tekjur í ríkissjóð þó að sumum pólitíkusum finnist það ekkert slæmt og þeir snúa því yfir í stefnu sína en ástæðan fyrir álagningu er ekki komin úr pólitík hér á landi

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Þri 04. Mar 2014 22:34
af methylman
hakkarin skrifaði:Veit að þetta er gömul frétt en þetta á ekkert mikið minna við núna: http://www.ruv.is/frett/afengisskattar-aldrei-haerri" onclick="window.open(this.href);return false;

Samkvæmt þessu að þá kostar 1 flaska af tinvoda (vodki) 6.200kr, en að raunverð vörunar sé bara 500 kr. Síðan er afgangurinn bara áfengisskattur og vsk...

verð: 500kr
áfengisgjald: 3.800kr
Vsk: 1.260kr

Þetta er bara svo mikið fokking kjaftæði að þetta er ekki fyndið :thumbsd

Og verst er að núverandi stjórn virðist ekki hafa áhuga á að laga þetta þrátt fyrir að hafa gagnrýnt þetta bull eitthvað á meðan vinstristjórnin var.

Þá segja sumir: "en þetta hjálpar með því að auka skatttekjur ríkisins og þá kostar ekki eins mikið að reka spítala og svona!". Vandamálið er að þetta er kjaftæði. Sala á áfengi skreppur bara saman við svona öfga-skattlagninu og þá er ríkið væntanlega ekki að græða meira. Ef að þessi gjöld væru lærri að þá myndi gróði ríkisins fyrir eina staka sölu ekki vera eins mikil, en heildargróði samt væntanlega meiri það sem að fólk gæti leyft sér meira og myndi kaupa meira.

Eruð þið ánægðir með áfengisgjaldið?
Vodka er afar ódýrt í Rússlandi og Austur Evrópu yfirleitt, og þar er svakaleg áfengisneysla og slæmar afleiðingar drykkju sýnilegar öllum sem vilja sjá, svo þetta skiptir í raun engu máli hvort verðið er hátt eða ekki. Þeir sem hafa mikinn áhuga á því að drekka gera það sama hvað vínið kostar og eru bara fljótari á leiðinni á geðveikrahælið þar sem fólk er kannski handjárnað við rúmið mánuðum saman. Hérna heima er þó hjálp að fá t.d. hjá SÁÁ og afar sjaldgæft að fólk lendi á hæli, til langdvalar. Það var bara algengt fyrir tæplega þrjátíu árum að hæfileikaríkt og gott fólk lenti á geðdeildum og átti ekki afturkvæmt út í lífið aftur, eftir kannski fimm sex ára ferðalag með Bakkusi. Áfengi þarf að vera dýrt hvað heldurðu að það kosti að halda löggunni úti í bænum um helgar, þeir borga sem nota þú getur bara litið á skattana vem vegatoll og valið leiðina sjálfur :dead

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Þri 04. Mar 2014 23:20
af Hannesinn
Árið 2008 hafði ég ekki séð landabrúsa frá því ég var í menntó '96. Núna sé ég svoleiðis örugglega í annað-þriðja hvert skipti sem ég fæ mér í glas. Enginn áfengisskattur, vsk, eða minni áfengisneysla af því. :)

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Þri 04. Mar 2014 23:24
af Hnykill
brugga sjálfur bara ef þetta er eitthvað vesen :klessa

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Mið 05. Mar 2014 14:57
af hakkarin
Eitt sem að er þess virði að nefna sem að ég gleymdi að nefna upphaflega. Ef að fólk deyr fyrr vegna óheilbrigðs lífsstíls, að þá væntanlega þarf ekki að borga því neinn lífeyri eða eyða penningum í það eftir að það er orðið (ef að það verður) gamalt. Finnst það vera kaldhæðnislegt að fólk sem að segir að óhollusta kosti samfélagið penning sjái þetta ekki.

