Síða 1 af 2

UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Mán 22. Júl 2013 16:04
af chaplin
Ubuntu teiminu langar núna að gefa út farsíma.

Mynd
Dual boot Ubuntu mobile OS and Android
Fully integrated Ubuntu desktop PC when docked
Fastest multi-core CPU, 4GB RAM, 128GB storage
4.5in 1,280 x 720 HD sapphire crystal display
8mp low-light rear camera, 2mp front camera
Dual-LTE, dual-band 802.11n Wi-Fi, Bluetooth 4, NFC
GPS, accelerometer, gyro, proximity sensor, compass, barometer
Stereo speakers with HD audio, dual-mic recording, Active Noise Cancellation
MHL connector, 3.5mm jack
Silicon-anode Li-Ion battery
64 x 9 x 124mm
Frekari upplýsingar

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Mán 22. Júl 2013 16:27
af Bjosep
32 milljón dalir á 31 degi?

Það er svona í hærri kantinum er það ekki?

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Mán 22. Júl 2013 16:31
af coldcut
Það hefur lengi verið planið að gefa út farsíma. En með þessu eru þeir að reyna að gera virkilega öflugan síma (þetta er í raun bara fartölva) sem fer ekki í almenna sölu heldur selt eingöngu í gegnum contribution.

Ef þetta crowdfunding dæmi gengur ekki þá gefa þeir bara út síma með sömu specca og eru núna á markaðnum.

Annars á þetta ALDREI eftir að takast!

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Mán 22. Júl 2013 19:47
af chaplin
coldcut skrifaði:Það hefur lengi verið planið að gefa út farsíma. En með þessu eru þeir að reyna að gera virkilega öflugan síma (þetta er í raun bara fartölva) sem fer ekki í almenna sölu heldur selt eingöngu í gegnum contribution.

Ef þetta crowdfunding dæmi gengur ekki þá gefa þeir bara út síma með sömu specca og eru núna á markaðnum.

Annars á þetta ALDREI eftir að takast!
Í dag byrjuðu þeir með Indiegogo verkefnið og voru að ná $1.000.000 múrinum, með e-h auglýsingum gæti ég vel trúað því að þetta verði að raunveruleika og þá ætla ég að grípa mér eitt stykki. :)

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Mán 22. Júl 2013 20:20
af Swooper
Ég kom hingað einmitt til að pósta þessu... Úff hvað þessi lítur vel út. Loksins kominn sími með 128GB disk!
Mynd
Tími ekki alveg $600 í þetta samt, ef þetta kemur ekki fyrr en í maí :/ Langar í nýjan síma fyrr en það.

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Mán 22. Júl 2013 21:05
af chaplin
Alveg $600? Kosta ekki öll flagshipin í dag $600+ og þá oftast með 32GB geymslaplássi, 1-2GB RAM, ekki möguleika á dual-booti, ekki með sapphire crystal gleri og ekki endilega öflugasta multi-core örgjörvanum á markaðinum.

Mér finnst $600 næstum því of lítið.

Ps. Eru að sækja í $1.500.000 á næstu mínútum.

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Mán 22. Júl 2013 22:18
af Skari
Er einhver búinn að styrkja þetta? þetta $600 er bara í einn sólarhring, eftir það verður þetta $830

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Mán 22. Júl 2013 23:31
af codec
Spennandi, en það er eitt sem pirrar mig í þessar lýsingu:
Fastest multi-core CPU
Hverskonar spec upplýsingar eru þetta? Segir manni ekkert um hvers konar CPU þetta er né hvað margir cores. Ef það er hraðinn einn sem ræður þá er þetta væntanlega intel en hvernig er þá batterí ending ofl.

En hvað um það, þetta lítur út fyrir að verða sexy beast.

