Síða 1 af 2

Samsung Galaxy S5

Sent: Mán 24. Feb 2014 22:06
af audiophile
Þá er búið að kynna nýjasta undratæki Samsung.

http://www.theverge.com/2014/2/24/54416 ... ent-launch" onclick="window.open(this.href);return false;

Hvað finnst sérfræðingum? Ég er frekar óspenntur fyrir þessum síma og bjóst eiginlega við meiru.

Finnst þessi Sony sími vera mun meira spennandi.....

http://www.theverge.com/2014/2/24/54386 ... lease-date" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Mán 24. Feb 2014 22:35
af I-JohnMatrix-I
Sammála, Sony síminn er mun áhugaverðari.

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Mán 24. Feb 2014 22:38
af AntiTrust
Jafn óspennandi og S4. Úff hvað þetta er dull fyrir high-end tæki.

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Mán 24. Feb 2014 22:52
af Glazier
Varð fyrir miklum vonbrigðum.. var búinn að sjá rumours um að myndavélin ætti að vera nær 20mp og bakhliðin svona burstað stál, þá var þetta farið að hljóma spennandi.
Hefði viljað sjá meiri útlitsbreytingu.

Var búinn að ákveða að kaupa mér S5 þegar hann kæmi.. en hugsa að ég endi í Sony Xperia Z2, miikið flottara og meira spennandi tæki.

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Mán 24. Feb 2014 23:00
af Hrotti
ekki spenntur, ég stökk á GS4 þegar að hann kom en varð fyrir þvílíkum vonbrigðum.

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Mán 24. Feb 2014 23:12
af Tesy
Ég varð fyrir vonbrigðum!
Ætlaði loksins að skipta yfir í Android og planið var S5 en.. eftir að hafa horft á þetta event þá held ég að ég beili á S5 og finni eitthvað annað. Mér finnst hann ljótari en S4 í hönnun..

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Mán 24. Feb 2014 23:21
af GuðjónR
Fingrafaraskanni og burstað stál! hahaha herma eftir iPhone 5s much? er hann kannski til í gulllituðu líka? :megasmile

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Mán 24. Feb 2014 23:54
af KermitTheFrog
GuðjónR skrifaði:Fingrafaraskanni og burstað stál! hahaha herma eftir iPhone 5s much? er hann kannski til í gulllituðu líka? :megasmile
Fingrafaraskannar eru það sem koma skal í snjallsimum. En þessi fingrafaraskanni a víst að vera algert shit.

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Mán 24. Feb 2014 23:56
af tanketom
hefur einhver reynslu á sony xperia z? hvernig eru þið að fýla þá?

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Þri 25. Feb 2014 00:40
af gullielli
Sony z2 er batshit sexy! ég á Sony Xperia Z tabletið og ég gæti ekki verið ánægðari.. snilldar græja en ég myndi aldrei kaupa þetta á Íslandi, verðlagið er í algjöru rugli.. ég er samt iPhone maður svo ég bíð eftir iPhone6 áður en ég kaupi nýjan síma en z2 mobile er mjög sterkur kandídat.

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Þri 25. Feb 2014 08:54
af audiophile
Xperia Z og Z1 voru með frekar slöppum skjáum og hefur verið veikleiki Sony lengi. Nú eru þeir víst búnir að hífa upp um sig buxurnar og komnir með fantagóðan IPS skjá á Z2.

Varðandi S5, þá sé ég aðeins hvað þeir eru að gera. Það er komin smá stöðnum í þessi flaggskip og ef þeir ætla að halda áfram að selja S línuna sína í því magni sem þeir þurfa, þá þarf að gera eitthvað sem selur. Ef maður hugsar út í það þá á vatnsvörn+púlsmælir+fitness forrit eftir að selja miklu fleiri síma en 3GB í RAM í stað 2GB osfv. Svo hefur lengi verið talað um að Samsung komi með hærri línu en S og átti að kallast F sem yrði þá highend lína með álboddý og öllu nerdgasm dótinu á hærra verði.

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Þri 25. Feb 2014 11:20
af hfwf
Er enginn veginn overly impressed á s5, eiginlega smá fyrir vonbrigðum. Annars með Z2 þá finnst þér það deal breaker að hafa onscreen takkana í stað eins og Samsung er með það, tekur skjápláss. Ætli HTC eigi ekki vinninginn í ár so far.

