Síða 1 af 2

Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 20:47
af appel
http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... nd_sinnum/" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég get skilið þegar menn sækja efni sem er ekki aðgengilegt á Íslandi, en hvað með íslenska "premium" þætti á borð við Sönn íslensk sakamál?

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 21:03
af vargurinn
var persónulega mjöög pirraður þegar ég sá allt þetta íslenska efni á deildu, nema kannski mannasiði gillz, fer seint að vorkenna þeim manni.
Alltof lítill markaður fyrir þetta til að standa undir sér ef allt liðið er komið á deildu

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 21:05
af AntiTrust
Horfi ekki sjálfur á þessa þætti frekar en annað íslenskt efni - En þetta er eins og áður og alltaf spurning um verð. Til þess að geta séð umrædda þætti þarftu að greiða 4.990kr, og það er í flestum tilfellum fyrir utan línugjöld, áskriftargjöld að IPTV/Digital Ísland þjónustu og svo leigugjöldum á búnaði.

Þetta er og hefur alltaf verið spurning um verð og valfrelsi. Sjónvarpsstöðvar og sjónvarpsspakkar eru ekki a la carte, og það er það sem markaðurinn eins og hann nær leggur sig vil. Á meðan markaðurinn getur auðveldlega nálgast þetta efni án mikillar áhættu gerir hann það.

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 21:07
af GrimurD
Ég var ekki lengi að eyða aðgangnum mínum á deildu þegar þessi regla var fjarlægð. Finnst þetta ömurlegt af þeim. Markaðurinn hérlendis er ekki nóg stór til að standa undir sér þegar þetta er svona. Ef eitthvað þá verður bara hætt að framleiða íslenskt efni, áskriftarmódelið breytist ekki á meðan að erlenda efnið stendur undir sér.

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 21:08
af marijuana
Fréttirnar mættu þó vera sannar. Hvaðan taka þeir þessa tölu, 90 þúsund ? Rétt tala er nær 6 þúsund.

Byrja á því að taka fram, það er ekki rétt né réttlætanlegt að sækja þessa þætti.

En þættirnir mættu actually vera aðgengilegir. Eina leiðin sem ég veit allavega um er að kaupa áskrift af SjáEinum. Hví ætti ég að kaupa áskrift að SkjáEinum fyrir 5 þúsund á mánuði til að horfa á einn þátt ? Ef ég virkilega vil horfa á hann þásæki ég hann á þennan hátt. En ég myndi glaður borga leigugjald, segjum 300-400kr á þátt.

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 21:09
af Sallarólegur
Hvaða rugl er þetta?
Allir næturvaktar þættirnir komu inn á isTorrent 1-3 dögum eftir sýningu á Stöð2, svo hefur aldrei áður selst jafn mikið af DVD diskum :happy
segir niðurhalið hafa eyðilagt möguleika aðstandenda þeirra til að fá upp í kostnað með dvd-sölu

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 21:09
af GrimurD
marijuana skrifaði:Fréttirnar mættu þó vera sannar. Hvaðan taka þeir þessa tölu, 90 þúsund ? Rétt tala er nær 6 þúsund.

Byrja á því að taka fram, það er ekki rétt né réttlætanlegt að sækja þessa þætti.

En þættirnir mættu actually vera aðgengilegir. Eina leiðin sem ég veit allavega um er að kaupa áskrift af SjáEinum. Hví ætti ég að kaupa áskrift að SkjáEinum fyrir 5 þúsund á mánuði til að horfa á einn þátt ? Ef ég virkilega vil horfa á hann þásæki ég hann á þennan hátt. En ég myndi glaður borga leigugjald, segjum 300-400kr á þátt.
Þetta er nú á leigunni hjá amk Vodafone, og það í bæði SD og HD.

http://www.vodafone.is/sjonvarp/leigan/ ... kamal_4_Hd" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 21:15
af marijuana
GrimurD skrifaði:
marijuana skrifaði:Fréttirnar mættu þó vera sannar. Hvaðan taka þeir þessa tölu, 90 þúsund ? Rétt tala er nær 6 þúsund.

Byrja á því að taka fram, það er ekki rétt né réttlætanlegt að sækja þessa þætti.

