Síða 1 af 1

Basic heimilisvél, hvað skal velja?

Sent: Mán 03. Mar 2014 18:25
af yamms
Sælir...

Ég var settur í það að uppfæra heimilistölvuna. Fyrir er 12 ára gömul dell sem hefur unnið fyrir sínu alla tíð en það er kominn tími til að gefa henni smá frí.

Tölvan er eingöngu notuð í netráp, word, excel og þannig basic vinnslu. Engir leikir eða neitt, nema kannski fb leikir og fleiri svona vafra-leikir max....

Hvað segið þið strákar (og stelpur, ef einhverjar eru), hvað á eg að velja?... var búinn að skoða þessar tvær:

http://tl.is/product/heimilistolva-1" onclick="window.open(this.href);return false;

og

http://kisildalur.is/?p=2&id=1550" onclick="window.open(this.href);return false;

Eru þið með aðrar/betri hugmyndir fyrir mig. Ég ætla að reyna að halda þessu undir 70-80 þúsund. Það þarf ekki skjá, lyklaborð, mús etc..

fyrirfram þakkir :)

Re: Basic heimilisvél, hvað skal velja?

Sent: Mán 03. Mar 2014 19:00
af Nitruz
Fyrir þetta sem þú ert að tala um þá held ég að það sé bara málið að kaupa það ódýrasta sem þú finnur.
Það ráða allar tölvur vel við svona notkun í dag.