Síða 1 af 1

Vantar þokkalega öfluga skólavél

Sent: Þri 31. Des 2013 15:58
af Swooper
Ég er víst að fara aftur í nám eftir áramót, sem þýðir að það er kominn tími til að endurnýja fartölvuna þar sem mín er 6 ára gömul og engan veginn að fara að höndla mastersnám í tölvunarfræði. Þar sem ég hef lítið skoðað fartölvumarkaðinn síðustu ár ákvað ég að fá smá hjálp frá ykkur Vökturum til að þrengja hringinn og hjálpa mér að velja.

Kröfurnar sem ég geri:
  • Sæmilegur quad core örgjörvi, i5 væri fínt t.d.
  • 8GB minni
  • Annaðhvort SSD eða, helst, hybrid diskur
  • Kortalesari
  • Geisladrif - er ekki alveg tilbúinn að sleppa því ennþá, vil geta t.d. bootað upp linux af livecd ef ég þarf þess
  • HDMI út
  • 15" skjár, helst 1920x1080 upplausn en myndi líklega sætta mig við 1440x900.
  • Verður ekki notuð í leiki eða photoshop, svo hún þarf enga sérstaka myndvinnslueiginleika
  • Gott merki upp á áreiðanleika og þjónustu ef eitthvað klikkar. Kem ekki nálægt Packard Bell, hef engan áhuga á Apple vélum.
  • Budget: 200k í allra mesta lagi, vil helst sleppa með eitthvað minna.

Re: Vantar þokkalega öfluga skólavél

Sent: Þri 31. Des 2013 16:07
af I-JohnMatrix-I
i5 og 8gb ram er þokkalegt overkill ef þú ert ekki að fara í neina vinnslu, er með i3 í minni skólavél og 4gb ram og hún er mjög smooth í office vinnslu og þessi hefðbundnu skólaforrit. :)

Re: Vantar þokkalega öfluga skólavél

Sent: Þri 31. Des 2013 16:16
af bingo
http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=11&t=58384" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Vantar þokkalega öfluga skólavél

Sent: Þri 31. Des 2013 16:39
af Swooper
I-JohnMatrix-I skrifaði:i5 og 8gb ram er þokkalegt overkill ef þú ert ekki að fara í neina vinnslu, er með i3 í minni skólavél og 4gb ram og hún er mjög smooth í office vinnslu og þessi hefðbundnu skólaforrit. :)
Fyrir venjulegt bóknám, já, en eins og kom fram þá er ég að fara í mastersnám í tölvunarfræði sem þýðir að ég get alveg þurft að nota hana í frekar þungar keyrslur. Visual Studio er ekkert léttasta forrit í heimi heldur.

@bingo, þessi vél uppfyllir ekki lágmarkskröfur hjá mér því miður (bara venjulegur harður diskur, 6GB RAM, enginn kortalesari sýnist mér). Takk samt.

Re: Vantar þokkalega öfluga skólavél

Sent: Þri 04. Feb 2014 11:43
af Swooper
Bara ef einhver skyldi sjá þennan þráð og pæla í hvað ég endaði á að velja, þá tók ég þessa vél. Hún var á 10% afslætti svo ég fékk hana á 180k, en bætti við 180GB SSD fyrir einhver 25k í viðbót. Aðeins yfir budget, en nógu lítið til að það skipti ekki máli og uppfyllir allar mínar kröfur. SSDinn var SVO þess virði, þar sem hún bootar upp á núll einni :D