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Mið 05. Mar 2014 15:06
af snjokaggl
Útaf því að við kaupum það samt.

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Mið 05. Mar 2014 15:19
af hakkarin
snjokaggl skrifaði:Útaf því að við kaupum það samt.
Ég kaupi mér mjög lítið áfengi vegna þess hversu dýrt það er. Ég kaupi mér kanski svona 1-2 bjóra einu sinni á viku (stundum ekkert). Myndi leyfa mér meira ef að þetta væri ekki svona dýrt.

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Mið 05. Mar 2014 16:27
af Gislinn
hakkarin skrifaði:Ég kaupi mér mjög lítið áfengi vegna þess hversu dýrt það er. Ég kaupi mér kanski svona 1-2 bjóra einu sinni á viku (stundum ekkert). Myndi leyfa mér meira ef að þetta væri ekki svona dýrt.
Í fyrri [áfengis]umræðu þinni talar þú um að þú heimsækir einn ákveðinn bar oft (18. jan s.l.), spurning um að fara að kaupa bjór í ríkinu og fá hann ódýrari? :guy
hakkarin skrifaði:Eitt sem að er þess virði að nefna sem að ég gleymdi að nefna upphaflega. Ef að fólk deyr fyrr vegna óheilbrigðs lífsstíls, að þá væntanlega þarf ekki að borga því neinn lífeyri eða eyða penningum í það eftir að það er orðið (ef að það verður) gamalt. Finnst það vera kaldhæðnislegt að fólk sem að segir að óhollusta kosti samfélagið penning sjái þetta ekki.
:face ](*,) #-o Ég nenni ekki einu sinni að bíta á þetta fiskerí. [-X

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Mið 05. Mar 2014 20:55
af htdoc
hakkarin skrifaði:Eitt sem að er þess virði að nefna sem að ég gleymdi að nefna upphaflega. Ef að fólk deyr fyrr vegna óheilbrigðs lífsstíls, að þá væntanlega þarf ekki að borga því neinn lífeyri eða eyða penningum í það eftir að það er orðið (ef að það verður) gamalt. Finnst það vera kaldhæðnislegt að fólk sem að segir að óhollusta kosti samfélagið penning sjái þetta ekki.
En ef fólk deyr vegna óheilbrigðis heldur það hafi ekki kostað manneskjuna helling af peningum að berjast við kvilla tengdum því? Helduru að manneskjan hafi ekki þurft að leita til læknisaðstoðar og jafnvel leitað inná spítala vegna þess? Jafnvel nánir aðstandendur gætu einnig hafa þurft að borga vefna þátta sem fylgja þessum lífstíl.
Ég hef ekki tölurnar en ég er nokkuð viss um að m.v. meðaltal kostar óhollustun samfélagið miklu meira en það sparar á því að sumir og aðeins sumir þessa einstaklinga munu deyja vegna þess.

Það þarf líka að spá að margir lifa óhullustum lífsstíl og munu ekk lifa jafn lengi útaf því, samt deyr kannski manneskjan úr einhverju öðru, sem sagt ekki vegna óhollustunar, samt kostaði þessi óhollusta samfélagið helling.

Það er margt sem þarf að taka með í reikninginn..

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Fim 06. Mar 2014 00:25
af Nuketown
þyrfti að vera dýrara bara ef eitthvað er

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Fim 06. Mar 2014 03:39
af Sallarólegur
Af því að:

http://www.visir.is/erlendar-skuldir-is ... 1098638414" onclick="window.open(this.href);return false;
Erlendar skuldir Íslands nærri fjórtán þúsund milljarðar

Erlendar eignir þjóðarbúsins námu 8.206 ma.kr. í lok ársfjórð­ungsins en skuldir 13.917 ma.kr. Hrein staða við útlönd var því neikvæð um 5.711 ma.kr. og lækka nettóskuldir um tæpa 189 ma.kr. á milli ársfjórðunga. Að frátöldum innlánsstofnunum í slitameðferð námu eignir þjóðarbúsins 2.487 ma.kr. og skuldir 3.048 ma.kr. Hrein staða var því neikvæð um 561 ma.kr. að þeim undanskildum.

