Síða 1 af 1
Smá pæling með hljóð"einángrun" á tölvum?
Sent: Mið 06. Okt 2004 18:50
af kanill
Ég var að dagrétta hjá mér vélbúnaðinn. Fékk mér 3.0 p4 og móðurborð og allt tilheyrandi. Fékk síðan gefins æðislegan asus kassa sem er með plastskel utan um allar hliðar sem hægt er að smella af. Ég var að spá í að taka þær af og setja þunnan svamp á milli til að hljóðeinangra betur. Er þetta heimskulegt uppá hitann að gera í tölvunni eða hvað? Ég er með eina viftu aftan á kassanum og kem til með að setja líka eina framan á hann. Er eitthvað sem mælir gegn því að einangra hann með svampi milli hliðanna? Myndi þetta hjálpa til með hitadótaríið að gera? Því þá er hann líka betur einangraður upp utanaðkomandi hita að gera. Er það enginn kostur? Endilega þið gaurar og gæjur, sem eruð með milljón plús viftur, hraðastilla og dæmi á vélunum ykkar, fræðið mig aðeins um þetta.
Sent: Mið 06. Okt 2004 19:01
af Stebbi_Johannsson
stundar þú dáldið huga kalinn minn?
Sent: Mið 06. Okt 2004 19:11
af kanill
Stebbi_Johannsson skrifaði:stundar þú dáldið huga kalinn minn?
Já smá. .... Takk fyrir greinagott svar.
Sent: Mið 06. Okt 2004 19:17
af goldfinger
svamp, hahahaha
Sent: Mið 06. Okt 2004 19:26
af kanill
goldfinger skrifaði:svamp, hahahaha
Já .. takk takk .. ég er auglóslega fáviti takk fyrir að benda mér á aðrar leiðir en þessi ofurheimskulega aðferð sem mér datt í hug. Greinilegt að ég hefði átt hugsa þetta aðeins betur áður baða út heimskulegum spurningum.
Þakka þér líka kærlega fyrir greina gott svar.
Sent: Mið 06. Okt 2004 19:32
af Daz
Svampur virkar ágætlega sem hljóðeinangrun, en einangrar líka hita svo þú þarft að fylgjast vel með hitanum í kassanum og á örgjörvanum. Ein vifta að framan til að blása inn (í viðbót við þá sem þú ert með nú þegar) er algert lágmark ef kassin verður svona vel einangraður.
Og þú vilt ekki einangra utanaðkomandi hita, nema þú sért með ískápsmótor inní kassanum og búir í eyðimörk, ef þú einangrar kassan ertu að reyna að hljóðeinangra hann.
Sent: Mið 06. Okt 2004 19:38
af kanill
Daz skrifaði:Svampur virkar ágætlega sem hljóðeinangrun, en einangrar líka hita svo þú þarft að fylgjast vel með hitanum í kassanum og á örgjörvanum. Ein vifta að framan til að blása inn (í viðbót við þá sem þú ert með nú þegar) er algert lágmark ef kassin verður svona vel einangraður.
Og þú vilt ekki einangra utanaðkomandi hita, nema þú sért með ískápsmótor inní kassanum og búir í eyðimörk, ef þú einangrar kassan ertu að reyna að hljóðeinangra hann.
Cool þú ert svalur. Þið hinir ættuð að taka hann til fyrirmyndar. Hann gerir ekki lítið úr nýgræðingum heldur reynir að hjálpa. Daz þú munt líklega fara beinustu leið til himna meðan hinir fara .. ekkert þeir hverfa bara!
Sent: Mið 06. Okt 2004 19:40
af Daz
kanill skrifaði:Cool þú ert svalur. Þið hinir ættuð að taka hann til fyrirmyndar. Hann gerir ekki lítið úr nýgræðingum heldur reynir að hjálpa. Daz þú munt líklega fara beinustu leið til himna meðan hinir fara .. ekkert þeir hverfa bara!
Nei ég er á leiðinni niður, kallinn með halann pantaði mig til að hann kælikerfið
Sent: Mið 06. Okt 2004 19:47
af kanill
Daz skrifaði:kanill skrifaði:Cool þú ert svalur. Þið hinir ættuð að taka hann til fyrirmyndar. Hann gerir ekki lítið úr nýgræðingum heldur reynir að hjálpa. Daz þú munt líklega fara beinustu leið til himna meðan hinir fara .. ekkert þeir hverfa bara!
Nei ég er á leiðinni niður, kallinn með halann pantaði mig til að hann kælikerfið
jæja þú ert þá með áfangastað.
Sent: Mið 06. Okt 2004 20:44
af Vilezhout
ég myndi nú ekki halda að svampur í hliðunum ætti ekkert að valda neinu sérstöku hitavandamáli og sérstaklega ef þetta eru plasthliðar og eiginlega eini staðurinn sem ég myndi trúa að svampurinn myndi valda hitaaukningu væri ef hann færi í toppinn sem myndi þá vera skilvirkasti staðurinn ef við förum að hugsa um kassann sem heatsink.
og eitt enn, málið með hugasvarið og allt það er einungis vegna þess að þessi litlu grey kunna ekki né vita meira enn að vera með eitthvað óþarfa skítkast og fatta ekki að þessi vefur byggist á samfélagi manna sem leita hjálpar, vilja veita hjálp, deila gagnlegum(ógagnlegum líka) upplýsingum og bara hreint út sagt monta sig af nýjasta þrekvirkinu við að yfirklukka eða sýna kassa sem þeir hafa klárað að modda.
urr urr og hætta þessu eða ég siga bjössa á þig.
Sent: Mið 06. Okt 2004 21:55
af fallen
Re: Smá pæling með hljóð"einángrun" á tölvum?
