Síða 1 af 1

Tillaga: Færa spjaldtölvur yfir í farsímaflokkinn

Sent: Mán 09. Sep 2013 12:46
af Swooper
Ég vil leggja það til að umræður um spjaldtölvur verði færðar yfir á sama spjallborð og farsímar og myndavélar, í staðinn fyrir að vera flokkaðar með fartölvum, með tilheyrandi breytingum á nöfnum viðeigandi flokka (nýji flokkurinn gæti kannski heitið "Snjalltæki"?).

Rökstuðningur: Spjaldtölvur eiga miklu meira sameiginlegt með snjallsímum en fartölvum. Þær eru framleiddar af sömu fyrirtækjum, keyra á sömu stýrikerfum, sambærilegum vélbúnaði og nota sömu forrit. Líklegra er að notendur sem hafi vit og áhuga á snjallsímum hafi sama vit og áhuga á spjaldtölvum heldur en notendur með vit og áhuga á fartölvum. Ennfremur grunar mig að núverandi flokkun sé frá þeim tíma áður en fyrsti iPhone'inn kom út og spjaldtölvur voru stórar, þungar græjur með resistive snertiskjá sem keyrðu Windows ME...

Auka stig ef myndavélar fá sér flokk í leiðinni, þar sem þær eiga afar fátt sameiginlegt með snjallsímum og spjaldtölvum og myndi meika sense að aðskilja.

Re: Tillaga: Færa spjaldtölvur yfir í farsímaflokkinn

Sent: Mán 09. Sep 2013 12:50
af Swanmark
+1

Re: Tillaga: Færa spjaldtölvur yfir í farsímaflokkinn

Sent: Mán 09. Sep 2013 12:59
af Eikibleiki
+1 eða +2 kann þetta ekkert ;)
Sammála, ruglaðist á þessu í morgun

Re: Tillaga: Færa spjaldtölvur yfir í farsímaflokkinn

Sent: Mán 09. Sep 2013 14:08
af Swooper
Eikibleiki skrifaði:+1 eða +2 kann þetta ekkert ;)
Sammála, ruglaðist á þessu í morgun
Einmitt það sem olli þessum þræði :)

Re: Tillaga: Færa spjaldtölvur yfir í farsímaflokkinn

Sent: Fös 27. Sep 2013 18:25
af Swooper
*bump*

Engin viðbrögð frá stjórnendum?

Re: Tillaga: Færa spjaldtölvur yfir í farsímaflokkinn

Sent: Fös 27. Sep 2013 20:23
af GuðjónR
Var nú bara að sjá þennan þráð núna en þetta er góður punktur, ég skal græja þetta við tækifæri.

Re: Tillaga: Færa spjaldtölvur yfir í farsímaflokkinn

Sent: Lau 28. Sep 2013 21:09
af appel
Ég lagði þetta til fyrir rúmlega viku síðan, að stofna í raun "snjalltækja" forum með spjaldtölvum og farsímum þar. Guðjón sér um það :)