Síða 1 af 1

HP 720C

Sent: Lau 11. Jan 2014 00:06
af coldone
Hvar er best að fá varahluti í HP prentara? Mig vantar carriage drive belt fyrir HP 720C. Notað eða nýtt, skiptir engu máli hvort er.

Takk fyrir.

Re: HP 720C

Sent: Lau 11. Jan 2014 00:11
af lukkuláki
Hvað um að kaupa nýjan prentara er þetta ekki svona 15 ára gamall prentari eða svo ?
Kaupa notaðan kannski hjá Góða hirðinum ? nú eða umboðið sem er OpinKerfi

Re: HP 720C

Sent: Lau 11. Jan 2014 00:18
af coldone
Ja ég vil nú bara nota það sem til er og sé enga sérstaka ástæðu til að kaupa eitthvað nýtt, bara af því eitt belti slitnaði.

Re: HP 720C

Sent: Lau 11. Jan 2014 00:50
af bigggan
Opið Kerfi sér um HP vörur, ég fór þángað vegna þess hleðslutækið mitt bilaði, fekk notað á góðu verði. Annars ef verðið er komið upp i 10þ kall þá byrjar að borga sig að kaupa nýan prentara, af þvi þau kosta frá 5000 krónur

Re: HP 720C

Sent: Lau 11. Jan 2014 10:21
af sakaxxx
ég sá einn svona prentari til sölu á bland fyrir nokkrum vikum á 2000 kall

ég keypti svona prentara árið 2000 og losaði mig við hann 2004 ef ég man rétt, mæli með því að kaupa þér frekar nýjan, prentarar eru hræódýrir

Re: HP 720C

Sent: Lau 11. Jan 2014 10:47
af lukkuláki
coldone skrifaði:Ja ég vil nú bara nota það sem til er og sé enga sérstaka ástæðu til að kaupa eitthvað nýtt, bara af því eitt belti slitnaði.
Ef þú vilt halda þessum prentara gangandi þá geturðu það eflaust með því að finna annan svona prentara í varahluti, kannski á OK þetta eða þú gætir jafnvel fundið svona prentara sem er í topp lagi en
blekið í þessa gömlu HP prentara er rándýrt og bara þess vegna er nýr prentari eitthvað sem þú ættir að hugleiða.

Þó ég sé sannarlega hlynntur því að menn nýti í stað þess að henda þá kemur alltaf að þeim tímapunkti með öll raftæki að þau úreldast það þarf að endurnýja þau.

Fann þessa auglýsingu hún er reyndar útrunnin en sakar ekki að athuga málið og svo er góði hirðirinn og fleiri búðir sem selja notað td. uppbodshus.is ofl. stundum að fá svona prentara inn til sölu.