Síða 1 af 1

iPad í skólann ?

Sent: Þri 28. Jan 2014 15:15
af aggibeip
Góðan dag.
Ég á iPad mini 16gb sem mig langar til þess að nota í skólann. Notkunin felur í sér að glósa og svara verkefnum.
Eru einhverjir hér sem nota iPad mini í svona ?
Ef svo er þá langar mig að spyrja nokkrar spurningar:

1. Er hægt að fá Office pakkann í iPad mini ?
  • -* Ef ekki, hvaða forriti mælirðu þá með til að taka glósur ?
  • -* Hvernig er að vinna með glósur og verkefni í því forriti sem þú notar ?
  • -* Er forritið þannig að það geti opnað Office skjöl og unnið með þau án þess að þau verði afskræmd þegar ég opna þau í Office?
2. Ertu með eitthvað lyklaborð tengt við ?
  • -* Hvernig lyklaborð? Innbygt í hulstrið sem iPadinn er í eða full size bluetooth mac lyklaborð ?
  • -* Ef innbygt lyklaborð í hulstri, hvernig er að skrifa á það ? Hvernig er plássið ?
3. Ef ekkert lyklaborð, ertu þá með hraðritunar app ?
  • -* Ef svo er, hvaða app ?
Aukaspurning:
Er ekki á nokkurn hátt hægt að láta iPadinn hlaðast á meðan maður er að nota hann ?

Re: iPad í skólann ?

Sent: Þri 28. Jan 2014 15:39
af upg8
Hljómar eins og þú hefðir verið betur settur með Surface, algjörlega hannað fyrir þær aðstæður sem þú ert að lýsa.

Ef þú ert með nettengingu þá getur þú notað Office á netinu í gegnum Skydrive, þú getur sótt Office 365 apps fyrir iPad ef þú ert með áskrift að þeirri þjónustu en það býður ekki uppá eins mikla eiginleika. Þú gætir fundið aðrar þjónustur en þær gætu afskræmt skjölin eitthvað aðeins en það væri aldrei svo slæmt að það væri ekki nothæft.

Þú getur notað One Note eða Evernote fyrir iPad til þess að taka glósur.

Re: iPad í skólann ?

Sent: Þri 28. Jan 2014 16:43
af Farcry
Ertu buin að skoða Iwork
https://www.apple.com/creativity-apps/ios/" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: iPad í skólann ?

Sent: Þri 28. Jan 2014 20:32
af norex94
Mæli með Notes Plus, nota penna við það og það virkar ótrúlega vel. :happy

Re: iPad í skólann ?

Sent: Þri 28. Jan 2014 22:32
af GunZi
Stærri iPadinn virkar betur í svona, notaði einn sjálfur í rúmt ár og það gekk vel. Ekkert office, en flest allt styður office, þ.e. getur opnað glósurnar þínar í office. Notaði bara Evernote til að skrifa niður glósur og ef þurfti skelti ég bara textanum í word heima í borðtölvunni til að lagfæra eitthvað sem ég átti að skila. Mæli líka með einhverjum stylus ef þú ert að teikna eða gera útreikninga í stærðfræði greinum Notability er mjög flott í það getur einnig notað það til að skrifa venjulega o.fl., getur látt öll skjölin save'ast á Google Drive.
Í sambandi með lyklaborð þá veit ég ekki, ég var með stóran iPad og innbyggða lyklaborðið virkaði fínt fyrir mig, þarf aðeins að venjast því að skrifa á það. Mæli með að fá þér utanáliggjandi lyklaborð fyrir svona litla tölvu. Væri ekki bara fínt að fá hulstur með lyklaborði, svo þú sér ekki að burðast með 2 sitthvora hlutina?

flott ef þú gætir reddað þér svonahttp://store.apple.com/us/product/HB731 ... -ipad-mini :8)


ps. gætir líka kíkt á apple appin eins og Pages og Numbers o.fl. en mér finnst þau samt handónýt hehe.