Síða 1 af 1
Ólæstur 2500 Barton og Abit NF7-S
Sent: Þri 12. Okt 2004 22:59
af jo
Ég er með ólæstan 2500 Barton og Abit NF7-s borð og hef verið að reyna að keyra á 400fsb en næ ekki vélinni stöðugri þannig. T.d. þegar ég er í Bf 1942 þá dett ég úr leiknum og er mættur á desktopið. En þetta gerist aldrei á 333fsb. Ég tel nær öruggt að að annar búnaður hjá mér sé í góðu lagi og eigi að þola þetta auðveldlega. Ég hef hækkað voltin á cpu í 1,725 en vil ekki fikta of mikið með slíkt. Hafið þið einhverjar hugmyndir með hvað gæti reddað þessu því það er fúlt að nýta svona minniskubba ekki betur en á 333.
Tek fram að HW Doctor gefur ekki háan örgjörvahita til kynna þegar leikurinn crashar, rétt rúmlega 52-3 gráður.
Abit NF7-s, Barton 2500 ólæstur, 2x512mb Kingston HyperX 3500(433), Zalman CNPS6000-CU flower heatsink, Zalman chipset cooler, Antec 430w True Power PSU, 2x80Gb WD 8mb SE raid0, Arctic silver 5.
Sent: Mið 13. Okt 2004 09:01
af gnarr
lækkaðu multi eins lágt og þú getur meðan þú ert að finna hæsta fsb á örgjörfanum (ef þú getur sett hann á 5x gerðu það þá).
Settu líka hæsta dividerinn sem þú getur á minnið, þannig að það sé ekki að limita neitt.
Passaðu svo að hafa
PCI/APG lock í gangi! og settu FSB upp um 10MHz í einu þangað til þú kemst ekki hærra og svo upp um 1MHz í einu þangað til þú finnur hæsta mögulega hraða á FSB.
þegar þú ert búinn að því, reiknaðu þá út hvaða divider passar fyrir minnið þitt. það ætti að vera í lagi að fara örfá MHz yfir uppgefið performance á minninu, en þú gætir þurft að hækka CAS á móti.
þegar þú ert búinn að finna réttann multiplyer, hækkaðu þá multi um eitt skref í einu eins hátt og þú kemst.
prófaðu svo að keyra benchmark með óskiptan multiplyer (semsagt 8x, 9x, 10x.. en ekki 8.5x, 9.5x, 10.5x). skrifaðu síðan niður benchmark hraðann og prófaðu að hækka multi um hálfann og athugaðu hvort þú sért að græða eða tapa performance þannig.
það er líka mjög líklegt að þú náir ekki að keyra á hæsta FSB nema bara á mjög lágum multi með háann divider á minninu. lækkaðu þá bara FSB hraðann örlítið, og þá ættiru að hafa nokkuð frjálsar hendur með að hækka allt hitt.
Sent: Mið 13. Okt 2004 15:17
af Bendill
Vanalega hafa Barton 2500+ ekki verið smeykir við að keyra á 200 Mhz fsb, en sumir eru verri en aðrir. Einnig lenti ég í vandamálum með minni eins og þitt, ég gat bara ekki keyrt það á meira en 201Mhz og það á slökum timings. Minnið sem þú ert með getur alveg verið að hamla fsb, ég komst að því á kvalarfullan hátt, keypti nýtt móðurborð, vatnskælingu, annan örgjörva, allt til hins sama. Það var ekki fyrr en að ég fékk nýtt minni að það losnaði um. Næ að toppa í 245Mhz fsb
Trúi því varla að minnið sé vandamálið.
Sent: Mið 13. Okt 2004 15:47
af jo
Einhvernveginn á ég bágt með að trúa því að minnið sé að stoppa mig með 200fsb því að þetta eru Hyperx 3500 og eru gefnir upp fyrir 433 og cl 2. Kannski að þetta sé afþví að ég keyri kubbana á dual DDR eða að þetta sé verra með tveim 512mb heldur en tveim 256?
Re: Trúi því varla að minnið sé vandamálið.
Sent: Fim 14. Okt 2004 11:54
af Bendill
jo skrifaði:Einhvernveginn á ég bágt með að trúa því að minnið sé að stoppa mig með 200fsb því að þetta eru Hyperx 3500 og eru gefnir upp fyrir 433 og cl 2. Kannski að þetta sé afþví að ég keyri kubbana á dual DDR eða að þetta sé verra með tveim 512mb heldur en tveim 256?
Þetta er vegna þess að sumar minnistegundir eru erfiðar með sumum kubbasettum. Það sem ég á við er það að Kingston HyperX minni hefur aldrei verið talið vænt fyrir Nforce2 kubbasettið, ég veit ekki af hverju, þetta er bara það sem ég hef lesið af korkum og séð árangurinn hjá fólki fyrir og eftir útskipti á Kingston minni....
Ég var með nákvæmlega sömu uppsetningu og þú, og ég var búinn að sturta 50.000 kr. í tölvuna (því ég trúði ekki að minnið væri að valda þessu) áður en ég komst að því að þetta var "in fact" minnið.
Sent: Fim 14. Okt 2004 12:31
af gnarr
ertu búinn að prófa það sem ég var að benda þér á.
þú færð miiiklu meira perfomance úr örgjörfa sem er að keyra á 1.5GHz og 250MHz FSB (DDR 500) heldur en 2GHz og 166MHz (DDR 333)
Sent: Fim 09. Des 2004 15:05
af arnarj
Get ég overclockað mína vél eins og hún er uppsett núna eða þarf ég að kaupa 400mhz minni ?