Síða 1 af 2

Server storage pæling

Sent: Mið 22. Jan 2014 22:57
af nidur
Vá veit ekki einusinni hvernig ég á að byrja þessa pælingu um geymslu pláss.

Ég ætla að fá mér nýjan server. Sem á að uppfylla eftirfarandi:

1. VPN -> Torrent -> Plex, sem er allt geymt á stökum hörðum diskum (ekki raid, max 3-4 diskar 6-10tb)

2. Pictures / My documents / Music, personal stuff sem verður geymt á flottu raid backup 2-6tb

Vill geta nálgast öll drif over network í gegnum serverinn.

Hef ekki prófað hyper-v en það hljómar mjög vel og ég ætla að stúdera það vel næstu vikur.

Mig langar að vita um hardware uppsetningu og þá sérstaklega að þessu raid backupi þar sem mig langar að hafa það utanáliggjandi með sér power supply.
Helst eitthvað eins og Thunderbolt fyrir Apple ( sem ég veit ekkert um btw ) erum við að tala um nas server beintengdan eða með SAN, vitið þið um eitthvað slíkt.

Kannski á maður bara að hafa þetta einfalt og vera með 1 server og 1 Nas á networkinu.

Re: Server storage pæling

Sent: Mið 22. Jan 2014 23:00
af krat
price limit ? ;D

Re: Server storage pæling

Sent: Mið 22. Jan 2014 23:07
af nidur
krat skrifaði:price limit ? ;D
Góð spurning, ef diskarnir væru ekki innifaldir þá ætti maður að geta keypt þetta á sirka 200 þús. en þetta má alveg kosta meira ef það er eitthvað vit í því.

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 00:22
af Gislinn
nidur skrifaði:*snip*
Mig langar að vita um hardware uppsetningu og þá sérstaklega að þessu raid backupi þar sem
*snip*
Þarf bara að koma því að strax í upphafi að RAID er ekki backup, það kemur alls ekki í staðinn fyrir backup!

Annars, gangi þér vel með þetta. :happy

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 02:50
af krat
nidur skrifaði:
krat skrifaði:price limit ? ;D
Góð spurning, ef diskarnir væru ekki innifaldir þá ætti maður að geta keypt þetta á sirka 200 þús. en þetta má alveg kosta meira ef það er eitthvað vit í því.
en aðstaðan ? hvar verður server osfv ?
ódýrast sem ég sé er 1-2 raspberry pi :) og cloud storage hýsingar eða nas :) þá ertu undir 100þúsund ;D

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 08:21
af AntiTrust
Ég myndi setja þetta upp á 2-3 vélum/diskastæðum.

1. Virtual Host, Hyper-V/VMware/Citrix. Keyrir svo þær þjónustur sem þú vilt í sýndarvélum.
2. JBOD vél, ef þú ætlar ekki að RAID-a neitt skiptir stýrikerfið hér litlu (skil samt ekki afhverju þú vilt ekki RAID með svona mikið af gögnum?)
3. NAS OS á whitebox vél eða generic NAS (Synology, D-Link, Buffalo etc..) sem styður RAID undir Docs og mikilvæg gögn. Milljón leiðir til að gera þetta, WS2012 software RAID, onboard RAID, FreeNAS, unRAID, Nas4Free, OpenFiler..
4. Sameina 2 og 3 í gott NAS/FS og keyra bæði JBOD+RAID eða bara eitt gott RAID skipt upp í nokkur LUN's eftir þörfum.

Hvernig SAN pælingum ertu í? iSCSI? Í hvaða tilgangi?

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 10:26
af nidur
Gislinn skrifaði:RAID er ekki backup
Ég skil hvað þú átt við, en ég hugsaði þetta sem aukaafrit af gögnunum sem ég er með á minni vél og þar af leiðandi backup, mér finnst raid kerfið sem er á t.d. synology NAS græjunum mjög áhugavert.

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 10:49
af Gislinn
nidur skrifaði:
Gislinn skrifaði:RAID er ekki backup
Ég skil hvað þú átt við, en ég hugsaði þetta sem aukaafrit af gögnunum sem ég er með á minni vél og þar af leiðandi backup, mér finnst raid kerfið sem er á t.d. synology NAS græjunum mjög áhugavert.
Þá er þetta vissulega backup (nema gegn bruna eða þjófnaði). :happy

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 11:02
af nidur
krat skrifaði:en aðstaðan ? hvar verður server osfv ?