En þættirnir mættu actually vera aðgengilegir. Eina leiðin sem ég veit allavega um er að kaupa áskrift af SjáEinum. Hví ætti ég að kaupa áskrift að SkjáEinum fyrir 5 þúsund á mánuði til að horfa á einn þátt ? Ef ég virkilega vil horfa á hann þásæki ég hann á þennan hátt. En ég myndi glaður borga leigugjald, segjum 300-400kr á þátt.
Þetta er nú á leigunni hjá amk Vodafone, og það í bæði SD og HD.
Get ég notað hana í gegnum netið ?
Ég er ekki með sjónvarp nema í gegnum loftnet. Tími ekki að kaupa eitthvað sem ég nota svo ekki nema til að horfa á fréttir sem eru hvort eð er opnar/fríar.

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 21:16
af mind
appel skrifaði:http://www.mbl.is/frettir/innlent/2013/ ... nd_sinnum/

Ég get skilið þegar menn sækja efni sem er ekki aðgengilegt á Íslandi, en hvað með íslenska "premium" þætti á borð við Sönn íslensk sakamál?
Að láta út fyrir kostnaði, vitandi af þessari hættu, og vera svo vonsvikinn yfir að vera óheppinn í lottóinu er vissur einfaldleiki.
Ef þú þarft fullvissu um að fá greitt fyrir vinnu þína, láttu þá greiða hana fyrirfram.

Er alls ekki að segja þetta sé í lagi og sjálfsagt, bara segja þetta sé vel fyrirsjáanlegt.

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 21:16
af AntiTrust
Skaut mig í fótinn þar. Þá væri gaman að sjá VOD leigutölur + DVD sölutölur og sjá hvort þetta sé að skila eins litlu til aðstandenda og þeir vilja meina.

@Marijuna - Já þú getur verið með SkjáFrelsi án þess að vera með IPTV/Digital Ísland áskrift.

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 21:17
af appel
Ég þekki fólkið sem býr til þessa þætti, og get sagt að þetta gæti gengið af svona íslenskum þáttum dauðum.

E.t.v. eftir nokkur ár verður bara til RÚV, því allir eru þvingaðir til að kaupa áskrift að henni.


Persónulega finnst mér íslenskt efni vera taboo... sérstaklega þegar maður veit hve lítill þessi markaður er, listamenn og framleiðendur eru oftast bara að ná upp í kostnað.

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 21:51
af rango
Enn hvað með mig sem notar ekki svona forneskju hluti og sjónvarp, Og á ekki eitt einasta DVD drif á öllu heimilinu í þokkabót.

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 22:10
af Hrotti
veit samt einhver hvernig þetta endaði hjá Venna? hvað safnaðist mikið?

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 22:11
af GuðjónR
rango skrifaði:Enn hvað með mig sem notar ekki svona forneskju hluti og sjónvarp, Og á ekki eitt einasta DVD drif á öllu heimilinu í þokkabót.
Þú svarar sjálfum þér í undirskriftinni þinni :)

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 22:15
af Bjosep
Þessi tala 90000 er nú ansi skrýtin. Jaðrar við að hvert einasta heimili á landinu hafi sótt þættina.

Hvernig verður þessi tala til? Heildarfjöldi niðurhala á öllum þáttunum?

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 22:18
af Klaufi
GuðjónR skrifaði:
rango skrifaði:Enn hvað með mig sem notar ekki svona forneskju hluti og sjónvarp, Og á ekki eitt einasta DVD drif á öllu heimilinu í þokkabót.
Þú svarar sjálfum þér í undirskriftinni þinni :)
Mögulega besta svar sem ég hef lesið á Vaktinni.
Hrotti skrifaði:veit samt einhver hvernig þetta endaði hjá Venna? hvað safnaðist mikið?
Hef ekki heyrt neinar tölur, ég lagði inn 2k persónulega.
Bjosep skrifaði:Þessi tala 90000 er nú ansi skrýtin. Jaðrar við að hvert einasta heimili á landinu hafi sótt þættina.

Hvernig verður þessi tala til? Heildarfjöldi niðurhala á öllum þáttunum?
Væri gaman að sjá rök fyrir þessari tölu, hvort sem hún er sönn eða ekki..


Varðandi það að missa sölutekjur, þá efast ég um það.
Væri til í að sjá almennilegar tölur, en það versta er að þetta er ekki mælanlegt.

Ég hala niður efni, því sem mér líkar það kaupi ég síðan, hvort sem það er myndefni, hugbúnaður, leikir eða annað.
Ég hef samt alltaf verið jafn ragur við að sækja Íslenskt efni, það er bara eitthvað svo rangt, Að undanskildum Venna Páer sem ég sótti með góðri samvisku..

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 22:22
af hkr
marijuana skrifaði:Fréttirnar mættu þó vera sannar. Hvaðan taka þeir þessa tölu, 90 þúsund ? Rétt tala er nær 6 þúsund.
Nei, ekki alveg.

