Síða 1 af 1

Vantar CPU viftu fyrir T60p

Sent: Sun 12. Jan 2014 14:28
af fedora1
Sælir vaktarar
Það er komið mikið viftuhljóð í T60 vélina mína. Vitið þið hvort hægt sé að kaupa þessa viftu hér á landi ? Er nýherji að selja svona staka varahluti ?
Ég reyndi að panta í gengum amazon, en erfitt að finna vendor sem sendir til landsins.

Á einhver hér kanski gamallt T60/T60p hræ sem hann er tilbúinn að láta fyrir lítið ?

Re: Vantar CPU viftu fyrir T60p

Sent: Sun 12. Jan 2014 18:05
af elri99
Þú getur tekið viftuna úr, hreinsað skaftið og fóðringuna og smurt með saumavélaolíu. Viftan lyftist auðveldlega upp þegar kæliplatan er komin úr og viftuhúsið sömuleiðis.
Svo er gott að nota TPFancontrol til að stjórna viftuhraðanum (tpfc_v063.zip)
http://www.staff.uni-marburg.de/~schmitzr/donate.html" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Vantar CPU viftu fyrir T60p

Sent: Sun 12. Jan 2014 21:31
af fedora1
elri99 skrifaði:Þú getur tekið viftuna úr, hreinsað skaftið og fóðringuna og smurt með saumavélaolíu. Viftan lyftist auðveldlega upp þegar kæliplatan er komin úr og viftuhúsið sömuleiðis.
Svo er gott að nota TPFancontrol til að stjórna viftuhraðanum (tpfc_v063.zip)
http://www.staff.uni-marburg.de/~schmitzr/donate.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Prófa þetta, takk

Re: Vantar CPU viftu fyrir T60p

Sent: Sun 12. Jan 2014 23:40
af fedora1
Ég tók vélina í sundur, blés burt riki, setti olíu á viftuna og skipti um thermal paste. Ég tók viftuna reyndar ekki úr heat sinkinu.
Þetta dugði ekki til, viftan er greinilega orðin of slöpp og varð jafnvel háværari við þetta.

Hvar er helst að finna svona viftu hér á landi ?

Re: Vantar CPU viftu fyrir T60p

Sent: Sun 12. Jan 2014 23:55
af AntiTrust
Hvergi í raun, bara panta þetta á ebay, mikið sneggra en að vera eltast við e-ð notað.

Re: Vantar CPU viftu fyrir T60p

Sent: Þri 20. Maí 2014 19:06
af Framed
Ég keypti viftu hjá Nýherja í x60t vélina mína í vetur án vandræða. Bara hringja í þá og ath. hvort viftan sé til.