Sent: Fim 07. Okt 2004 08:52
af Stutturdreki
kanill skrifaði:Er eitthvað sem mælir gegn því að einangra hann með svampi milli hliðanna? Myndi þetta hjálpa til með hitadótaríið að gera? Því þá er hann líka betur einangraður upp utanaðkomandi hita að gera.
Sko.. ef þú ert að tala um að setja svamp á jaðarinn á öllum opnanlegum hliðum til að koma í veg fyrir titring þá er það sennilega ekkert nema gott mál. Svo lengi sem þú lokar ekki fyrir nein göt þar sem loft
á að flæða inn í kássann.
Reyndar er lang best að hafa kassann algerlega loft þéttan
nema á þeim stöðum þar sem þú villt fá loft inn, yfirleitt neðarlega að framan og/eða neðar lega á vinstri hliðinni (
horft á að framan). Það fer jafn mikið loft inn í kassann og fer út úr honum og loft ferðast styðstu mögulegu leið (
náttúran er löt að eðlisfari..) svo til að tryggja að þú fáir kalt loft inn þarf loftintakið að vera eins langt frá úttakinu og hægt er og staðsett neðar í kassanum (
heitt loft leitar upp á við). Einnig þarf loftintakið að vera staðsett þannig að kaldaloftið sem kemur inn flæði framhjá þeim stöðum sem mest þarf að kæla; Skjákortið, Örgjörvinn, Northbridge, minnið og hörðudiskana. Svo það ætti í raun að vera gott að loka loftunargötum sem eru nálægt viftunni..
Og þarna varðandi utanað komandi hita, loftið í kassanum þínum verður aldrei kaldara heldur en loftið í herberginu sem kassinn er í (
það er að segja nema þú getir nálgast kaldara eða kælt loft annarstaðar frá).
Sent: Fim 07. Okt 2004 09:08
af gnarr
hehe.. ég STÓRLEGA efast um að þú getir eitthvað einangrað hita að utan. ekki nema að þú geimir tölvuna hliðiná ofni og sért með loftslöngu til að ná í kaldara loft annarstaðar frá. annars er hitinn sem að fer í gegnum toppinn og hliðarnar á kassanum sama og enginn! þótt þú setjir 20cm þykkan svamp á báðar hliðarnar og toppinn, þá ættiru ekki að sjá neina hitabreytingu. það er ekki fyrr en þú ferð að minka loftflæðið að hitinn fer að aukast.
eins og þú varst að segja þetta, setja svampinn fyrir utan málm hliðarnar og setja svo plast hliðar yfir það. það ætti að hafa 0.000000001% áhrif á hitann. en líklegast lækkar það háfaðann mjög mikið
Sent: Fim 07. Okt 2004 11:55
af Sveinn
Sent: Fim 07. Okt 2004 12:07
af Sveinn
gnarr skrifaði:ekki nema að þú geimir tölvuna hliðiná ofni
Hehe :$ ég er með mína hliðina á ofni, bara aldrei kveikt á honum
Sent: Fim 07. Okt 2004 20:05
af Hawley
piiift! hver þarf á ofni að halda þegar að maður hefur nokkrar tölvur í gangi 24/7?
Sent: Fim 07. Okt 2004 20:25
af gumol
Hawley skrifaði:piiift! hver þarf á ofni að halda þegar að maður hefur nokkrar tölvur í gangi 24/7?
Akkurat, hef ekki kveikt á ofninum í herberginu mínu í langan tíma, sammt er það alltaf heitara en gangurinn.
Sent: Fim 07. Okt 2004 21:20
af ErectuZ
Það er ekki kveikt á ofninum í mínu herbergi, og það er alltaf drullukalt hérna. Sérstaklega núna þegar veturinn er að koma
Kannski spurning um að sleppa að fá sér betri kælingu? Tölvan er allt sem hitar upp herbergið mitt núna
Sent: Sun 10. Okt 2004 10:52
af Hlynzi
Kassarnir eiga það til að hitna með hljóðeinangrun, en ef þú ert með gott loftflæði í gegn á það ekki að skipta neinu máli. Það eru til sér mottur í þetta hjá task eða tölvuvirkni minnir mig.
Sent: Sun 10. Okt 2004 13:46
af gumol
Fékk svona mottur í Start í gær, reyndar ekki til að setja í tölvukassan sjálfan. Það er til í tveim stærðum í start svo maður þarf ekki að kaupa svaka mikið og vera svo með afgang.
Sent: Sun 10. Okt 2004 14:07
af MezzUp
Rainmaker skrifaði:Það er ekki kveikt á ofninum í mínu herbergi, og það er alltaf drullukalt hérna. Sérstaklega núna þegar veturinn er að koma
Kannski spurning um að sleppa að fá sér betri kælingu? Tölvan er allt sem hitar upp herbergið mitt núna
Hmm, þegar þú færð þér nýja kælingu, hvað heldurru að verði um hitann?
Eftir smá eðlisfræði(kaflann um ísskáp
) vitum við að ekki er hægt að ,,búa til" kulda, heldur einungis fjarlægja hita. Þannig ef að þú færð þér nýrri kælingu sem að heldur örranum kaldari þá er hún í raun að leiða hitan hraðar/betur frá örranum. Þar sem að örrin tekur jafn mikið af rafmagni(orku) óháð kælingunni hlítur hann að gefa frá sér jafn mikinn hita(orku) þótt að þú sést með nýju kælinguna. </genius>
En já, sama hér, ég er alltaf með slökkt á ofninum. Enda er oft ískalt inni hjá mér þegar maður er með slökkt á tölvunni yfir helgi t.d.