Þú verður að margfalda hvern þátt við hvert download:
3536
5785
5972
140*8 = 1120
935*24 = 22440
6676*8 = 53408
= 92261

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 22:36
af darkppl
ég persónulega HATA dvd ég hef ekki notað dvd í lángan tíma. ég myndi kaupa efni eg ég gæti fengið það á netinu eða einhvað svoleiðis. ég vill ekki hafa dvd. ef það myndi koma svoleiðis þjónusta sem kostar ekki annan handlegg og fót þá myndi ég kaupa svoleiðis þjónustu. hvernig haldiði ef það myndi koma þjónusta eins og steam nema með kvikmyndum.

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 22:48
af Squinchy
Eins og staðan er núna þá er fyrsti þáttur með 5977 download, það þíðir samt ekki að 5977 manns hefðu farið út úr húsi í troðna verslunarmiðstöð til að versla dvd eintak eða borga okur verð hjá úreldum sjónvarps fyritækjum

Ef framleiðendur vilja breyta þessu þá geta þeir það auðveldlega

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 22:50
af Daz
darkppl skrifaði:ég persónulega HATA dvd ég hef ekki notað dvd í lángan tíma. ég myndi kaupa efni eg ég gæti fengið það á netinu eða einhvað svoleiðis. ég vill ekki hafa dvd. ef það myndi koma svoleiðis þjónusta sem kostar ekki annan handlegg og fót þá myndi ég kaupa svoleiðis þjónustu. hvernig haldiði ef það myndi koma þjónusta eins og steam nema með kvikmyndum.
Ertu að meina eins og Filma.is?

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 22:54
af Squinchy
Daz skrifaði:
darkppl skrifaði:ég persónulega HATA dvd ég hef ekki notað dvd í lángan tíma. ég myndi kaupa efni eg ég gæti fengið það á netinu eða einhvað svoleiðis. ég vill ekki hafa dvd. ef það myndi koma svoleiðis þjónusta sem kostar ekki annan handlegg og fót þá myndi ég kaupa svoleiðis þjónustu. hvernig haldiði ef það myndi koma þjónusta eins og steam nema með kvikmyndum.
Ertu að meina eins og Filma.is?
aka drasl.is

IMO þá vill ég fá download af skránni sjálfri til að geta streymt þegar ég vill, tekið með mér í bústað þar sem ekkert internet er á sjónvarpsflakkara eða sett inn á iPad fyrir flug

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 23:01
af nonesenze
Squinchy skrifaði:Eins og staðan er núna þá er fyrsti þáttur með 5977 download, það þíðir samt ekki að 5977 manns hefðu farið út úr húsi í troðna verslunarmiðstöð til að versla dvd eintak eða borga okur verð hjá úreldum sjónvarps fyritækjum

Ef framleiðendur vilja breyta þessu þá geta þeir það auðveldlega
jú að sjálfsögðu .. ef 5977 myndu downloada ólöglega þá er það klárlega tap á 5977 sölum hahahahahahaha...... hahahahaha

takk smáís(húmor) fyrir smá hlátur

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 23:10
af darkppl
með filma.is þá getur maður alveg eins farið í netflix. það sem ég tala um er að geta eins og squinchy sagði downloadað skránni, í mismunandi gæðum og fleira.

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 23:21
af Ripparinn
Sallarólegur skrifaði:Hvaða rugl er þetta?
Allir næturvaktar þættirnir komu inn á isTorrent 1-3 dögum eftir sýningu á Stöð2, svo hefur aldrei áður selst jafn mikið af DVD diskum :happy
segir niðurhalið hafa eyðilagt möguleika aðstandenda þeirra til að fá upp í kostnað með dvd-sölu
Verð að vitna í þetta...
Ókei, ég er ekki með áksrift af skjánum, ég ætla mér aldrei að kaupa áskrift hjá skjánum... en eftir að ég sá þessa þætti ætla ég svo sannarlega að eiga þetta á dvd, þar kom ein sala. Ég lýt á torrent meira sem "auglýsingastofu" þar sem já næturvaktin var "auglýst" á torrent og fleiri þúsundir notenda sóttu.. En sá diskur seldist í mjög miklu magni og enginn tapaði. Þannig ef þættirnir eru nógu góðir þá munu þeir vera successful, annars á bara að vera úti...

Mynd

Re: Piracy á íslensku efni, óskiljanlegt?

Sent: Fös 08. Nóv 2013 23:24
af darkppl
ég myndi persónulega kaupa sönn íslensk sakamál allar seríurnar en ég vill ekki hafa á dvd!