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Þri 23. Júl 2013 03:33
af astro
coldcut skrifaði:Það hefur lengi verið planið að gefa út farsíma. En með þessu eru þeir að reyna að gera virkilega öflugan síma (þetta er í raun bara fartölva) sem fer ekki í almenna sölu heldur selt eingöngu í gegnum contribution.

Ef þetta crowdfunding dæmi gengur ekki þá gefa þeir bara út síma með sömu specca og eru núna á markaðnum.

Annars á þetta ALDREI eftir að takast!
ALLDREI segja alldrei :)

Þeir eru búnir að selja alla 5000 símana sem voru á "FOR ONE DAY ONLY" offerinu.

Á undir sólahring eru þeir komnir uppí (eins og staðan er núna 3.2mills) sem er 10% af goalinu.

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Þri 23. Júl 2013 08:30
af chaplin
Og ég sem ætlaði að panta í morgun $600 týpuna en hugsaði "mehh, þetta getur ekki verið sold out..". Fuhh!

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Þri 23. Júl 2013 09:27
af dori
chaplin skrifaði:Og ég sem ætlaði að panta í morgun $600 týpuna en hugsaði "mehh, þetta getur ekki verið sold out..". Fuhh!
Ég velti því létt fyrir mér að taka þetta í gær á $600, $830 er allt of mikið fyrir síma sem ég fæ eftir ár IMHO. Ákvað að setja peningana frekar í eitthvað annað en ég vona innilega að þeim takist þetta og að þetta verði epic (þó að maður sjái örugglega eftir því að hafa ekki tekið þátt ef þetta verður eitthvað one-time-epicness).

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Þri 23. Júl 2013 09:48
af chaplin
Ég er sammála því, þó ef maður tekur inn speccana þá er þetta öflugri en nokkur annar snjallsími á markaðinum (mv. hvað þeir stefna á amk) með 128GB (iPhone 5 64GB kostar $850, væri sjálfsagt kominn í $1000+ ef hann væri til í 128GB útfærslu).

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Þri 23. Júl 2013 10:00
af dori
chaplin skrifaði:Ég er sammála því, þó ef maður tekur inn speccana þá er þetta öflugri en nokkur annar snjallsími á markaðinum (mv. hvað þeir stefna á amk) með 128GB (iPhone 5 64GB kostar $850, væri sjálfsagt kominn í $1000+ ef hann væri til í 128GB útfærslu).
Það verður samt að hafa í huga að þetta er eftir ár. Það er spurning hvernig aðrir verða á þeim tíma...

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Þri 23. Júl 2013 10:23
af chaplin
Vissulega! En þeir eru líka að leggja áherslu á annað en bara að vinna MP stríði eða hafa flesta ppi. Þeir vilja hafa frekar skýrari skjá, betri og nákvæmari liti.

Svo hafa snjallsímar í dag verið með mjög sambærilegar rafhlöður sem rétt svo fara í gegnum daginn, kannski tvo. Mig langar að sjá hvernig silicon-anode tækning skilar sér, það er þó aldrei að vita nema farsímar e. ár verði einnig með sambærilega tækni.

Ég er orðinn dálítið svartsýnn með að þetta gangi upp, fyrstu 12 klst gengu vel eða rétt yfir $3.000.000 en núna sl. 6 klst hefur þtta fengið ótrúlega lítið fjármagn.

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Þri 23. Júl 2013 10:59
af Swooper
Síðustu 6 tímar voru nótt/snemma morguns í Evrópu, og það er ennþá nótt í Bandaríkjunum. Einnig, þessir 5000 $600 símar eru allir farnir svo það mátti alveg búast við að það hægist aðeins á. Ég var alveg að pæla í að skella mér á einn, er búinn að vera að bíða eftir 128GB síma heillengi... ojæja, nú er það of seint, tími ekki $830 í hann.

