Síða 1 af 1

[TS] Huawei P6 Ascend

Sent: Mið 05. Feb 2014 18:03
af joishine
Sælir vaktarar.

Er með svona síma til sölu. Hann er svo gott sem ónotaður, ég fékk frá vinnuni til prufu þegar ég var nú þegar með Note 3 og hafði lítil not fyrir, prófaði hann þó í viku og hann kom á óvart.

Linkar:

https://vefverslun.siminn.is/vorur/simt ... /#pv_12296" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.gsmarena.com/huawei_ascend_p6-5467.php" onclick="window.open(this.href);return false;

Eins og hægt er að sjá á GSM arena fær hann nokkuð góðar einkunnir. En ég skal aðeins segja það sem ég veit um græjuna, bæði hvað ég tel kosti og svo aftur galla. Nú vinn ég í síma verslun svo ég veit alveg minn skerf af dæmi um síma.

Það sem eru kostirnir eru auðvitað þeir að síminn er specsaður rosalega vel, Quad-Core 1.5 ghz örgjafi, 8MP myndavél og 2gb í RAM eru tölur sem þú sérð í high-end símum, þetta er allt saman ekki ólíkt t.d specs í Galaxy S3. Þegar ég notaði símann tók ég líka eftir því að Android kerfið í honum er ekki hefðbundið eins og menn kannast við úr kannski Samsung, Sony eða LG. Kerfið er einfaldað og nánast svolítill iOS fílingur í því. Þú ert ekki með neina skjái nema bara nokkrar síður af svokölluðum heimaskjám. Og allt sem þú setur í símann kemur á einn heimaskjáinn, en þú getur dregið saman öpp og hluti til að búa til möppur, svipað einmitt og iOS - en aftur á móti geturu notað Widgets sem Android hefur alltaf boðið uppá og er fídus sem ég fýla mjög mikið. Síminn er steyptur, sem þýðir að það er ekki hægt að taka hann í sundur og kosturinn við þannig síma eru alltaf þeir að þeir eru miklu fallegri og svona faglega byggðir og er Huawei síminn alls ekkert að slá undan þar, mjög fallega byggður og var það eitt af því fyrsta sem heillaði mig þegar ég tók hann upp. En aðal kosturinn sem ég sá á þessari viku sem ég notaði hann var batterí endinginn. Ég fékk símann á Þriðjudegi, ræsti hann, loggaði mig á Gmail og sótti öpp og etc. - síminn kom 50% úr kassanum og ég kláraði þau 50% á þessu kvöldi, enda að setja mikið upp í símanum og að prófa allskonar hluti. Hlóð hann um kvöldið í 100% og byrjaði svo að nota hann sem svona daily síma. Ég nota síma ekkert ALLTOF mikið á daginn, þeir eru mitt outlet þegar ég er í t.d mat, á leiðinni í mat, í bílferðum og allsstaðar þar sem ég sit og bíð aðgerðarlaus - ég vinn við tölvuskjá svo hann er ekki í stanslausri notkun. En það þýðir samt ekki að mér finnist batterísendingin sem voru heilir 6 dagar ekki frábær. Við erum að tala um að ég hlóð símann aftur næsta mánudagskvöld, þá búinn að nota hann eins og aðra síma sem ég hef átt. Ég hef átt nánast alla línuna af símum f. utan iPhone. Ég var með S3, S3 Mini, Xperia J, Nokia 920, S4, Note3 og jafnvel fleiri síma, og enginn þeirra hefur í daglegri notkun minni náð meira en 3 dögum. Og flestir eru eins og ég segi alltaf rúmlega dagurinn.

Ástæðan fyrir þessari endingu er held ég sú að einmitt Android kerfið virðist vera einfaldað og svo er skjárinn ekki of stór. ódýrari týpan af Huawei síma sem við tókum inn kostar 40k en hann er með 5" skjá - P6 er með 4,7" og það virðist einhvernveginn bara vera að hjálpa.

Gallarnir eru auðvitað sá augljósi að þú ert að kaupa síma frá Kínverskum framleiðanda sem hefur rosalega lítið rep á Íslandi. Þú átt ekki eftir að finna marga sem þekkja litla galla sem hægt er að laga með einhverju eða slíkt, þú ert basically svolítið einn á báti ef e-ð er að bögga þig með símann uppá að finna aðila sem eru sérhæfðir í svona. Eina annað sem ég man eftir var að einn morguninn hringdi ekki vekjarinn hjá mér - en það getur eiginlega alveg verið mín eigin mistök.


Ég ætla að setja 30k á tækið til að byrja með. Þetta er nánast ónotað tæki sem kostar 50k út úr búð. ATH að síminn kemur algjörlega í upprunalegu umbúðunum, ég geymdi allt mjög vel og þú færð símann afhendan nkl eins og þú myndir fá hann úr búð fyrir utan það að þú færð ekki að rífa plastið af skjánum - sem er auðvitað því miður og verr.

30k - sending utan af landi frítt. Megið endilega skjóta tilboðum en ekkert low-ball.

Jóhann - joi@eyri.is
860-2600

Re: [TS] Huawei P6 Ascend

Sent: Mið 05. Feb 2014 21:08
af bjornvil
Sæll, ég sendi þér tölvupóst.