Síða 1 af 1
Vesen/lagg með HD7770
Sent: Þri 13. Ágú 2013 08:12
af addi32
Ég keypti mér nýtt skjákort fyrir nokkrum mánuðum (Radeon HD 7770) í vélina mína (sjá undirskrift).
Var ekki búinn að prufa spila neina leiki síðan í fyrradag þegar ég fór í DOTA2. Leikurinn laggaði allur á svona 5 sek fresti.
Búinn að prufa allt sem mér dettur í hug og er að verða vitlaus á þessu
-Prufa setja Netsnúru beint í router. Svo það er ekki þráðlausa netið
-Henda út driverum og setja upp nýja (er með 12.104.0.0). Búinn að gera þetta 2
-Keyrði CCleaner eftir að hafa hent út driver-um áður en ég installaði þeim aftur.
Hverju mæli þið með? Ég er að fara formatta vélina ef ekkert gengur en ég nenni því ekki. Var með NVIDEA 8800GTS áður í vélinni.
Öll ráð veeeel þegin.
Re: Vesen/lagg með HD7770
Sent: Þri 13. Ágú 2013 09:35
af playman
Ertu búin að sækja driver frá framleiðanda kortsins, semsagt ekki frá amd.com
Re: Vesen/lagg með HD7770
Sent: Þri 13. Ágú 2013 11:02
af Daz
Starta í safe mode og uninstalla gömlu driverunum?
Re: Vesen/lagg með HD7770
Sent: Þri 13. Ágú 2013 11:29
af addi32
Daz skrifaði:Starta í safe mode og uninstalla gömlu driverunum?
Ég un-installaðia gömlu NVIDEA driverunum áður en ég setti nýja kortið í (add-remove programs minni mig). Er ekki lengur í add-remove-program list. Eitthvað annað sem ég get gert til að skoða hvort gamli NVIDEA driverinn sé í ennþá á vélinni?
Re: Vesen/lagg með HD7770
Sent: Þri 13. Ágú 2013 11:32
af Stutturdreki
http://www.guru3d.com/content_page/guru ... eeper.html" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.majorgeeks.com/files/details ... ional.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Svo var ATi með sitt eigið tól sem skiptir þig sennilega engu máli þar sem þú ert með nVidia.
En ertu viss um að þetta sé skjádriverinn? Gerist þetta í öðrum leikjum, daglegri vinnslu eða bara í DOTA2?
Re: Vesen/lagg með HD7770
Sent: Þri 13. Ágú 2013 11:34
af playman
Þú svaraðir nú ekki mínum fyrri pósti.
Þú getur prófað þetta til að henda út gamla drævernum.
https://forums.geforce.com/default/topi ... -drivers-/" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Vesen/lagg með HD7770
Sent: Þri 13. Ágú 2013 14:06
af addi32
Afsakið, en ég fann drivera frá framleiðandanum sem var sama version og ég er með. Mun samt prufa þetta í kvöld og setja inn driverana upp á nýtt.
Já, 99.9% viss þar sem ég spilaði DOTA2 á gamla skjákortinu mínu og það virkaði smooth.. Er ekki að spila mikið leiki svo ég hef ekki prufað aðra leiki en DOTA.
Takk fyrir góð svör, kíki á þetta í kvöld.
Re: Vesen/lagg með HD7770
Sent: Þri 13. Ágú 2013 14:28
af playman
addi32 skrifaði:
Afsakið, en ég fann drivera frá framleiðandanum sem var sama version og ég er með. Mun samt prufa þetta í kvöld og setja inn driverana upp á nýtt.
Ok, en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það, en mér var sagt það í TT að driverar frá amd eða nvidia eru
ekki alltaf þeir sömu og koma frá framleiðanda kortsins, og þegar að maður
er að lenda í svona veseni þá sé ágætt að prófa dræverana frá framleiðandanum.
Langaði bara að benda þér á það, en ef að það er ekki að gera sig, þá geturu alltaf prófað að
fara í eldri dræver.
Re: Vesen/lagg með HD7770
Sent: Þri 13. Ágú 2013 16:55
af Bioeight
Uninstallaðu skjákortsdriverunum og notaðu driver sweeper tólið sem Stutturdreki bendir á. Eftir það farðu á amd.com og náðu í nýjustu Catalyst driverana(ekki beta samt) og installaðu.
Eftir það ætti allt að virka fínt ef þetta er driver vandamál.
Re: Vesen/lagg með HD7770
Sent: Lau 24. Ágú 2013 19:54
af pulsar
Getur ekki verið að þetta sé hardware related?
Ertu að fps-a vel?
Re: Vesen/lagg með HD7770
Sent: Lau 24. Ágú 2013 20:28
af Margaran
ég er með sama kort og ég instalaði þessum driver og virkar allt mjög vel hjá mér gætir prufað sjálfur
http://www.downdrivers.com/down-driver- ... 4-bit.html" onclick="window.open(this.href);return false;
Re: Vesen/lagg með HD7770
Sent: Lau 24. Ágú 2013 20:39
af Margaran
sé að þið talið mikið um nvidea er þetta ekki amd kort ?
Re: Vesen/lagg með HD7770
Sent: Lau 24. Ágú 2013 21:20
af Garri
Margaran skrifaði:sé að þið talið mikið um nvidea er þetta ekki amd kort ?
Gamla kortið hefur verið frá Nvidea.
Re: Vesen/lagg með HD7770
Sent: Lau 24. Ágú 2013 21:39
af Hnykill
stundum hiksta leikir hjá þeim sem eru að keyra CPU monitoring forrit og fleiri þannig forrit sem skanna sig á 1-5 sek fresti.. ertu að keyra eitthvað þannig í bakgrunninum ?