Ég útbý nýja aðstöðu fyrir þetta í geymslunni hjá mér, er nú þegar með mjög fína aðstöðu fyrir servera.
AntiTrust skrifaði:2-3 vélum/diskastæðum.
Ef ég skil þig rétt þá myndirðu ekki setja hýsinguna á gögnunum upp á sömu vél og sýndarvélina.
AntiTrust skrifaði:afhverju þú vilt ekki RAID með svona mikið af gögnum?)
Ég sé ekki hvernig ég ætti að græða mikið á því, veit að einn og einn diskur getur tapast en það losar þá bara um nokkur gb af plássi.
AntiTrust skrifaði:Hvernig SAN pælingum ertu í? iSCSI? Í hvaða tilgangi?
Mér fannst aðalega þessi thunderbolt tenging sniðug og datt í hug að SAN fiber væri svipað, þetta er kannski alger óþarfi í dag ef maður er með 1gbps tengingu á milli véla.
AntiTrust skrifaði:JBOD vél
Veistu hvort að svona kerfi séu stable, auðveldlega corruptable?
Gislinn skrifaði:nema gegn bruna eða þjófnaði
Nákvæmlega hef oft pælt í þjófnaði á búnaði hjá mér þessvegna verða þessar tvær vélar ekki á sama stað.

Þakka ykkur öllum fyrir að taka þátt í þessum pælingum með mér.

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 11:05
af Stutturdreki
Gislinn skrifaði:
nidur skrifaði:
Gislinn skrifaði:RAID er ekki backup
Ég skil hvað þú átt við, en ég hugsaði þetta sem aukaafrit af gögnunum sem ég er með á minni vél og þar af leiðandi backup, mér finnst raid kerfið sem er á t.d. synology NAS græjunum mjög áhugavert.
Þá er þetta vissulega backup (nema gegn bruna eða þjófnaði). :happy
Fer reyndar eftir uppsetningu, Raid0 eða JBOD bjóða td. ekki upp á neitt 'backup' öryggi. Og almennt séð er Raid til að verja þig gegn hardware failure en ekki gagna tapi eða skemmdum, ef þú ert með Raid og eyðir óvart einhverri skrá eða skemmir hana þá er hún farin.

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 11:10
af Gislinn
Stutturdreki skrifaði:Fer reyndar eftir uppsetningu, Raid0 eða JBOD bjóða td. ekki upp á neitt 'backup' öryggi. Og almennt séð er Raid til að verja þig gegn hardware failure en ekki gagna tapi eða skemmdum, ef þú ert með Raid og eyðir óvart einhverri skrá eða skemmir hana þá er hún farin.
Sem var það sem ég var að reyna að benda á í upphafi (þ.e. að raid sé engan vegin backup eitt og sér). En hann segist ætla að nota þetta sem backup storage fyrir aðal tölvuna sína þá er þetta orðið backup (og backupið er raidað, þ.a. þú ert kominn með hardware failure öryggi á backup disknum), s.s. örlítið betra öryggi en að hafa einn flakkarar fyrir backupið. :-"

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 13:04
af Pandemic
Ég myndi beila alfarið á þessari RAID pælingu og fara bara í Software Raid/ Storage Spaces. Þú ert með mikið meira flexibility heldur en á Hardware raid og það gefur þér möguleikana á að vera með allskonar diska tengda. Svo þarf maður ekki að hafa neinar áhyggjur af því ef Raid Controllerinn brennur yfir að geta komið kerfinu upp.

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 14:12
af AntiTrust
nidur skrifaði:Ef ég skil þig rétt þá myndirðu ekki setja hýsinguna á gögnunum upp á sömu vél og sýndarvélina.
Nei, ég er yfirleitt hrifinn af því að hafa hluti eins aðskilda og hægt er, svo lengi sem það eru resources til staðar fyrir það. Minnkar líkur á downtime. Ég hef skráarþjóna alltaf aðskilda, vil geta haldið öðrum þjónustum uppi (LADP, DNS, FTP, IIS etc.. ) án þess að skráarþjónn eða aðrar vélar hafi áhrif. Ég skipti líka hlutverkum upp á milli sýndarvéla svo ég sé í raun bara að taka eina þjónustu niður í einu sé vesen á e-rri af þeim.

Skráarþjónninn er svo alltaf bara það, og ekkert annað. Ég fór t.d. yfir í unRAID fyrir fileserverinn og það er eina hlutverkið hans, og gerir það vel. Software raid at its best (ok ok, FreeNAS vinnur líklega, en hefur sína galla.)

Storage Spaces er líka góð ábending ef þú vilt halda þig alfarið í Windows umhverfinu. Ekki búast við neinu hörku performance af því samt, write hraðar geta verið mjög slæmir m.v. reviews.
nidur skrifaði:Mér fannst aðalega þessi thunderbolt tenging sniðug og datt í hug að SAN fiber væri svipað, þetta er kannski alger óþarfi í dag ef maður er með 1gbps tengingu á milli véla.
Fíber í heimasetupi er overkill, nánast í hvaða umhverfi sem er. Adapters, svissar og flestallur fíber búnaður er full dýr, nema þú sért að þessu til að setja upp lab til að læra á. Með Windows server stýrikerfum (og auðvitað nær öllum Linux server OS's) er ekki mikið mál að setja upp NIC teaming/bonding og auðvelt að ná fram 2-4Gbit aggregation linkum með því sé þörf á því. 1Gbit dugar mér fínt, og hef bara 2 NIC tengd, annað sem failover. Ég myndi þó ekkert mæla gegn því að vera með 2Gbit link fyrir Hyper-V yfir í iSCSI targetið, ef þú ætlar í e-rskonar cluster/HA setup.

