Síða 1 af 1

Setja upp solid backup á vinnutölvu

Sent: Mán 13. Jan 2014 07:29
af snaeji
Var að velta fyrir mér hvernig væri best að fara í örugga gagnavörslu á vinnutölvu.

Eftir að lesa þessa grein http://www.pcmag.com/article2/0,2817,2278661,00.asp
þá hef ég ákveðið að hafa harðan disk í tölvunni og backup forrit sem geymir afrit af öllum mikilvægum og skjölum í nokkrum útgáfum og taka síðan sjálfvirk vikuleg afrit (clone af aðaldiski) yfir á flakkara.

Er eitthver önnur leið sem þið mynduð frekar fara í þessu ?

Re: Setja upp solid backup á vinnutölvu

Sent: Mán 13. Jan 2014 08:43
af lukkuláki
snaeji skrifaði:Var að velta fyrir mér hvernig væri best að fara í örugga gagnavörslu á vinnutölvu.

Eftir að lesa þessa grein http://www.pcmag.com/article2/0,2817,2278661,00.asp
þá hef ég ákveðið að hafa harðan disk í tölvunni og backup forrit sem geymir afrit af öllum mikilvægum og skjölum í nokkrum útgáfum og taka síðan sjálfvirk vikuleg afrit (clone af aðaldiski) yfir á flakkara.

Er eitthver önnur leið sem þið mynduð frekar fara í þessu ?
Raid 1 ef þú hefur möguleika á því.
Fínt að vera líka með USB utanáliggjandi Seagate flakkar þeir koma með backup búnaði.

Re: Setja upp solid backup á vinnutölvu

Sent: Mán 13. Jan 2014 12:08
af AntiTrust
Mig langar að sletta setningu sem maður sér nær hvar sem er þegar talað er um öryggisafrit; RAID er ekki backup! (Alls ekki beint skot á lukkulákann ;))

1. RAID1/10 - fín fyrsta forvörn en alls ekki nóg eitt og sér.
2. Local backup ef þetta er mikið af gögnum, þeas. það mikið að rauntíma sync við cloud backup er ekki raunhæft.3
3. Cloud backup. SkyDrive, BitCasa, Copy, Crashplan, bara hvað viltu?

Fyrir "mission critical" gögn, þ.e. gögn sem rekstur getur ómögulega lifað af án, allt þrennt, hiklaust.

Re: Setja upp solid backup á vinnutölvu

Sent: Mán 13. Jan 2014 21:20
af snaeji
Já fyndið ég var einmitt að lesa heljarinnar áróðursgrein um að þú ættir aldrei að treysta eingöngu á raid sem backup ;)

Er samt ekki meira vit í því að hafa bara auka internal disk og backup forrit sem vistar þá nokkrar útgáfur af gögnunum frekar en raid og local backup síðan af aðaldisknum ?
Annars er mér illa við að geyma afrit af viðkvæmum skjölum á cloudi á netinu, þó það sé kannski bara fáfræði af minni hálfu.

Re: Setja upp solid backup á vinnutölvu

Sent: Mán 13. Jan 2014 23:14
af nidur
Hvað er verið að tala um mörg gb af gögnum og hvað á þetta að kosta?

Re: Setja upp solid backup á vinnutölvu

Sent: Mán 13. Jan 2014 23:24
af Daz
snaeji skrifaði:Já fyndið ég var einmitt að lesa heljarinnar áróðursgrein um að þú ættir aldrei að treysta eingöngu á raid sem backup ;)

Er samt ekki meira vit í því að hafa bara auka internal disk og backup forrit sem vistar þá nokkrar útgáfur af gögnunum frekar en raid og local backup síðan af aðaldisknum ?
Annars er mér illa við að geyma afrit af viðkvæmum skjölum á cloudi á netinu, þó það sé kannski bara fáfræði af minni hálfu.
Hvað ætlarðu þá að gera ef einhver brýst inn og stelur því verðmæta, s.s. tölvubúnaðinum? Ef gögnin eru nógu mikilvæg til að þurfa backup, þá þurfa þau "off site backup". Mögulega nennir þú og mannst að hafa 2 flakkara í gangi, skipta um þá vikulega og geyma annan á utan þessa vinnustaðar. Eða setja upp einhverskonar einka-on-line backup á tölvu/server utan vinnustaðarinns, þá þarftu ekki að treysta á 3rd party cloud.
Örugglega fleiri möguleikar í þessu.

Re: Setja upp solid backup á vinnutölvu

Sent: Mán 13. Jan 2014 23:30
af chaplin
Það kom svo skemmtilega fyrir mig einu sinni að aflgjafinn minn grillaði allt í tölvunni, þ.á.m. alla diskana, í tölvunni voru 3 x 1 TB diskar með öllum ljósmyndum sem ég hef tekið, allar myndirnar voru afritaðar á hvern disk, hélt ég væri bullet proof, nope.

