Síða 1 af 1

Lélegur aflgjafi? (held ég!)

Sent: Fim 20. Feb 2014 22:30
af Stingray80
Sælir vaktarar.

fékk evga 780GTX SC kort í hendurnar fyrir ekki svo löngu síðan og allt gekk eins og í sögu voða ánægður. svo nuna nokkru síðar ákvað ég að prófa að tækla alvöru leik með allt crankað í botni,
fylgist með hitanum, örri fer ekki yfir 60° og kortið var bara á svipuðu róli. Enn viti menn, hendir tölvan ekki bara í það að restarta sér. búinn að prófa þetta 3svar með sömu niðurstöðu. Svo prófa ég að lækka upplausn
í 720P allt í góðu með það, enn svo ætlaði ég að hækka upplausnina bara til þess að skoða, þá restartar tölvan sér bara beint.
Get ekki séð neitt athugavert við hitastigin. Virðist eins og hún restarti sér þegar Kortið Throttle-ar.
Prufaði að keyra Unigine HEaven Benchmark, kortið var í 64° þegar hún restartaði sér í því.
Búinn að prufa að keyra Prime95 og fann hann ekkert að.

Ath. Ekkert gerist við minni háttar keyrslu á kortinu. (League of Legends o.þ.h)


Enn aflgjafinn sem ég er með er eh surtur frá tölvuvirkni 650W Realpower ECo Silent EuP ATX

MBK Eyþór

Re: Lélegur aflgjafi? (held ég!)

Sent: Fim 20. Feb 2014 22:33
af mercury
prufaðu að runna furmark gpu stresstest. og láttu okkur vita hvað gerist. búinn að prufa marga drivera ? hvað er þessi aflgjafi gamall ? ertu nokkuð með einhver molex to 6/8 pin pci-x power kappla ?

Re: Lélegur aflgjafi? (held ég!)

Sent: Fim 20. Feb 2014 22:52
af Stingray80
Búinn að keyra 2 benchmarks í þessu Furmark, ertu með eh recommended settings í þessu ? enn hef bara notað nýjasta driverinn frá nvidia.



*keyrði þetta aftur í hærri gæðum* og aftur gerist það sama þó að hitastigið fari ekki yfir þröskuldinn*

Enn varðandi þessi tengi sem þú talar um, þá var þetta bara plug and play frá fyrri kortum, 560GTX TI og svo 670GTX. Tengt hjá tölvuvirkni, svo ég veit ekki hvað er plöggað þarna inní aflgjafanum. Var til að byrja með, með 750 Inter-tech Energon Modular aflgjafa sem þeir skiptu út útaf ábyrgðarmáli. hef verið svolítið fúll síðan þeir gerðu þar sem ég vildi helst hafa modular.

Re: Lélegur aflgjafi? (held ég!)

Sent: Fös 21. Feb 2014 18:12
af Stingray80
jæja góðar fréttir fyrir mig! Keypti Corsair 750WRM náði að keyra i gegnum benchmarkið hikstalaust 2svar.

Re: Lélegur aflgjafi? (held ég!)

Sent: Fös 21. Feb 2014 18:49
af jonsig
Vonandi keyptiru amk 150W yfir . Til að skilja af hverju lestu þá um capacitor ageing

Re: Lélegur aflgjafi? (held ég!)

Sent: Fös 21. Feb 2014 19:50
af Stingray80
jamm eg gerði það, þetta er lika gold standard aflgjafi hitt var eh sull. fann hann ekki e inu sinni á Tier listanum yfir helstu aflgjafa.

Re: Lélegur aflgjafi? (held ég!)

Sent: Fös 21. Feb 2014 20:04
af jonsig
þetta er bara eðli þétta að missa eiginleika sína og byggja upp ESR, fara þorna upp og leka .