Ég myndi amk alltaf mæla með því að fara í e-rskonar RAID eða Storage pool lausn sem getur höndlað eitt disk failure. Ég er búinn að fara of oft sjálfur í gegnum það ferli að missa JBOD pool uppá 5-10TB af efni til að nenna því aftur, var í software RAID5 í nokkur ár og færði mig svo yfir í unRAID um daginn. Var akkúrat að missa einn 3TB disk í gærkvöldi en það hefur engin áhrif á gögn, upptíma eða vinnslu, svo hendi ég bara nýjum 3TB disk í og unRAID sér um að endurbyggja gögnin. Eini downtíminn er við diskaskiptin.

unRAID er líka software raid og hefur kostina sem því fylgir. Skiptir engu máli þótt e-r vélbúnaður klikki, þú skiptir bara um hann eða færir jafnvel alla diskastæðuna á milli véla, hendir USB lyklinum sem hýsir stýrikerfið á milli véla og voila. Getur líka mix&matchað diskum mjög frjálst, og auðvelt að stækka við stæðuna eða skipta út diskum fyrir stærri diska án þess að hafa áhrif á gögn/upptíma.

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 15:14
af blitz
Svona í ljósi þess að menn eru í þessari umræðu - er Amahi home server ekki kjörin lausn fyrir einhvern sem er að stíga sín fyrstu skref í heimaserver málum?

Var að fá hljóðláta Dell vél sem ég ætla að henda 4-6 drifum í, nota sem backup (storage pool), plex server o.s.frv.

Fín og einföld lausn?

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 15:48
af Pandemic
Hef persónulega ekki lent í neinum vandamálum með Write hraða á SS og Read hraðinn er mjög góður. Getur líka sett SSD diska sem caching lag ef þú ert bilaður.

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 19:40
af Sydney
Gislinn skrifaði:
nidur skrifaði:
Gislinn skrifaði:RAID er ekki backup
Ég skil hvað þú átt við, en ég hugsaði þetta sem aukaafrit af gögnunum sem ég er með á minni vél og þar af leiðandi backup, mér finnst raid kerfið sem er á t.d. synology NAS græjunum mjög áhugavert.
Þá er þetta vissulega backup (nema gegn bruna eða þjófnaði). :happy
Eða file system errors. Ég var með 6TB RAID5 sem var að keyra ext4, svo ætlaði ég að stækka það í 10TB og gerði fsck á arrayinu sem fór apeshit með errors og eftir það hvarf partitionið alveg. Sem betur fer tókst mér að bjarga því með testdisk og backaði allt draslið mitt upp og setti upp raidið frá grunni með xfs í staðinn :)

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 19:47
af AntiTrust
blitz skrifaði:Svona í ljósi þess að menn eru í þessari umræðu - er Amahi home server ekki kjörin lausn fyrir einhvern sem er að stíga sín fyrstu skref í heimaserver málum?

Var að fá hljóðláta Dell vél sem ég ætla að henda 4-6 drifum í, nota sem backup (storage pool), plex server o.s.frv.

Fín og einföld lausn?
Bæði og, Amahi er flott og rivalar WHS alveg, en Plex er enn sem komið er bara til i Betu fyrir Amahi. Veit ekki hversu stabílt það er orðið, gæti vel verið mjög stabílt, mér myndi bara finnast óþægilegt að keyra ófínpússað Plex setup. Pooling tæknin á bakvið Amahi, Greyhole, er líka annars að fá ágætis reviews.

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 20:41
af nidur
Er búinn að vera fastur að lesa um unRaid og FreeNas, unRaid er að virka mjög vel á mig sem góð lausn.

Fann þetta líka frábæra video sem kannski allir eru búnir að sjá http://www.youtube.com/watch?v=DA9AKLOVOKk

En þetta myndband er nánast eins og ég var að hugsa mér minn fileserver

Þá er bara að finna svona 5 in 1 disk box og 2xgbit lan kort til að setja í vélina á íslandi :wtf

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 20:43
af Daz
Flest móðurborð eru nú með GBit lan kort til að byrja með, eitt auka ætti að duga ekki satt?

