Síða 1 af 1
Hvað má T9300/T9500 kosta?
Sent: Mán 22. Júl 2013 22:45
af zazou
Ég var að uppfæra litla lappann (L300) úr 2 gígariða verkamannatýpu Pentium T3200 uppí sæmilegan T7700 og er heldur betur kominn á bragðið.
T7700 gaurinn kostaði bara 2800 og mér sýnist að T7800 sé á 6þ T9300 sé á um 7þ og sá öflugasti á 15þ og uppúr fyrir utan sendingarkostnað (á eBay).
Helstu tölur:
T3200 (gamla ruslið)
2Ghz, 1MB L2 cache, 65nms, 291m transistorar
T7700 3þ
2,4Ghz, 4MB L2 cache, 65nms, 291m transistorar
T7800 5þ
2,6Ghz, 4MB L2 cache, 65nms, 291m transistorar
T9300 7þ
2,5Ghz, 6MB L2 cache, 45nms, 410m transistorar
T9500 15þ+
2,6Ghz, 6MB L2 cache, 45nms, 410m transistorar
Hvað segja menn, eru Megariðin, skyndiminnið og 40% fleiri transistorar þess virði?
Ég spila ekki leiki en ég er alger böðull þegar kemur að múltítaskíng. Vélin er möxuð að öðru leiti með 4GB minni og M4 Crucial og keyrir sæmilega á Windows 8.1.
Þetta er bara gæluverkefni og fikt, ég er með annan lappa sem er með i7 940xm í þyngri vinnslur.
Re: Hvað má T9300/T9500 kosta?
Sent: Fim 19. Des 2013 10:02
af Uralnanok
Sæll,
Ég lá mikið yfir svipuðu dæmi og þú. Ég var með T7300 örgj. í alveg sæmilegri vél. Málið er að þú getur fengið mun sprækari örgjörva og sett hann í en eftir sem áður ertu með allt annað á móðurborðinu sem er af eldri gerð heldur en það sem er nútildags í nýrri laptop vélum. varðandi verð (á CPU), þá er það þannig að lítið er orðið til af þessum örgjörvum og verðin potast þvi uppá við og örgjörvarnir því orðnir dýrir. Mér sýnist framleiðendur í þessum bransa passa uppá að reyna að stilla þannig til að frameiða þar til eftirspurn eftir nýju vörunni er komin í ásættanlega sölu sem dekkar hönnun og uppstillingu vélbúnaðar til framleiðslunnar og framleiðslu þá hætt, einhverjir afgangar verða auðvitað eftir hjá söluaðilum og þeim sem setja saman tölvur. Líttu tildæmis á 3. kynslóðar örgjörvana sem núna eru orðnir næst síðasta kynslóð þ.e. forveri Haswell örgjörvanna sem vissulega eru ögn betri en Ivi-bridge, þessi 3. kynsl. örgj. falla ekkert í verði þó Haswell sé tekinn við, ég hef heldur ekki séð að 1155 móðurborð hafi neitt lækkað heldur.
Re: Hvað má T9300/T9500 kosta?
Sent: Fös 20. Des 2013 13:53
af zazou
Uralnanok skrifaði:Sæll,
Ég lá mikið yfir svipuðu dæmi og þú. Ég var með T7300 örgj. í alveg sæmilegri vél. Málið er að þú getur fengið mun sprækari örgjörva og sett hann í en eftir sem áður ertu með allt annað á móðurborðinu sem er af eldri gerð heldur en það sem er nútildags í nýrri laptop vélum. varðandi verð (á CPU), þá er það þannig að lítið er orðið til af þessum örgjörvum og verðin potast þvi uppá við og örgjörvarnir því orðnir dýrir. Mér sýnist framleiðendur í þessum bransa passa uppá að reyna að stilla þannig til að frameiða þar til eftirspurn eftir nýju vörunni er komin í ásættanlega sölu sem dekkar hönnun og uppstillingu vélbúnaðar til framleiðslunnar og framleiðslu þá hætt, einhverjir afgangar verða auðvitað eftir hjá söluaðilum og þeim sem setja saman tölvur. Líttu tildæmis á 3. kynslóðar örgjörvana sem núna eru orðnir næst síðasta kynslóð þ.e. forveri Haswell örgjörvanna sem vissulega eru ögn betri en Ivi-bridge, þessi 3. kynsl. örgj. falla ekkert í verði þó Haswell sé tekinn við, ég hef heldur ekki séð að 1155 móðurborð hafi neitt lækkað heldur.
Gaman að sjá svar/áhuga á þessu.
Það varð gríðarlegur munur þegar ég smellti T9300 gaurnum í, bara 6þ. Reyndi að selja T3200 fyrir 200 kr. + 800 kr. í sendingakostnað, gekk ekki þannig að hann er nú hilluskraut. Ég fékk seldi svo T7700 á aðeins hærra verði en ég keypti.
Kingston V+100 SSD sem er núna í vélinni er ekki alveg að gera sig miðað við M4 en hann er þó tvöfalt stærri svo ég ætla að halda honum.
Vélin sem slík, kostaði 100þ árið 2009, nær 5 árum síðar og ég get enn notað hana sómasamlega með ca 20þ. eytt í upgrade. Ég er sáttur - fyrir utan þessa hlúnkaþyngd!
Næst á dagskrá verður einhver über últrabók, get samt ekki réttlætt það enn, eigandi þessa og svo i7 940xm, 8GB Corsair og 840 Pro SSD.