Síða 1 af 1

Nýgræðings-spurning varðandi 32 GB vinnsluminni

Sent: Mán 24. Feb 2014 03:44
af win8w
Sælir Vaktarar.

Ég hef undanfarið verið að leita að 32 GB vinnsluminnis"pakka" fyrir vinnustöðina mína, en á henni þarf ég að keyra þónokkur forrit sem eru virkilega þung í vinnslu (bæði forrit tengd verkfræði og fleiru).

Ég hef ekki alveg nægilega mikið vit á þessu, en veit þó að ég er að minnsta kosti að leita að DDR3 1600 MHz kubbum. Spurningin er hins vegar hvort einhver ein tegund af vinnsluminni sé að skila meiri afköstum en önnur þegar upp í 32 gígabætin er komið?
Mig langar endilega að fá ykkar skoðun á þessu, hverju mynduð þið helst mæla með?

(CPU er btw Intel Core i5-4430 Haswell og móðurborð er ASRock Z87 extreme6).

Allar ráðleggingar eru alveg dæmalaust vel þegnar!

Bestu kveðjur, og fyrirfram þakkir,
Fáfræðingurinn í RAM.

Re: Nýgræðings-spurning varðandi 32 GB vinnsluminni

Sent: Mán 24. Feb 2014 07:37
af urban
Þú tekur eitthvað á þessum lista
http://www.asrock.com/mb/Intel/Z87%20Ex ... cat=Memory" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Nýgræðings-spurning varðandi 32 GB vinnsluminni

Sent: Mán 24. Feb 2014 08:08
af muslingur
Googlaði ddr 4 og það er eitthvað sem er að fara að detta inn ef ekki komið.

Re: Nýgræðings-spurning varðandi 32 GB vinnsluminni

Sent: Mán 24. Feb 2014 09:40
af Gislinn
win8w skrifaði:*snip*á henni þarf ég að keyra þónokkur forrit sem eru virkilega þung í vinnslu (bæði forrit tengd verkfræði og fleiru).
*snip*
Afsakið offtopic en mætti ég forvitnast um hvaða forrit þetta eru sem þú ert að spá í að keyra?