Síða 1 af 1

Góðir dumplings

Sent: Þri 11. Feb 2014 19:09
af capteinninn
Er að fylgjast með þáttunum Fresh off the Boat with Eddie Huang: Shanghai (Mæli með að horfa á þættina hans, þeir eru mjög fínir.

Hann er alltaf að borða Dumplings og mig langar að prófa þetta. Hvar mæliði með að smakka þá?

Re: Góðir dumplings

Sent: Þri 11. Feb 2014 19:15
af Gúrú
Á Grensásvegi 12 (Tían) geturðu borðað Dim Sum sem er ein tegund af dumplings.

http://tianmatur.is/pages.php?idpage=2796" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Góðir dumplings

Sent: Þri 11. Feb 2014 20:47
af steinarorri
Gúrú skrifaði:Á Grensásvegi 12 (Tían) geturðu borðað Dim Sum sem er ein tegund af dumplings.

http://tianmatur.is/pages.php?idpage=2796" onclick="window.open(this.href);return false;
Hef aldrei heyrt um þennan veitingastað - er góður matur þarna?

Re: Góðir dumplings

Sent: Þri 11. Feb 2014 21:00
af J1nX
geðveikur! hádegisverðartilboðin þarna eru líka goodstuff.. hlaðborð og kostar ekki það mikið

Re: Góðir dumplings

Sent: Þri 11. Feb 2014 21:25
af steinarorri
J1nX skrifaði:geðveikur! hádegisverðartilboðin þarna eru líka goodstuff.. hlaðborð og kostar ekki það mikið
Haha, einmitt það sem ég rakst á.
Fékk vatn í munninn þegar ég sá matseðilinn og hádegisverðarhlaðborðið hjá þeim :)

Re: Góðir dumplings

Sent: Þri 11. Feb 2014 21:30
af juggernaut
Líka seldir frosnir í koló

Re: Góðir dumplings

Sent: Þri 11. Feb 2014 21:37
af joibs
mmmm.... þetta er án efa uppáhalds maturinn minn :happy
hef reindar ekki enþá fengið gott dumpling enþá á matsölustað hérna, en hef aðvísu bara prófað 2 staði

en hérna heima setjum við þetta alltaf bara í pott og sjóðum þetta, mega got :happy

Re: Góðir dumplings

Sent: Þri 11. Feb 2014 22:15
af capteinninn
Okei snilld hef heyrt af Tian áður og bara heyrt góða hluti en ég prófa kannski að kíkja á þá

Re: Góðir dumplings

Sent: Þri 11. Feb 2014 22:55
af natti
Ef þú ert að keyra niður ártúnsbrekkuna þá geturu líka komið við á NAM á N1 stöðinni sem er þar, einn "skammtur" af dumplings eru 3.

Re: Góðir dumplings

Sent: Þri 11. Feb 2014 23:39
af capteinninn
natti skrifaði:Ef þú ert að keyra niður ártúnsbrekkuna þá geturu líka komið við á NAM á N1 stöðinni sem er þar, einn "skammtur" af dumplings eru 3.
Já ég var búinn að gleyma þeim, fékk mér fyrir einhverjum mánuðum eitthvað að borða hjá þeim sem var rosalega sterkt og alger snilld. Kíki kannski uppeftir á þá.

Re: Góðir dumplings

Sent: Þri 11. Feb 2014 23:50
af Prentarakallinn
Gúrú skrifaði:Á Grensásvegi 12 (Tían) geturðu borðað Dim Sum sem er ein tegund af dumplings.

http://tianmatur.is/pages.php?idpage=2796" onclick="window.open(this.href);return false;
núna veit ég hvert ég er að fara í hádeginu á mrg, thanks for this info :happy