Síða 1 af 1

Manstu eftir leiknum?

Sent: Fim 12. Des 2013 11:02
af KermitTheFrog
Sælir, nú rétt í þessu skaut upp í kollinn á mér minning um gamlan leik sem ég man eftir að hafa spilað einhverntímann örugglega fyrir aldamót. Man bara enganveginn hvað hann hét eða um hvað hann var.

Ég man eftir því að það var örugglega kanína, og það var hús sem maður fór út um allt í.

Svo man ég sérstaklega eftir því að kanínan endaði í potti hjá einhverjum úlfi eða álíka og maður átti að rugga pottinum til svo maður slyppi.

Þetta er örugglega einhver Disney leikur eða eitthvað. Man einhhver hér eftir einhverju svona. Mig langar að vita hvaða leikur þetta var.

Re: Manstu eftir leiknum?

Sent: Fim 12. Des 2013 11:05
af rango
Jazz jackrabbit?

Re: Manstu eftir leiknum?

Sent: Fim 12. Des 2013 11:06
af KermitTheFrog
rango skrifaði:Jazz jackrabbit?
Nei ekki var það hann :)

Re: Manstu eftir leiknum?

Sent: Fim 12. Des 2013 11:11
af rango
Simon the sorcerer? 93 circa stelur mikid af Disney sogunum.

Re: Manstu eftir leiknum?

Sent: Fim 12. Des 2013 11:23
af KermitTheFrog
rango skrifaði:Simon the sorcerer? 93 circa stelur mikid af Disney sogunum.
Nei, mér sýnist ekki af því sem ég get skoðað af netinu. En þetta er alveg í áttina.

Væri alveg til í að geta googlað þetta, en ég veit ekkert hvað ég get googlað.

Re: Manstu eftir leiknum?

Sent: Fim 12. Des 2013 11:46
af hfwf
Legends of kyrandia. aka hand of fate.