[SELT] Roku 3 til sölu
Sent: Fös 04. Okt 2013 23:34
ég keypti þetta aðallega fyrir forvitni sakir en hef ekkert við þetta að gera. Ég held að ég hafi kveikt á þessu í eitt eða tvö skipti
fer á 15.000kr
fer á 15.000kr
gnz skrifaði:Þetta tæki er náttúrulega stök snilld, en...
* Það er hægt að tengja harðan disk við þetta en ég hef aldrei prufað það. Skilst að codec stuðningur á basic græjunni sé ekkert brjálaður.
* Ef þú installar Plex á einhverri heimilisvél, installar Plex channel á Roku þá lifnar allt við.
* Roku er ekki með network settings eins og t.d. Apple TV eða Playstation þannig að ef þú vilt horfa á Netflix þá þarftu að setja upp dns reglu í routernum þínum.
* Til þess að ná í Netflix verður þú að vera búinn að skrá Roku account "í Ameríku". Þú þarft sem sagt að fara inn á Roku.com og búa þér til Amerískan account (og til þess þarftu að vera kominn inn í þjónustu eins og Playmo.tv, Unblock-us.com eða unotelly.com). Þá geturður installað Netflix Channel á Roku boxinu.
* Roku 3 er bara með HDMI tengi (sem getur verið mál fyrir suma)
Fyrir mér var valið á milli þriggja tækja: AppleTv, Roku og Boxee.
Boxee tapaði af því að það var dýrast, þó að native stuðningur við codec væri lang mestur í þeirri græju, og samanburðurinn á milli AppleTv og Roku var því on, bæði tækin kostuðu í kringum $100.
* Apple Tv með network settings fyrir okkur á klakanum, Roku ekki.
* Svipaður native codec stuðningur (þá, getur vel verið að það hafi breyst síðan)
* Plex með öllum bjöllum og flautum virkar með Roku, Plex virkar á jailbreak'uðu AppleTv2, Plex virkar ekki á Apple Tv3 af því að það er ekki hægt að jailbreak'a það (samkvæmt mínum síðustu source'um)
* Um daginn kom út smá hack sem gaf Apple Tv3 notendum tækifæri á að tengjast Plex en samkvæmt þessum fréttum þá skemmdi einhver uppfærsla það.
Þannig að ef þig langar bara í Netflix þá er valið tiltölulega fjölbreytt: Roku, PlayStation, Apple Tv, xbox og fjöldinn allur af sjónvörpum.
Ef þig langar að streyma efni af miðlægum server eða af einhverri heimilistölvu þá hefur Plex Server + Plex client'ar algjörlega verið að standa sig á mínu heimili. Roku styður Plex, Apple Tv3 gerir það takmarkað ef það gerir það yfir höfuð. Nokkur sjónvörð styðja Plex sem DLNA source.
Vonandi hjálpar þetta eitthvað, ef ekki þá er þetta alla veganna bömp fyrir seljandann