Síða 1 af 1

Ljósleiðari

Sent: Lau 11. Jan 2014 18:59
af nidur
Ég hef verið að velta fyrir mér að skipta yfir í ljósleiðara úr ljósneti símans, vegna þess að mig langar í meira ul innanlands.

Er núna með báðar tengingarnar í gangi hjá mér og er ennþá á báðum áttum með að skipta yfir þar sem hraðinn á þeim stöðum sem ég hef prófað er ekki í lagi.

Hver er með besta ul hraðann á Íslandi? og hver er með stöðugustu tenginuna?
speedtest2.jpg
speedtest2.jpg (233.46 KiB) Skoðað 1547 sinnum
Eins og sést á prófunum hjá mér þá er ul innanlands og erlendis ekki í lagi að mínu mati hjá þessum tveimur.

* Allt í lagi að bæta við að tengingin hjá mér til gagnaveitunnar mælist 95/75-90 mbps í gegnum Asus N56U routerinn minn með 1gbps tengingu í 1 vél og enga stýringu á hraða.

Re: Ljósleiðari

Sent: Lau 11. Jan 2014 20:05
af berteh
Eru þetta próf á þráðlausu eða snúru ? ég hef ekki séð áður svona lélega upload hraða gegnum ljósleiðarann.
Ég er búinn að vera með ljós síðan 2006/7 og man ekki eftir einu skipti þar sem þjónustuaðli hjá mér (vodafone) eða gagnaveitan hefur borið ábyrgð á netleysi eða lélegum hraða :)
Ég tók 2 speedtest núna hjá mer í gamla lappanum mínum yfir wifi og er með 6 tæki tengd netinu eins og er
Mynd
Mynd

<edit> er með ASUS AC56U </edit>

Re: Ljósleiðari

Sent: Lau 11. Jan 2014 21:10
af nidur
Takk fyrir svarið berteh,

Ég breytti 1 pósti til að útskýra að ég væri með 1gbps lan í routerinn. hefði keypt ac ef eitthvað af viti væri wifi tengt hjá mér.

Hraðinn hjá þér innanlands er mjög góður í þessum prófunum og gaman væri að vita á hvaða server innanlands þau voru gerð. (myndi vilja sjá datacell hraðann)

Einnig er einhver möguleiki á því að þú værir til í að prófa labgroup serverinn í luxemburgh og pósta hraðanum þangað fyrir mig?

Re: Ljósleiðari

Sent: Lau 11. Jan 2014 22:07
af Andri Þór H.
Er með Ljósleiðara hjá Vodafone og Ljósnet hjá Símanum tengt saman í eina tengingu.

Kannski ekki það sem þú ert að byðja um en það er ein lausn til að fá meiri hraða.

Test á DataCell
Mynd

Test á Vortex
Mynd

Test á Vodafone
Mynd


og svo utanlands

Labgroup Luxembourg
Mynd

Vorboss London
Mynd


*edit og sambandi þjónustu þá er topp þjónusta hjá Vodafone og Símanum.. dettur aldrei út og aldrei vesen á þessum tengingum. :megasmile

Re: Ljósleiðari

Sent: Lau 11. Jan 2014 23:29
af nidur
Andri þetta er bara geðveikt að tengja þetta svona saman, örugglega ekki margir sem fara að splæsa í það. Notarðu einhvern sérstakan router sem splæsir þessum tenginum saman?

Magnað að sjá hvernig hraðinn dettur niður þarna í ul á Luxembourg, væri gaman að vita af hverju.

Re: Ljósleiðari

Sent: Sun 12. Jan 2014 00:21
af AntiTrust
Ég næ alltaf 90+ bæði í DL og UL innanlands, nánast sama hvaða nóðu ég prófa á. Mjög sáttur með stability hjá Vodafone, tengingin ekki dottið einu sinni niður á 2.5 árum, bið ekki um mikið meira.

Re: Ljósleiðari

Sent: Sun 12. Jan 2014 01:58
af bigggan
London server:

Mynd

ansi gott. annars fær ég 34 til luxemburg, veit ekki afhverju það er svó lelegt þarna.

Re: Ljósleiðari

Sent: Sun 12. Jan 2014 12:32
af OmarI
Bæði búinn að vera hjá Vodafone og Hringdu, skipti ekki fyrir svo löngu síðan til Símafélagsins, gæti ekki verið ánægðari, góð verð og stöðugt net og ekkert vesen.

Mynd

Re: Ljósleiðari

Sent: Sun 12. Jan 2014 13:14
af gardar
Það er staðreynd að síminn er með besta route-ið úr landi, en þeir bjóða náttúrulega bara upp á vdsl tengingar til einstaklinga.
Símafélagið er hinsvegar að nota gátt símans úr landinu svo að í gegnum þá geturðu fengið gagnaveitu ljósleiðara í gegnum símann. :happy

Vodafone koma svo í 2 sæti með route úr landi.

Myndi ekki skoða aðra aðila ef þú vilt gott útlandasamband.

Re: Ljósleiðari

Sent: Sun 12. Jan 2014 16:51
af Andri Þór H.
nidur skrifaði:Andri þetta er bara geðveikt að tengja þetta svona saman, örugglega ekki margir sem fara að splæsa í það. Notarðu einhvern sérstakan router sem splæsir þessum tenginum saman?

Magnað að sjá hvernig hraðinn dettur niður þarna í ul á Luxembourg, væri gaman að vita af hverju.
ég nota pfSense sem router og Load balance :D

Re: Ljósleiðari

Sent: Sun 12. Jan 2014 17:01
af AntiTrust
Svo má reyndar benda á það að Míla stefnir á að bjóða upp á 100mbit VDSL línur á ákveðnum stöðum á þessu ári.

Re: Ljósleiðari

Sent: Sun 12. Jan 2014 18:17
af Skippo
Er það komið upp á yfirborðið hvar það verður og hvort fjarlægðatakmarkanir gilda?

Re: Ljósleiðari

Sent: Sun 12. Jan 2014 20:24
af nidur
Ég er búinn að panta tenginu hjá Tal, ef hraðinn þar er ekki í lagi þá er það símafélagið sem var næst á listanum hjá mér.

Re: Ljósleiðari

Sent: Fim 16. Jan 2014 10:55
af nidur
Símafélagið er með fína tengingu frá mér innanlands en ég er að lenda í því sama þegar ég tengi mig til Luxemburgh

Re: Ljósleiðari

Sent: Fim 16. Jan 2014 10:56
af nidur
Ég veit að Vodafone hefur verið að mælast 12mbps til luxemburgh á meðan hinir eru allir á bilinu 3-5mbps í ul.