Síða 1 af 1

Hvað ætti ég að uppfæra ?

Sent: Þri 12. Nóv 2013 17:24
af joishine
Hef verið aðeins að pæla hvað væri gáfulegast fyrir mig að uppfæra í vélinni minni sem hagnast mér best.

Vélin mín er eftirfarandi

Motherboard: Gigabyte Z77-D3H
CPU: Intel i5 - 3570k
Memory: 8GB Corsair Vengance - DDR3
Hard Drive: Mushkin 120GB SSD - 1TB Seagate
Video Card: EVGA GeForce 560Ti
Er svo með 750W TT afgjafa, Corsair H60i kælingu - einnig er ég með aukalegt GeForce GTX 275 kort í vélinni sem er bara til að keyra auka skjáina, er með 3 skjái og svo TV tengt við tölvuna.

Datt svona í hug að fara í SLi skjákorta setup þar sem ég þarf 4 tengi og það vinnur víst betur svona allt í sama pakka en ekki alveg sérhæfð kort. Ég spila langmest leiki bara, spila CSGO mest og hef verið að streama honum en finnst ég verða að vera með tölvuna alveg ný restartaða til að það runni vel, það kannski tengist bara því að ég þarf að detta í format kannski.

Annars bara vel þegnar ábendingar hvað væri gott að uppfæra, jólin að koma og kæró fór að spurja hvað mig langar í jólagjöf og svona. fire away bara !

Re: Hvað ætti ég að uppfæra ?

Sent: Þri 12. Nóv 2013 18:02
af MrSparklez
Eina sem þyrfti að uppfæra hjá þér er skjákortið, annars er allt hitt solid. hvaða budget ertu með til að uppfæra ?

Re: Hvað ætti ég að uppfæra ?

Sent: Þri 12. Nóv 2013 19:04
af littli-Jake
Eina sem væri þess virði að uppfæra er skjákortið. En það er líka uppfærsla upp á nokkra tugi þúsara ef það á að vera eitthvað að borga sig. Þarft að fara í 670 FTW eða 760 til að vera að fá eitthvað almenilega út úr uppfærslunni. Tæplega jólagjafapeningur (finst mér)
Annars væri alveg fínt fyrir þig að fá meira vinsluminni. Kostar ekki það mikið.

Re: Hvað ætti ég að uppfæra ?

Sent: Fim 14. Nóv 2013 13:54
af joishine
Hvað er mesti gróðinn við að fara í SLi setup, þ.e.a.s 2 nkl eins kort tengd saman með SLi.

Eins og ég sagði, þá þarf ég að vera með 4x VGA/DVI tengi fyrir allt þetta skjáa flóð mitt. Eins er líka gáfulegt að SLi tengja 560 Ti og svo nýtt 670 eða 760 kort ?

Re: Hvað ætti ég að uppfæra ?

Sent: Fim 14. Nóv 2013 15:20
af littli-Jake
joishine skrifaði:Hvað er mesti gróðinn við að fara í SLi setup, þ.e.a.s 2 nkl eins kort tengd saman með SLi.

Eins og ég sagði, þá þarf ég að vera með 4x VGA/DVI tengi fyrir allt þetta skjáa flóð mitt. Eins er líka gáfulegt að SLi tengja 560 Ti og svo nýtt 670 eða 760 kort ?
Það er allavega ekki æskilegt fyrir þig að SLi tengja 560 við hin kortin því þau mundi klukka sig niður til að vera eins og 560 kortið. Gætir kanski fengið þér annað 560. Ættu að vera orðinn þokkalega ódýr.

Annars hlítur að vera nó fyrir þig að vera með eitthvað drasl kort fyrir aukaskjáina og sjónvarpið.

Re: Hvað ætti ég að uppfæra ?

Sent: Fim 14. Nóv 2013 15:24
af joishine
Jám það er það algjörlega, er mest að pæla að mér finnst oft koma upp svona heimskulegt vesen með svona alveg seperate kort. Eins og þetta getur ekki verið fullscreenað nema með forriti eða upplausnir að breytast og e-ð drasl.

En ætli ég skoði ekki bara að uppfæra skjákortið, væri mikill munur hjá mér að fara í 760 kort ? og væri ekki allt annað gott með því ?

Re: Hvað ætti ég að uppfæra ?

Sent: Fim 14. Nóv 2013 17:54
af Swanmark
760 er að performa svipað og 670 hef ég heyrt, og ég hef ekki farið í leik sem ég get ekki spilað með nánast bestu grafík. (Crysis undantekning :< )
So, go 760 :]

Og varðandi streamið, þá er það aðallega örgjörvavinnsla (og er oftast mælt með i7 (fyrir hyperthreading) fyrir 1080p stream).