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 20:51
af nidur
Daz skrifaði:Flest móðurborð eru nú með GBit lan kort til að byrja með, eitt auka ætti að duga ekki satt?
Jú, hefði samt viljað finna lan kort með tveimur útgöngum á, það er kannski minnsta málið að brúa innbyggt og pci kort saman

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 21:07
af dori
Græningi útaf innleggjafjölda. Það var verið að selja einhver intel dual nic hérna um daginn. Leitaðu og það gæti verið að það sé til ennþá.

Annars finnurðu þetta pottþétt í meira server miðuðum verslunum, Advania eða Nýherji.

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 23:12
af nidur
AntiTrust skrifaði:Ég myndi þó ekkert mæla gegn því að vera með 2Gbit link fyrir Hyper-V yfir í iSCSI targetið
Eftir að stúdera þetta í allan dag þá er ég að hallast meira að FreeNas til að setja upp tvo volumes með ZFS

Annað fyrir persónulegt backup þar sem 2 diskar meiga fara, og svo plex/media þar sem einn má fara.

Tengja svo hyper-v/plex serverinn með iscsi, ætli það sé hægt að setja crossover beint á milli eða ætti maður bara að nota 2xgbit í switch

Re: Server storage pæling

Sent: Fim 23. Jan 2014 23:32
af arons4
nidur skrifaði:
AntiTrust skrifaði:Ég myndi þó ekkert mæla gegn því að vera með 2Gbit link fyrir Hyper-V yfir í iSCSI targetið
Eftir að stúdera þetta í allan dag þá er ég að hallast meira að FreeNas til að setja upp tvo volumes með ZFS

Annað fyrir persónulegt backup þar sem 2 diskar meiga fara, og svo plex/media þar sem einn má fara.

Tengja svo hyper-v/plex serverinn með iscsi, ætli það sé hægt að setja crossover beint á milli eða ætti maður bara að nota 2xgbit í switch
Getur notað unraid ef þú villt staka diska. Það er bara 1 parity diskur settur í unraid kerfi og svo eru allir hinir diskarnir backaðir upp á parity diskinn. Á unraid stýrikerfið er hægt að setja plex server, torrent client og að ég held vpn ásamt fullt af öðrum addons(getur þó þurft að fikta)

Re: Server storage pæling

Sent: Fös 24. Jan 2014 02:59
af bigggan
goðir NAS i dag eru td frá Synology, frá 1 til 4 diska, 2*gbit og mesta urval af öppum. styður lika alt sem þu pældir i.

herna er demo þu getur prófað: http://www.synology.com/en-global/products/dsm_livedemo" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Server storage pæling

Sent: Fös 24. Jan 2014 08:52
af AntiTrust
nidur skrifaði:Eftir að stúdera þetta í allan dag þá er ég að hallast meira að FreeNas til að setja upp tvo volumes með ZFS

Annað fyrir persónulegt backup þar sem 2 diskar meiga fara, og svo plex/media þar sem einn má fara. Tengja svo hyper-v/plex serverinn með iscsi, ætli það sé hægt að setja crossover beint á milli eða ætti maður bara að nota 2xgbit í switch
Akkúrat það sem FreeNASið hefur framyfir margar aðrar NAS lausnir, iSCSI. Ef þú ætlar samt bara að vera með einn Hyper-V þjón þá er í raun engin þörf fyrir að vera með iSCSI target fyrir VM's, kemur bara til með að vera auka load á networkið og valda óþarfa latency með margar VM's. iSCSI targetið þyrfti líka að vera keyrt á háhraða array, þeas með hraða diska í RAID0 eða RAID10. Gætir skoðað að keyra VM's á local storage á host vélinni og backa svo bara upp yfir á iSCSI, þannig gerði ég það með single host. iSCSI í þessu umhverfi er annars fyrst og fremst hugsað fyrir cluster vinnslu, svo hægt sé að live-migrate-a vélar á milli með mininum/engum downtime.

Passaðu bara að velja 'Switch Independent' mode þegar kemur að NIC teaming í WS2012, nema þú sért með switch sem styður LACP/802.3.

bigggan skrifaði:goðir NAS i dag eru td frá Synology, frá 1 til 4 diska, 2*gbit og mesta urval af öppum. styður lika alt sem þu pældir i.

herna er demo þu getur prófað: http://www.synology.com/en-global/products/dsm_livedemo" onclick="window.open(this.href);return false;
Gallinn við þessi off-the-shelf-ready NAS box er að þú þarft switch sem er LACP ready/manageble til að nýta þér 2*Gbit í e-ð annað en failover, fáir sem eru með slíka svissa heima fyrir. Að öðru leyti eru Synology boxin líklega þau flottustu sem ég hef komist í snertingu við, og virðast alveg rock solid. Leiðinlegt bara hvað þau eru illa CPU spekkuð oft, gerir transkóðun úr PMS hálf ómögulegt.