Síða 1 af 1

Budget gaming vél

Sent: Lau 26. Okt 2013 01:29
af Tjobbi
Sælir spjallverjar, var að velta því fyrir mér hvort að ég gæti fengið álit ykkar á þessu.

Er að reyna gera ásættanlegt gaming rig frá 100 - 140þús.. hvað finnst ykkur um þetta?

Örgjafi: Intel I5 4670: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2463

Minni: Crucial Ballistix 2x4gb 1600mhz http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=3743

Aflgjafi: 600W Corsair cx600 v2 http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7550

Móðurborð:Gigabyte g1.sniper b5 http://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-s1 ... -modurbord

Skjákort: Gigabyte 7790 2GB http://www.tolvutek.is/vara/gigabyte-hd ... -2gb-gddr5

Kassi:Corsair silencio 550 http://tl.is/product/silencio-550-hljodeinangradur

Harður diskur:Kingston 60GB ssd - 13.900 http://www.computer.is/vorur/7870/

Samtals= 134.550

Ég á storage disk þannig að ssd verður os og einhver örfá öpp og leikir.

Það er auðvitað eitthvað þarna sem mætti ná niður, eins og ódýrari turn en það verður nú að vera smá stíll á þessu.

Endilega kommentið á þetta og komið með hugmyndir.

Re: Budget gaming vél

Sent: Lau 26. Okt 2013 03:59
af Haflidi85
Tjörvi 7790 er weak, var búinn að segja þér það

Re: Budget gaming vél

Sent: Lau 26. Okt 2013 11:39
af hkr
Þú verður mjög fljótur að fylla þennan 60 gb disk enda er það ástæða fyrir því að það er nánast hætt að framleiða þá í þessari stærð.
Fyrir 3.800 kr. gætir þú tekið þennan í staðinn: http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=3725" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Budget gaming vél

Sent: Lau 26. Okt 2013 11:53
af Output
Mæli með að þú færð þér Samsung 840 ssd disk og ef að þetta á að vera góð leikjavél þá verður þú að uppfæra þetta skjákort :)

Re: Budget gaming vél

Sent: Lau 26. Okt 2013 12:08
af Xovius
Getur sparað smá á örgjörvanum til að fara í betra skjákort.

Re: Budget gaming vél

Sent: Lau 26. Okt 2013 12:18
af Daz
gætir t.d. sparað í örgjörvanum (t.d. i5 4570) og boðið í þetta kort eða þetta í staðinn.

Re: Budget gaming vél

Sent: Lau 26. Okt 2013 12:36
af Lunesta
60gb er bara eiginlega ekki nog.. eg er með 128gb bara windows og 2-3 leikir plús smá tími (ekkert litlir leikir)
stúúút fullt.. finnst 120gig vera lagmark ef þu ætlar að spila leiki af diskinum lika..
windows um 22gb program files 5-10gb, partur af hdd sem þu hefur ekki aðgang af (Read only dotið) mismunandi..
liklega um 10gb = 37gb min.. þá eru 23 gb eftir sem fyllast hratt! BF4 er nóg til að skilja þig næstum plásslausan!

skiptu lika kortinu ut.. frekar að fara i notað eða eldra heldur en að reyna að fá sér kort sem mun valda þér
vonbrigðum

Re: Budget gaming vél

Sent: Lau 26. Okt 2013 17:05
af Tjobbi
Daz skrifaði:gætir t.d. sparað í örgjörvanum (t.d. i5 4570) og boðið í þetta kort eða þetta í staðinn.

Miðað hvað 4670 er að scora mikið betur í benchum held ég að það sé nokkuð kjánaleg hugmynd að reyna að spara 3-4þús þar, planið var frekar að uppfæra skjákortið seinna og vera með gott "core" setup (örgjörva og móðurborð)

Þetta með ssd-inn er alveg rétt, ideal væri að taka 120gb 840 diskinn frá samsung, en við verðum að hafa í huga á þetta er hardcore budget vél svo einhverstaðar verður maður að cut-a niður.

Re: Budget gaming vél

Sent: Lau 26. Okt 2013 17:40
af MrSparklez
Ég myndi spara á kassanum og sleppa ssd, eyða rest í betra skjákort. Annars er þetta að mínu mati nokkuð solid.

Re: Budget gaming vél

Sent: Lau 26. Okt 2013 17:47
af Garri
Þú þarft að hugsa þetta þannig að þú gerir þetta í þrepum og þá hvaða hlutir halda verðgildi og hverjir ekki.

Þannig er til dæmis ljóst að CPU hrynur strax bara við það eitt að fara í tölvu. Skjákort hrynja fljótt enda koma ný öflugri eins á færibandi. SSD sem er 60GB mundi ég halda að væri ekki verðmikill í endursölu, enda mjög takmörkuð not fyrir slíkt. Stýrikerfið fer langleiðina með að fylla slíkann disk og jafnvel gott betur ef þú geymir Page-skránna sem og Sleep skránna (Hypernation file) á honum. En það munar miklu að kveikja á tölvu sem er með sleep skránna í SSD.

Kassi, harðir diskar og jafnvel minni og þess háttar heldur betur verðgildi sínu. Ég mundi horfa á þetta þannig að þú ætlir að selja það sem er veikast aftur og uppfæra það. Ef þú kaupir mjög lélegt skjákort þá er ljóst að þú þarft næstum að afskrifa það eftir til dæmis eitt til tvö ár. En á móti, þá er öflugt skjákort í dag, ekki með hátt endursöluverð heldur.. en nýtist töluvert lengur.

Re: Budget gaming vél

Sent: Lau 26. Okt 2013 17:54
af Daz
Tjobbi skrifaði:
Daz skrifaði:gætir t.d. sparað í örgjörvanum (t.d. i5 4570) og boðið í þetta kort eða þetta í staðinn.

Miðað hvað 4670 er að scora mikið betur í benchum held ég að það sé nokkuð kjánaleg hugmynd að reyna að spara 3-4þús þar, planið var frekar að uppfæra skjákortið seinna og vera með gott "core" setup (örgjörva og móðurborð)
Hmm, hvaða benchmarks og eru þau að mæla afköst í því sem þú ætlar að nýta þér? (Ekki mikið grætt ef annar er bara betri í að þjappa textaskjölum, jafnvel þó hann sé 2.000% betri í því).

Re: Budget gaming vél

Sent: Lau 26. Okt 2013 18:33
af Haflidi85
bjóddu 20-25 í þetta kort -> viewtopic.php?f=11&t=57846

Re: Budget gaming vél

Sent: Lau 26. Okt 2013 20:54
af Einsinn
Finnst vanta í tölvubúðum hérna einn sterkasta kostinn í budget cpu's AMD Atlhon X4 750k eða 760k frekar ódýrir en samt nóg til að keyra flest í 1080p með góðu skjákorti í góðum gæðum.