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Fim 06. Mar 2014 08:21
af Gúrú
hakkarin skrifaði:Þá segja sumir: "en þetta hjálpar með því að auka skatttekjur ríkisins og þá kostar ekki eins mikið að reka spítala og svona!". Vandamálið er að þetta er kjaftæði. Sala á áfengi skreppur bara saman við svona öfga-skattlagninu og þá er ríkið væntanlega ekki að græða meira. Ef að þessi gjöld væru lærri að þá myndi gróði ríkisins fyrir eina staka sölu ekki vera eins mikil, en heildargróði samt væntanlega meiri það sem að fólk gæti leyft sér meira og myndi kaupa meira.
Hvaðan fékkstu þær tölur? Mátt ekki nota orðið "kjaftæði" og tala með rassinum í sömu efnisgrein.

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Fim 06. Mar 2014 08:33
af Hannesinn
Sala á áfengi hefur farið minnkandi skv. fréttum seinustu ár. En í staðinn fyrir að að áætla að það þýði minnkandi neysla, þá þætti mér gaman að sjá einhverja könnun sem spyr að því.

Því að í minni reikningsbók, ef þú berð saman 1L landa fyrir 3000 og vodkaflösku sömu stærðar fyrir 8000, þá er valið frekar einfalt.

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Lau 08. Mar 2014 13:57
af Sallarólegur
Passið ykkur á bullinnu:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... ngi_eykst/" onclick="window.open(this.href);return false;

Sala áfengis í maí jókst um 3,4% miðað við sama mánuð í fyrra. Þá hefur sala áfengis aukist um 1,5% á fyrstu fimm mánuðum ársins í samanburði við sama tímabil á síðasta ári.

Alls seldust 1.637.000 lítrar af áfengi í maí sl. en 1.583.000 lítrar í maí í fyrra. Sem fyrr er lagerbjór fyrirferðarmestur, en í ár hafa verið seldir 5.252.000 lítrar. Það er nánast sama magn og hafði verið selt í maí í fyrra.

Athygli vekur á sala á ávaxtavíni eykst um 114% á milli ára. Í fyrra höfðu verið seldir 12.500 lítrar en í sl. mánuði voru lítrarnir 25.900.

Re: af hverju eru áfengisskattar svona ógeðslega háir?

Sent: Lau 08. Mar 2014 18:29
af htdoc
Sallarólegur skrifaði:Passið ykkur á bullinnu:
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... ngi_eykst/" onclick="window.open(this.href);return false;

Sala áfengis í maí jókst um 3,4% miðað við sama mánuð í fyrra. Þá hefur sala áfengis aukist um 1,5% á fyrstu fimm mánuðum ársins í samanburði við sama tímabil á síðasta ári.

Alls seldust 1.637.000 lítrar af áfengi í maí sl. en 1.583.000 lítrar í maí í fyrra. Sem fyrr er lagerbjór fyrirferðarmestur, en í ár hafa verið seldir 5.252.000 lítrar. Það er nánast sama magn og hafði verið selt í maí í fyrra.

Athygli vekur á sala á ávaxtavíni eykst um 114% á milli ára. Í fyrra höfðu verið seldir 12.500 lítrar en í sl. mánuði voru lítrarnir 25.900.
Það er samt óþarfi að vera með leiðindi.

En það er rétt sala alkóhóllítra jókst um 0.2% m.v. 2012 vs. 2013 ef skoðað eru heimildir: http://www.vinbudin.is/desktopdefault.a ... _read-348/" onclick="window.open(this.href);return false; Þessi munur er samt varla marktækur og því má segja að salan hefur haldið sér