Þetta er auðvita dæmi um freak case, en ég mun aldrei nokkurntímann treysta local backup aftur. Cloud, cloud, cloud.

Re: Setja upp solid backup á vinnutölvu

Sent: Þri 14. Jan 2014 02:31
af AntiTrust
Eru þetta ekki bara vinnutengd gögn? Versta falli bókhald og ársskýrslur? Efast um að nokkur sála sem hefur hugsanlega aðgang að þessum gögnum hafi áhuga á þessu. Það er vissulega tilefni til þess að vera nojaður þessa dagana, en það þarf líka að kunna að setja sér mörk.

Dytti amk persónulega aldrei í hug að geyma slíkt annarsstaðar en að minnsta kosti í Cloudinu, til viðbótar við aðrar varnir.

Re: Setja upp solid backup á vinnutölvu

Sent: Þri 14. Jan 2014 03:44
af intenz
Þú og vinirnir setjið bara upp CrashPlan og bakkið sjálfkrafa upp tölvurnar hjá hvor öðrum.

Re: Setja upp solid backup á vinnutölvu

Sent: Þri 14. Jan 2014 11:22
af Hjaltiatla
Til að eiga eldri útgáfu af skjali þá nota ég persónulega File History á Windows stýrikerfinu (á þessi basic skjöl undir documents á mínum profile), mjög einfalt að restore-a skjali ef maður klúðrar skjalinu og þarf að restore-a previous version (virkar svipað og time machine á mac). Annars hefur allt komið fram sem ég hefði bent þér á þessum þræði og ég ætla ekkert að endurtaka þá hluti.

Re: Setja upp solid backup á vinnutölvu

Sent: Þri 14. Jan 2014 12:17
af playman
Nefnir ekkert hvað þú ert tilbúin að eyða í þetta eða hvað þetta er mikið sem að þú þarft að backa.
Ef þú vilt ekki setja þetta á netið í cloudið þá er þetta ein af mörgum leiðum.
kaupir t.d. http://tolvutek.is/vara/d-link-dns-320- ... sing-svort" onclick="window.open(this.href);return false; setur þetta í raid 1
setur svo boxið bara einhverstaðar inní skáp eða einhvern stað sem það sést ekki og "enginn" mun leita á
vinnustaðnum/heima hjá þér.

Nú ef þú vilt svo vera ennþá öruggari þá geturu sett gögnin í gegnum t.d. TrueCrypt þá ætti enginn að geta komist
í þau nema þá NSA ;)

Svo ef þú vilt fara ennþá lengra þá er bara að setja annan NAS server upp með raid1 líka,
en í þetta skiptið seturu hann einhvers annarstaðar þar sem hann er "öruggur" t.d. heima hjá þér, fjöldskyldu/ættingja eða einhverjum sem þú treistir 100%

syncar svo í gegnum FTP/FTPS bara þannig að sömu gögnin eru á báðum NAS serverum.

Bara hugmynd.

Re: Setja upp solid backup á vinnutölvu

Sent: Þri 14. Jan 2014 23:40
af snaeji
Nidur þetta eru kannski 50 gb af gögnum + stýrikerfisdiskurinn.
Hef engar áhyggjur af innbroti þarna það væri ekki nema það yrði bruni.

En ég býst við að taka hafa internal disk sem Acronis backar upp á nokkrar útgáfur af ákveðnum hluta disksins og svo diskinn i heild sinni.
Utanáliggjandi flakkari sem clónar aðaldiskinn kannski 1 sinnum í viku og síðan encryptað backup á mikilvægustu gögnunum á cloudi.

Maður má ekkert vera nojaður en það er aldrei farið of varlega ;)

Re: Setja upp solid backup á vinnutölvu

Sent: Þri 14. Jan 2014 23:48
af krat
http://tolvutek.is/vara/3tb-lacie-35-cl ... ari-gb-lan" onclick="window.open(this.href);return false;
mæli með þessu sem local cloud backup ódýrt og gott
inbyggt forrit fyrir idiota að backupa ;D

Re: Setja upp solid backup á vinnutölvu

Sent: Fös 17. Jan 2014 12:46
af nidur
snaeji skrifaði:50 gb af gögnum + stýrikerfisdiskurinn.
Þetta er slatti af gögnum og ég hef aldrei treyst utanáliggjandi hýsingum eftir að ein slík með straumbreyti brann yfir hjá mér.

Hef oft pælt í að fá mér Synology server með raid til að baka upp, þeir eiga að vera með surge protection.

Einnig náði ég mér í 50gb hjá https://tresorit.com/ sem ég hef verið að prófa og virkar vel. eins og sést á síðunni þá bjóða þeir hökkurum upp á að hacka guest account fyrir pening sem þeir gefa smá info um og seinast þegar ég ath. þá hafði það ekki tekist enn.