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Þri 25. Feb 2014 11:40
af oskar9
Samesung

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Þri 25. Feb 2014 12:04
af worghal
Synist ad hann se litid betri en s4+
0,2 ghz meira i cpu, heart rate monitor, fingerptrint scanner og adeins betri myndavel.

Gott ad eg akvad ad bida ekki eftir thessum :)

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Þri 25. Feb 2014 12:12
af hfwf
worghal skrifaði:Synist ad hann se litid betri en s4+
0,2 ghz meira i cpu, heart rate monitor, fingerptrint scanner og adeins betri myndavel.

Gott ad eg akvad ad bida ekki eftir thessum :)
Munurinn á cpu+ er eMMC 5.0 support, munurinn á snapdragon 800 og 801. Annars bara overclocked 800. Ekki sjéns að ég kaupi s5 er nýkominn með s4+ og er bara ágætlega sáttur og en sáttar leið og hægt verður að henda custom romi á hann.

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Þri 25. Feb 2014 12:15
af braudrist
Djöfuls prump er þessi S5, ég var búinn að heyra sögusagnir um að hann ætti að vera með 4GB RAM og 2k upplausn. Líst mikið betur á Sony Z2

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Þri 25. Feb 2014 12:16
af hfwf
braudrist skrifaði:Djöfuls prump er þessi S5, ég var búinn að heyra sögusagnir um að hann ætti að vera með 4GB RAM og 2k upplausn. Líst mikið betur á Sony Z2
Hann hinsvegar getur t.d tekið video í 4k@30fps fyi :)

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Þri 25. Feb 2014 12:41
af halldorjonz
Vá, ég var spenntur fyrir þessu. Þetta er glatað.

En þessi Sony sími.. hann er eitthvað :happy

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Þri 25. Feb 2014 12:42
af Nördaklessa
GuðjónR skrifaði:Fingrafaraskanni og burstað stál! hahaha herma eftir iPhone 5s much? er hann kannski til í gulllituðu líka? :megasmile
Einhverstaðar á ég að eiga 10 ára gamla IBM fartölvu með Fingraskanna

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Þri 25. Feb 2014 12:57
af Fletch
Nördaklessa skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Fingrafaraskanni og burstað stál! hahaha herma eftir iPhone 5s much? er hann kannski til í gulllituðu líka? :megasmile
Einhverstaðar á ég að eiga 10 ára gamla IBM fartölvu með Fingraskanna
vitleysa, Apple er upphafið og endirinn á tæknigeiranum ](*,)

sá skemmtilegan þátt hjá TheTek á youtube þar sem þeir voru að reyna finna eitthvað sem apple bjuggu til sjálfir eftir að Steve Wozniak hætti. Í stuttu máli var eina sem þeir fundu original frá þeim var unibody tölvur

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Þri 25. Feb 2014 17:17
af grimurkolbeins
Já ég bjóst við meiru af s5, ég er sjálfur með G2 frá LG og hef aldrei verið jafn ánægður með síma eins og hann, frábær sími í alla staði.

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Fim 27. Mar 2014 14:00
af kiddi88
Það er von á honum á þriðjudaginn og kostar 115 þús hjá emobi.is. Ætlar eitthver að fá sé hann? Er ekki viss hvort hann sé þess virði eða hvort maður eigi að fá sér eitthvern annan síma.

http://emobi.is/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Mið 16. Apr 2014 10:28
af kiddi88
Jæja þeir sem eru komnir með hann hvernig er hann? Ætla líklegast að fá mér hann sjálfur en væri til í að heyra hvernig hann er að reynast.

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Mið 16. Apr 2014 19:50
af DaRKSTaR
ætlaði að kaupa hann en komst að því að það er enginn fm kubbur.. núna að bíða eftir að sony z2 komi.

Re: Samsung Galaxy S5

Sent: Mið 16. Apr 2014 21:14
af intenz
Ég fékk hann frá vinnunni. Þetta er fínn sími en ég myndi bara fara í S4+ ... ekkert í þessu sem kallar á meira.

Það sem mér finnst að honum er:

- Hann er þungur
- Myndavélin að framan er hrikaleg ef birtuskilyrði eru ekki perfect
- Batterísending er ekkert stórkostleg (Eftir 13 klst er hann í 60% með 1 klst screen on)
- External SD breyttist með KitKat, liggur við ónothæft núna
- Menu takkinn er núna "recent apps" (þarf að long-pressa til að komast í menu)... hrikalega óþægilegt!
- Long-press "Home" er Google Now