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Mið 24. Júl 2013 11:37
af Swooper
Þeir bættu við fleiri ódýrum símum, hægt að fá núna á $625 (+$30 sendingargjald), ég skellti mér á það bara. Ef ég fæ mér nýjan síma í haust þá get ég bara valið hvorn ég sel þegar (ef?) ég fæ þennan í herndurnar :D

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Mið 24. Júl 2013 11:56
af dori
Swooper skrifaði:Þeir bættu við fleiri ódýrum símum, hægt að fá núna á $625 (+$30 sendingargjald), ég skellti mér á það bara. Ef ég fæ mér nýjan síma í haust þá get ég bara valið hvorn ég sel þegar (ef?) ég fæ þennan í herndurnar :D
Æi, merðirnir. Ég var búinn að sætta mig við þessa ákvörðun hjá mér. Núna þarf ég að skoða málið aftur.

Samt vel gert hjá þeim að hlusta á samfélagið og setja þetta upp í nokkur level þannig að með því að vera snöggur geturðu fengið þetta ódýrara og með því að koma inn seinna borgarðu meira (meira en bara takmarkað af "ódýrt" og svo restin "full upphæð").

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Mið 24. Júl 2013 12:08
af Swooper
Já, það var sterkt múv. Ætti að halda peningaflæðinu gangandi líka, þeir eru að detta í fjórar milljónir núna. Er sæmilega bjartsýnn á að þetta takist hjá þeim.

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Mið 24. Júl 2013 12:19
af coldcut
dori skrifaði:Samt vel gert hjá þeim að hlusta á samfélagið...
There's a first time for everything!

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Mið 24. Júl 2013 13:09
af Swooper
Quote fail... það var ekki ég sem sagði þetta :P

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Fim 25. Júl 2013 14:54
af Swooper
Nálgast 6 milljónir núna, búið að hægjast verulega á eftir að $675 verðflokkurinn kláraðist... AMA á reddit á eftir, sjáum hvað þeir segja með að gera eitthvað áhugavert til að halda flæðinu gangandi.

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Fim 08. Ágú 2013 13:47
af Swooper
Jæja, loksins eitthvað að gerast í þessu. Þeir eru búnir að lækka verðið á þessu, nú er hægt að fá Ubuntu Edge fyrir $695, ótakmarkað magn. Peningaflæðið er nú þegar búið að taka kipp, vona að það haldist almennilegt núna... bara tvær vikur eftir af söfnuninni.

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Fim 08. Ágú 2013 13:57
af chaplin
Hefur einfaldlega átt að halda sig við eitt verð allan tímann, $600. Þurfa núna að fá rúmlega $1.500.000 á dag svo að þetta gangi upp.

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Fim 08. Ágú 2013 14:09
af Swooper
To be fair þá spika svona safnanir alltaf í lokin, svo ég krossa puttana.

$600 var of ódýrt, þeir gætu ekki framleitt þennan síma fyrir það verð án þess að vera basically að tapa á hverju eintaki. Held að mistökin hafi verið að bjóða einhverja síma á því verði, þá finnst hinum að þeir séu að borga of mikið (frekar en að þeir sem fengu hann finnist að þeir séu að fá afslátt).

Re: UbuntuEdge - Snjallsími og tölva - Ubuntu og Android!

Sent: Fim 08. Ágú 2013 14:20
af chaplin
Swooper skrifaði:To be fair þá spika svona safnanir alltaf í lokin, svo ég krossa puttana.

$600 var of ódýrt, þeir gætu ekki framleitt þennan síma fyrir það verð án þess að vera basically að tapa á hverju eintaki. Held að mistökin hafi verið að bjóða einhverja síma á því verði, þá finnst hinum að þeir séu að borga of mikið (frekar en að þeir sem fengu hann finnist að þeir séu að fá afslátt).
Það kostar um $240 ± $20 að framleiða helstu flagshippin í dag (iPhone, S4 os.frv.) auðvita hafa þó Canonical ekki sama fjármag og risanir, en ég get þó næstum því fullyrt að það kostar ekki $600 að framleiða símann.